Innlent

Þing­maður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Jón Pétur Zimsen hefur verið kvefaður undanfarna daga.
Jón Pétur Zimsen hefur verið kvefaður undanfarna daga. Vísir/Samsett

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, úðaði eyrnaspreyi ætluðu hundum ofan í kokið á sér. Hundur hans er í meðferð vegna veikinda í eyrum og fékk lyf í úðaformi sem lítur næstum alveg eins út og algengt hálssprey við kvefeinkennum.

Jón Pétur greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi glímt við smávegis hósta og kvef síðustu daga. Hann keypti ColdZyme-munnúða til að flýta fyrir bata. Hundur Jóns er svo í meðferð vegna veikinda í eyrum og þarf meðal í formi eyrnaúða við þeim.

Hann segist hafa vaknað í fyrrinótt slæmur í hálsinum, fengið sér vatnsglas, séð úðabrúsann og sent tvö púst ofan í kokið á sér.

„Eitthvað var bragðið rammt og brennandi. Skoðaði glasið og þar blasti við mynd af hundi,“ segir Jón Pétur.

Hann segir sér ekki hafa orðið svefnsamt tímana á eftir með eyrnasprey fyrir hunda úðað ofan í kokið á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×