Enski boltinn

Salah bestur og Gravenberch besti ungi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah og Ryan Gravenberch hafa verið lykilmenn hjá Englandsmeisturum Liverpool í vetur.
Mohamed Salah og Ryan Gravenberch hafa verið lykilmenn hjá Englandsmeisturum Liverpool í vetur. getty/Liverpool FC

Mohamed Salah var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og samherji hans hjá Liverpool, Ryan Gravenberch, besti ungi leikmaðurinn.

Salah var einnig valinn bestur af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar og blaðamönnum. Hann hefur átt frábært tímabil með Liverpool og hefur bæði skorað flest mörk (28) og gefið flestar stoðsendingar (18) í deildinni.

Þetta er í annað sinn sem Salah er valinn bestur hjá ensku úrvalsdeildinni en hann fékk þessi verðlaun einnig 2017-18, fyrsta tímabil hans hjá Liverpool. Fjórir aðrir leikmenn hafa fengið þessa viðurkenningu í tvígang; Thierry Henry, Cristiano Ronaldo, Nemanja Vidic og Kevin De Bruyne.

Gravenberch hefur spilað einkar vel með Liverpool í vetur og verið í stóru hlutverki á miðju Rauða hersins.

Byrjað var að veita þessi verðlaun tímabilið 2019-20 en þá fékk Trent Alexander-Arnold þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×