Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Siggeir Ævarsson skrifar 25. maí 2025 19:16 Ruben Amorim, stjóri Manchester United, ávarpaði stuðningsmenn liðsins á Old Trafford eftir leik í dag vísir/Getty Rubin Amorim, stjóri Manchester United, ávarpaði stuðningsmenn liðsins á Old Trafford í dag eftir 2-0 sigur í síðasta leik tímabilsins. „Fyrir sex mánuðum síðan, eftir þrjá fyrstu leikina undir minni stjórn með tvo sigra og eitt jafntefli, þá sagði ég við ykkur að það væri stormur í aðsigi. Í dag, eftir þetta hörmunga tímabil, vil ég segja við ykkur: Góðu dagarnir eru framundan.“ Uppskar Amorim dynjandi lófatak fyrir þessi orð en bætti svo við: „Ef það er eitthvað lið í heiminum sem hefur sannað það í gegnum tíðina að það getur yfirstigið erfiðleika, hvaða hörmungar sem er, þá er það liðið okkar. Það er Manchester United.“ "If there is one club in the world... that can overcome any situation, it's our club."Ruben Amorim ❤️ pic.twitter.com/zhrtVsPwfu— Manchester United (@ManUtd) May 25, 2025 Það eru engar ýkjur hjá Amorim að tímabil Manchester United hafi verið hörmulegt en liðið endaði í 15. sæti með 42 stig og hefur liðið aldrei endað neðar síðan að ensku úrvalsdeildinni var komið á fót. Liðið hefur heldur aldrei fengið færri stig, skorað færri mörk, sótt færri sigra eða tapað jafn mörgum leikjum. Einn ljós punktur er þó að liðið fékk fleiri mörk á sig á síðasta tímabili eða 58 samanborið við 54 í ár. Sigur liðsins í dag á Aston Villa var fyrsti sigur þess í deildinni síðan 16. mars. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
„Fyrir sex mánuðum síðan, eftir þrjá fyrstu leikina undir minni stjórn með tvo sigra og eitt jafntefli, þá sagði ég við ykkur að það væri stormur í aðsigi. Í dag, eftir þetta hörmunga tímabil, vil ég segja við ykkur: Góðu dagarnir eru framundan.“ Uppskar Amorim dynjandi lófatak fyrir þessi orð en bætti svo við: „Ef það er eitthvað lið í heiminum sem hefur sannað það í gegnum tíðina að það getur yfirstigið erfiðleika, hvaða hörmungar sem er, þá er það liðið okkar. Það er Manchester United.“ "If there is one club in the world... that can overcome any situation, it's our club."Ruben Amorim ❤️ pic.twitter.com/zhrtVsPwfu— Manchester United (@ManUtd) May 25, 2025 Það eru engar ýkjur hjá Amorim að tímabil Manchester United hafi verið hörmulegt en liðið endaði í 15. sæti með 42 stig og hefur liðið aldrei endað neðar síðan að ensku úrvalsdeildinni var komið á fót. Liðið hefur heldur aldrei fengið færri stig, skorað færri mörk, sótt færri sigra eða tapað jafn mörgum leikjum. Einn ljós punktur er þó að liðið fékk fleiri mörk á sig á síðasta tímabili eða 58 samanborið við 54 í ár. Sigur liðsins í dag á Aston Villa var fyrsti sigur þess í deildinni síðan 16. mars.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira