Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Árni Jóhannsson skrifar 24. maí 2025 21:46 Daði Berg skoraði tvö mörk í dag og var mjög góður í seinni hálfleik. vísir / anton brink Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. Daði var spurður að því, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson skömmu eftir leik, hversu sætur sigurinn í dag hefði verið í ljósi fyrri hálfleiksins. „Hann var mjög sætur. Sérstaklega af því að við mættum ekki til leiks í upphafi leiks. Fyrstu tíu fimmtán vorum við bara off og þetta var bara vesen. Það var bara slökkt á okkur og svo bara í hálfleik vissum við hvað þurfti að bæta og við mættum hungraðir út og sýndum það.“ Hvað sagði Davíð Smári við sína menn í hálfleik? „Það er eiginlega ekki við hæfi barna“, sagði Daði og brosti út í annað áður en hann hélt áfram. „Hann sagði bara að við þyrftum að kveikja á okkur og það sem við vorum að gera væri ekki boðlegt. Við sýndum það síðan bara að við vissum hvað þyrfti að bæta og við gerðum það. Fyrstu tíu fimmtán vorum við ekki með en svo komumst við í stjórn á leiknum. Það vantaði herslumuninn á að skapa færi og það var bara eitt návígi án þess að við slyppum í gegn en það datt með okkur í seinni hálfleik.“ Daði Berg var lítið sjáanlegur í fyrri hálfleik en eins og allt liðið kveikti hann á sér. Henry spurði Daða að því hvað hann hafði gert öðruvísi í seinni hálfleik til að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa verið farþegi í þeim fyrri. „Það eru kaldar kveðjur“, sagði Daði fyrst hlæjandi en hélt svo áfram: „Nei nei, ég er sammála þessu ég bara þurfti að núllstilla mig. Leikurinn er 90 mínútur og maður getur mætt af krafti í næsta leik.“ Daði er kominn með fjögur mörk á þessu tímabili og virðist njóta sín í þessu Vestra liði. „Þetta er geðveikt. Þetta er geggjaður hópur og það var tekið vel á móti mér. Þó þetta séu ekkert allt Íslendingar þá skiptir það ekki máli, þetta eru allt toppgaurar og það er geggjað andrúmsloft hérna fyrir vestan.“ Menn eru að tengja vel og það héldu einhverjir að þetta væri kannski einhverj blaðra sem myndi springa en það er ekki að gerast. „Nei, við erum búnir að fá á okkur fjögur mörk í átta leikjum. Það er engin tilviljun, við erum vel þjálfaðir í varnarleik og svo erum við með gæði fram á við til að skora eitt ef við fáum ekki mark á okkur. Við skoruðum þrjú í dag þar sem við fengum eitt mark á okkur.“ Í seinna marki sínu fagnaði Daði með því að taka sundtök á vellinum og var hann spurður út í það nánar. „Fyrra fagnið var stúdentshúfan en ég átti að vera að útskrifast í dag í bænum en ég er hér og það er eins og það er. Sundfagnið var smá spuni í því. Bjóst ekki við að skora tvö en það er bara svoleiðis.“ Besta deild karla Vestri Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Daði var spurður að því, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson skömmu eftir leik, hversu sætur sigurinn í dag hefði verið í ljósi fyrri hálfleiksins. „Hann var mjög sætur. Sérstaklega af því að við mættum ekki til leiks í upphafi leiks. Fyrstu tíu fimmtán vorum við bara off og þetta var bara vesen. Það var bara slökkt á okkur og svo bara í hálfleik vissum við hvað þurfti að bæta og við mættum hungraðir út og sýndum það.“ Hvað sagði Davíð Smári við sína menn í hálfleik? „Það er eiginlega ekki við hæfi barna“, sagði Daði og brosti út í annað áður en hann hélt áfram. „Hann sagði bara að við þyrftum að kveikja á okkur og það sem við vorum að gera væri ekki boðlegt. Við sýndum það síðan bara að við vissum hvað þyrfti að bæta og við gerðum það. Fyrstu tíu fimmtán vorum við ekki með en svo komumst við í stjórn á leiknum. Það vantaði herslumuninn á að skapa færi og það var bara eitt návígi án þess að við slyppum í gegn en það datt með okkur í seinni hálfleik.“ Daði Berg var lítið sjáanlegur í fyrri hálfleik en eins og allt liðið kveikti hann á sér. Henry spurði Daða að því hvað hann hafði gert öðruvísi í seinni hálfleik til að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa verið farþegi í þeim fyrri. „Það eru kaldar kveðjur“, sagði Daði fyrst hlæjandi en hélt svo áfram: „Nei nei, ég er sammála þessu ég bara þurfti að núllstilla mig. Leikurinn er 90 mínútur og maður getur mætt af krafti í næsta leik.“ Daði er kominn með fjögur mörk á þessu tímabili og virðist njóta sín í þessu Vestra liði. „Þetta er geðveikt. Þetta er geggjaður hópur og það var tekið vel á móti mér. Þó þetta séu ekkert allt Íslendingar þá skiptir það ekki máli, þetta eru allt toppgaurar og það er geggjað andrúmsloft hérna fyrir vestan.“ Menn eru að tengja vel og það héldu einhverjir að þetta væri kannski einhverj blaðra sem myndi springa en það er ekki að gerast. „Nei, við erum búnir að fá á okkur fjögur mörk í átta leikjum. Það er engin tilviljun, við erum vel þjálfaðir í varnarleik og svo erum við með gæði fram á við til að skora eitt ef við fáum ekki mark á okkur. Við skoruðum þrjú í dag þar sem við fengum eitt mark á okkur.“ Í seinna marki sínu fagnaði Daði með því að taka sundtök á vellinum og var hann spurður út í það nánar. „Fyrra fagnið var stúdentshúfan en ég átti að vera að útskrifast í dag í bænum en ég er hér og það er eins og það er. Sundfagnið var smá spuni í því. Bjóst ekki við að skora tvö en það er bara svoleiðis.“
Besta deild karla Vestri Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira