Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson og Josephine Lilian Roloff skrifa 27. maí 2025 08:47 Nú er íslenska ferðasumarið að ganga í garð og fólk eflaust farið að gera plön fyrir hvert það eigi að ferðast í sumar. Í því tilefni langar Landvarðafélagi Íslands að segja nokkur orð um ábyrga ferðamennsku. Ábyrg ferðamennska snýr að því að bæta áfangastaði, bæði sem heimili og sem stað til að heimsækja. Hugtakið var skilgreind árið 2002 í Höfðaborg samhliða heimsráðstefnunni um sjálfbæra þróun. Hugmyndin um umhyggju, ábyrgð og forsjárhyggju fyrir útivist er þó ekki ný af nálinni, en hún hefur verið samgróin lífsháttum margra samfélaga frumbyggja í margar aldir. Í kjölfar „no trace” áætlunarinnar, sem var þróuð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum fyrir ferðalög um óbyggðir, voru sjálfseignarsamtökin Leave No Trace stofnuð árið 1994. Hafa þau sérhæft sig í menntun og fræðslu í náttúruvernd. Samtökin hafa meðal annars þróað nokkrar meginreglur sem snúa að ferðalögum í óbyggðum. Landvarðafélag Íslands hefur tekið þessar reglur upp og aðlagað að íslenskum ferðalögum. Fyrir það fyrsta, þá kemur góður undirbúningur og skipulag að góðum notum við að ná markmiðum ferðalagsins og lágmarka rask á náttúrunni. Kynntu þér þær reglur sem gilda um fyrirhugað ferðasvæði, þekktu veðurspána en vertu jafnframt undirbúinn fyrir erfiðari veðurskilyrðum og hafðu nauðsynlegar neyðarbirgðir meðferðis. Það getur verið í formi mats, fatnaðs og annars búnaðs. Eru leiðsögutækin þín fullhlaðin og ertu með kort og áttavita með þér ef raftækin klikka? Veit einhver um þín ferðaplön? Ef ekki gæti verið sniðugt að skrá ferðina á Safetravel.is. Sem ábyrgur ferðamaður ferðast þú með sem minnstum áhrifum á umhverfið þitt. Haltu þér á merktum stígum og tjaldsvæðum, sé slíkt til staðar. Ef engin tjaldsvæði eru til staðar skaltu velja tjaldstaðinn vel. Forðast skal að tjalda á viðkvæmum gróðum og passað skal upp á að skilja ekkert eftir. Þeir sem ferðast um á vélknúnum farartækjum er skylt samkvæmt lögum að tjalda ávalt á merktum tjaldsvæðum og aka á merktum vegum. Taktu ábyrgð á þínu eigin rusli, mannlegum úrgangi þar meðtöldum. Gott er að vita fyrirfram hvar salernisaðstaða sé til staðar. Ef náttúran kallar, felldu úrganginn í holu og hyldu hann. Í stað þess að skilja salernispappír eftir skaltu taka hann með eða kveikja í og brenna. Allt rusl skal taka með til byggða. Að lokum ætti virðing fyrir lífi og landslagi að endurspeglast í hegðun og á ferðalögum í náttúrunni. Höldum fjarlægð frá villtum dýrum en eltum þau hvorki né fóðrum. Við stígum ekki á mosa eða annan viðkvæman gróður og fjarlægjum hvorki plöntur né steina. Við breytum ekki landslaginu og sleppum því að byggja vörður, þó þær kunni að þykja fallegar. Verum einnig meðvituð um um þau áhrif sem við getum haft á svæði með því að deila myndum af þeim á samfélagsmiðlum og notum tækifærið til að hafa góð áhrif. Töfrar íslenskrar náttúru leynast í hverju horni og það eru forréttindi að búa í landi sem skartar jafn fegurri og fjölbreyttri náttúru. Í því felst einnig ábyrgð og þurfum við öll að hjálpast að til að hægt sé að njóta hennar áfram um ókomna tíð. Gleðilegt ferðasumar! Höfundar eru stjórnarmenn í Landvarðafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Ferðaþjónusta Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú er íslenska ferðasumarið að ganga í garð og fólk eflaust farið að gera plön fyrir hvert það eigi að ferðast í sumar. Í því tilefni langar Landvarðafélagi Íslands að segja nokkur orð um ábyrga ferðamennsku. Ábyrg ferðamennska snýr að því að bæta áfangastaði, bæði sem heimili og sem stað til að heimsækja. Hugtakið var skilgreind árið 2002 í Höfðaborg samhliða heimsráðstefnunni um sjálfbæra þróun. Hugmyndin um umhyggju, ábyrgð og forsjárhyggju fyrir útivist er þó ekki ný af nálinni, en hún hefur verið samgróin lífsháttum margra samfélaga frumbyggja í margar aldir. Í kjölfar „no trace” áætlunarinnar, sem var þróuð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum fyrir ferðalög um óbyggðir, voru sjálfseignarsamtökin Leave No Trace stofnuð árið 1994. Hafa þau sérhæft sig í menntun og fræðslu í náttúruvernd. Samtökin hafa meðal annars þróað nokkrar meginreglur sem snúa að ferðalögum í óbyggðum. Landvarðafélag Íslands hefur tekið þessar reglur upp og aðlagað að íslenskum ferðalögum. Fyrir það fyrsta, þá kemur góður undirbúningur og skipulag að góðum notum við að ná markmiðum ferðalagsins og lágmarka rask á náttúrunni. Kynntu þér þær reglur sem gilda um fyrirhugað ferðasvæði, þekktu veðurspána en vertu jafnframt undirbúinn fyrir erfiðari veðurskilyrðum og hafðu nauðsynlegar neyðarbirgðir meðferðis. Það getur verið í formi mats, fatnaðs og annars búnaðs. Eru leiðsögutækin þín fullhlaðin og ertu með kort og áttavita með þér ef raftækin klikka? Veit einhver um þín ferðaplön? Ef ekki gæti verið sniðugt að skrá ferðina á Safetravel.is. Sem ábyrgur ferðamaður ferðast þú með sem minnstum áhrifum á umhverfið þitt. Haltu þér á merktum stígum og tjaldsvæðum, sé slíkt til staðar. Ef engin tjaldsvæði eru til staðar skaltu velja tjaldstaðinn vel. Forðast skal að tjalda á viðkvæmum gróðum og passað skal upp á að skilja ekkert eftir. Þeir sem ferðast um á vélknúnum farartækjum er skylt samkvæmt lögum að tjalda ávalt á merktum tjaldsvæðum og aka á merktum vegum. Taktu ábyrgð á þínu eigin rusli, mannlegum úrgangi þar meðtöldum. Gott er að vita fyrirfram hvar salernisaðstaða sé til staðar. Ef náttúran kallar, felldu úrganginn í holu og hyldu hann. Í stað þess að skilja salernispappír eftir skaltu taka hann með eða kveikja í og brenna. Allt rusl skal taka með til byggða. Að lokum ætti virðing fyrir lífi og landslagi að endurspeglast í hegðun og á ferðalögum í náttúrunni. Höldum fjarlægð frá villtum dýrum en eltum þau hvorki né fóðrum. Við stígum ekki á mosa eða annan viðkvæman gróður og fjarlægjum hvorki plöntur né steina. Við breytum ekki landslaginu og sleppum því að byggja vörður, þó þær kunni að þykja fallegar. Verum einnig meðvituð um um þau áhrif sem við getum haft á svæði með því að deila myndum af þeim á samfélagsmiðlum og notum tækifærið til að hafa góð áhrif. Töfrar íslenskrar náttúru leynast í hverju horni og það eru forréttindi að búa í landi sem skartar jafn fegurri og fjölbreyttri náttúru. Í því felst einnig ábyrgð og þurfum við öll að hjálpast að til að hægt sé að njóta hennar áfram um ókomna tíð. Gleðilegt ferðasumar! Höfundar eru stjórnarmenn í Landvarðafélagi Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun