Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2025 12:12 Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í viðtali á föstudag vegna þess sem miður hefur farið í landamæraeftirliti. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir embættismönnum ekki um að kenna. Vísir Dómsmálaráðherra sakar Úlfar Lúðvíksson um að hengja bakara fyrir smið með því að saka ríkislögreglustjóra og ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um að hafa brugðist skyldum sínum og með því kalla eftir afsögn þeirra. Ráðherra segir stjórnmálamenn bera alla ábyrgð á stöðunni á landamærum Íslands. Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Hauk Guðmundsson ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í Spursmálum Morgunblaðsins á föstudag. Hann sagði þau hafa brugðist skyldum sínum í tengslum við landamæraeftirlit og kallaði eftir afsögn þeirra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ræddi ummælin á Sprengisandi í dag. Hún segir Úlfar skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að líta til stjórnmálamanna. „Þar finnst mér hann vera að skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að horfa á pólitíkina. Hann hefur sjálfur gætt landamæra sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í fimm ár. Mér heyrist hann vera að vísa til þess, um ábyrgð ríkislögreglustjóra að hún eigi að víkja sæti eða segja af sér vegna þess að hún hafi gætt landamæranna og ekki náð tilhlýðilegum árangri. Ég hef ákveðinn skilning á því að lögreglustjórinn fyrrverandi á Suðurnesjum líti svo á að staða landamæranna er ekki nægilega góð. Á því bera stjórnmálamenn alla ábyrgð,“ sagði Þorbjörg. Hún segir stóru tíðindin í málinu að ríkisstjórnin sé að efla og stækka embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem feli í sér breytt verkefni. Að því tilefni hafi hún boðað Úlfar á fund sinn, kynnt honum stöðuna og boðið honum flutning í annað embætti hugnist honum ekki að sækja um stöðuna. „Ég get ekki séð að í því felist ofboðsleg vantraustsyfirlýsing, þegar ráðherrann segir frá því, þér stendur annað embætti til boða viljirðu ekki halda áfram.“ Stjórnsýsla Lögreglan Landamæri Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Hauk Guðmundsson ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í Spursmálum Morgunblaðsins á föstudag. Hann sagði þau hafa brugðist skyldum sínum í tengslum við landamæraeftirlit og kallaði eftir afsögn þeirra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ræddi ummælin á Sprengisandi í dag. Hún segir Úlfar skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að líta til stjórnmálamanna. „Þar finnst mér hann vera að skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að horfa á pólitíkina. Hann hefur sjálfur gætt landamæra sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í fimm ár. Mér heyrist hann vera að vísa til þess, um ábyrgð ríkislögreglustjóra að hún eigi að víkja sæti eða segja af sér vegna þess að hún hafi gætt landamæranna og ekki náð tilhlýðilegum árangri. Ég hef ákveðinn skilning á því að lögreglustjórinn fyrrverandi á Suðurnesjum líti svo á að staða landamæranna er ekki nægilega góð. Á því bera stjórnmálamenn alla ábyrgð,“ sagði Þorbjörg. Hún segir stóru tíðindin í málinu að ríkisstjórnin sé að efla og stækka embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem feli í sér breytt verkefni. Að því tilefni hafi hún boðað Úlfar á fund sinn, kynnt honum stöðuna og boðið honum flutning í annað embætti hugnist honum ekki að sækja um stöðuna. „Ég get ekki séð að í því felist ofboðsleg vantraustsyfirlýsing, þegar ráðherrann segir frá því, þér stendur annað embætti til boða viljirðu ekki halda áfram.“
Stjórnsýsla Lögreglan Landamæri Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20