Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar 27. maí 2025 08:00 Almenningur á Íslandi hefur kallað eftir því að ríkisstjórn Íslands setji þrýsting á Ísrael að stöðva þjóðarmorðið sem Ísrael er að fremja á Gaza. Einnig viljum við að Ísland taki við þeim börnum sem þegar hafa fengið samþykkta alþjóðlega vernd hér á landi. Í því felst einnig að koma börnunum út af Gaza og til Íslands. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst til þess að beina því ákalli til stjórnvalda að sækja þessi börn af Gaza. Orð koma ekki auðveldlega Stjórnmálamenn sem tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi mikinn skilning og vilji bregðast við ákallinu en fylgja því alltaf eftir með því að lýsa því að hún muni ekki gera það með öðru en opinberum yfirlýsingum. Það er algerlega ófullnægjandi og langt frá því að vera í eðlilegu samræmi við alvarleika stöðunnar. Ég hef sérstaklega í huga yfirlýsingar Dagbjartar Hákonardóttur þingkonu Samfylkingarinnar. Hún kemur sér hjá því að ræða aðgerðir eins og viðskiptaþvinganir eða menningarlega sniðgöngu, svo sem eins og að beita sér fyrir því að útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision eða alþjóðlegum íþróttamótum. Hún talar um „mannúðarkrísuna á Gaza“ en eina setningarbrotið sem túlka má sem gagnrýni á Ísrael er að Ísland vilji „auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög“. Hér er hreinlega erfitt að lýsa því og ná utan um það hvað þessi orð gera lítið úr þeim yfirgengilegu og hryllilegu glæpum sem Ísrael hefur framið og er að fremja. Tug- eða hundruð þúsunda almennra borgara eru markvisst drepnir í því skyni að hrekja alla Palestínumenn af Gaza. Um það má gjarnan velja nákvæmari og sterkari orð en mannúðarkrísu. Að halda stjórnmálasambandi en ekki nýta það Ég á tvo vini á Íslandi sem hafa fengið alþjóðlega vernd en eiga ennþá börn á Gaza. Börnin hafa líka hlotið alþjóðlega vernd en það þarf að koma þeim heim. Dagbjört útskýrir í yfirlýsingu sinni að það þjóni engum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael enda þurfi milliríkjasamtalið að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza“. Hér er rétt að staldra við, vegna þess að það má lesa milli línanna (og það er líklega tilgangurinn) að við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza. Ég hef leitað allra leiða sem ég kann til að koma neyðarkalli vina minna áleiðis en ég er því miður ekki vel tengdur inn í valdakerfi landsins. Rauði krossinn segist ekkert geta gert vegna þess að ríkisstjórn Íslands ákvað að slíta samningi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem sér um flutninga flóttafólks um allan heim og heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar. Ég hlýt að draga þá ályktun að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, að minnsta kosti ekki börnum sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi. Það virðist vera meðvituð og markviss stefna Íslands að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, börnum sem eiga hér foreldra sem eru örvæntingarfull um að sjá þau á lífi aftur. Ég fer fram á að þessi stefna verði endurskoðuð. Ég fer fram á að stjórnmálasambandið sé nýtt til þess að bjarga þeim börnum frá Gaza sem þegar hafa fengið vernd og eiga foreldra hér á landi. Rök gegn því að bjarga börnum Það er skrítið að þurfa að rökstyðja það að við eigum að reyna að bjarga lífi barna í bráðri lífshættu. Réttlætingar ríkisstjórnarinnar fyrir því að sækja ekki börn af Gaza liggja reyndar ekki á lausu. Þegar rætt er um þetta er því drepið á dreif með því að gefa í skyn að það sé svo flókið og að önnur ríki séu ekki að bjarga fólki af Gaza, að minnsta kosti ekki fólki í nákvæmlega sömu stöðu og þessi börn. En önnur ríki hafa nýlega komið fólki út af Gaza og gera það reglulega. Vinir mínir hafa sent mér fréttir og myndbönd af fólki sem er að fara gegnum landamærastöð í rútum áleiðis á flugvöll þaðan sem förinni er heitið til Evrópu. Þetta virðist því vera mögulegt og vel á færi okkar. Jafnvel þó að Ísland sé lítið og áhrifalaust í alþjóðakerfinu og þurfi alltaf að vera í slagtogi með öðrum þjóðum. Það sem eftir stendur er siðferðið. Ég hef leitað að siðferðislögmálum sem myndu mæla á móti því að bjarga börnum út af Gaza til foreldra sinna hér á landi. Ég hef ekki fundið það ennþá. Kannski að ríkisstjórnin útskýri það? Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Gíslason Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur á Íslandi hefur kallað eftir því að ríkisstjórn Íslands setji þrýsting á Ísrael að stöðva þjóðarmorðið sem Ísrael er að fremja á Gaza. Einnig viljum við að Ísland taki við þeim börnum sem þegar hafa fengið samþykkta alþjóðlega vernd hér á landi. Í því felst einnig að koma börnunum út af Gaza og til Íslands. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst til þess að beina því ákalli til stjórnvalda að sækja þessi börn af Gaza. Orð koma ekki auðveldlega Stjórnmálamenn sem tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi mikinn skilning og vilji bregðast við ákallinu en fylgja því alltaf eftir með því að lýsa því að hún muni ekki gera það með öðru en opinberum yfirlýsingum. Það er algerlega ófullnægjandi og langt frá því að vera í eðlilegu samræmi við alvarleika stöðunnar. Ég hef sérstaklega í huga yfirlýsingar Dagbjartar Hákonardóttur þingkonu Samfylkingarinnar. Hún kemur sér hjá því að ræða aðgerðir eins og viðskiptaþvinganir eða menningarlega sniðgöngu, svo sem eins og að beita sér fyrir því að útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision eða alþjóðlegum íþróttamótum. Hún talar um „mannúðarkrísuna á Gaza“ en eina setningarbrotið sem túlka má sem gagnrýni á Ísrael er að Ísland vilji „auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög“. Hér er hreinlega erfitt að lýsa því og ná utan um það hvað þessi orð gera lítið úr þeim yfirgengilegu og hryllilegu glæpum sem Ísrael hefur framið og er að fremja. Tug- eða hundruð þúsunda almennra borgara eru markvisst drepnir í því skyni að hrekja alla Palestínumenn af Gaza. Um það má gjarnan velja nákvæmari og sterkari orð en mannúðarkrísu. Að halda stjórnmálasambandi en ekki nýta það Ég á tvo vini á Íslandi sem hafa fengið alþjóðlega vernd en eiga ennþá börn á Gaza. Börnin hafa líka hlotið alþjóðlega vernd en það þarf að koma þeim heim. Dagbjört útskýrir í yfirlýsingu sinni að það þjóni engum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael enda þurfi milliríkjasamtalið að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza“. Hér er rétt að staldra við, vegna þess að það má lesa milli línanna (og það er líklega tilgangurinn) að við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza. Ég hef leitað allra leiða sem ég kann til að koma neyðarkalli vina minna áleiðis en ég er því miður ekki vel tengdur inn í valdakerfi landsins. Rauði krossinn segist ekkert geta gert vegna þess að ríkisstjórn Íslands ákvað að slíta samningi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem sér um flutninga flóttafólks um allan heim og heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar. Ég hlýt að draga þá ályktun að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, að minnsta kosti ekki börnum sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi. Það virðist vera meðvituð og markviss stefna Íslands að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, börnum sem eiga hér foreldra sem eru örvæntingarfull um að sjá þau á lífi aftur. Ég fer fram á að þessi stefna verði endurskoðuð. Ég fer fram á að stjórnmálasambandið sé nýtt til þess að bjarga þeim börnum frá Gaza sem þegar hafa fengið vernd og eiga foreldra hér á landi. Rök gegn því að bjarga börnum Það er skrítið að þurfa að rökstyðja það að við eigum að reyna að bjarga lífi barna í bráðri lífshættu. Réttlætingar ríkisstjórnarinnar fyrir því að sækja ekki börn af Gaza liggja reyndar ekki á lausu. Þegar rætt er um þetta er því drepið á dreif með því að gefa í skyn að það sé svo flókið og að önnur ríki séu ekki að bjarga fólki af Gaza, að minnsta kosti ekki fólki í nákvæmlega sömu stöðu og þessi börn. En önnur ríki hafa nýlega komið fólki út af Gaza og gera það reglulega. Vinir mínir hafa sent mér fréttir og myndbönd af fólki sem er að fara gegnum landamærastöð í rútum áleiðis á flugvöll þaðan sem förinni er heitið til Evrópu. Þetta virðist því vera mögulegt og vel á færi okkar. Jafnvel þó að Ísland sé lítið og áhrifalaust í alþjóðakerfinu og þurfi alltaf að vera í slagtogi með öðrum þjóðum. Það sem eftir stendur er siðferðið. Ég hef leitað að siðferðislögmálum sem myndu mæla á móti því að bjarga börnum út af Gaza til foreldra sinna hér á landi. Ég hef ekki fundið það ennþá. Kannski að ríkisstjórnin útskýri það? Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun