Innlent

Upp­sagnir yfir­vofandi á Húsa­vík

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á Húsavík en útlit er fyrir vinnslustöðvun í verksmiðju PCC Bakka í bænum. 

Það myndi þýða að um áttatíu manns missi vinnuna á einu bretti. Við heyrum í forseta sveitastjórnar á staðnum sem líkir áfallinu við það að 3500 Reykvíkingar myndu missa vinnuna á einu bretti.

Þá segjum við frá nýrri UNICEF skýrslu þar sem er fullyrt að rúmlega fjórða hvert ungmenni á Íslandi tali við foreldra sína sjaldnar en einusinni í viku.

Þá fjöllum við einnig um niðurstöður könnunar sem Fjölmiðlanefnd lét gera og bendir til þess að falsfréttum hafi fjölgað mjög hér á landi. Það er í það minnsta tilfinning aðspurðra í könnun sem gerð var eftir síðustu kosningar. 

Í íþróttafréttum verður svo fjallað um afrek Valskvenna sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær, þriðja árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×