„Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. maí 2025 17:31 Ruben Amorim sést hér tala til stuðningsmanna Manchester United eftir leik liðsins gegn Aston Villa á sunnudag. Vísir/Getty Ruben Amorim lofar að leikmenn verði keyptir til Manchester United fyrir næsta tímabil en segir jafnframt að engin þörf sé á stórum leikmannahópi þar sem félagið verður ekki í Meistaradeildinni. Manchester United hefur aldrei gengið jafnilla í ensku úrvalsdeildinni og á nýliðnu tímabili. Félagið endaði í 15. sæti deildarinnar, tapaði átján leikjum og tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham þýðir að félagið verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Engin Evrópukeppni þýðir færri leikir og knattspyrnustjórinn Ruben Amorim vill vinna með fámennari leikmannahóp á næsta tímabili. „Stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum“ „Við gerum tvær áætlanir, með og án Meistaradeildarinnar. Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp,“ sagði Amorim við blaðamenn í upphafi æfingaferðar liðsins til Malasíu og Hong Kong. „Við getum stjórnað hópnum betur. Við erum með áætlanir um að taka inn nýja leikmenn en stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum, að bæta akademínuna,“ bætti Amorim við. Hann sagði fjárhagsreglur UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar einnig hafa sitt að segja. „Við getum ekki gert mjög mikið vegna FFP [Financial Fair Play], jafnvel þó við hefðum náð Meistaradeildinni.“ Amorim er á því að það gæti verið jákvætt að vera ekki með í Meistaradeildinni og þá segir hann mikilvægt að halda fyrirliðanum Bruno Fernandes sem hefur verið orðaður við lið í Sádi Arabíu. „Að vera ekki í Meistaradeildinni gæti verið kostur, að standa okkur betur í deildinni og byggja grunninn fyrir framtíðina. Við þurfum að nýta okkur kostina,“ sem var því næst spurður út í Fernandes. „Þú sérð á frammistöðu hans, leiðtogahæfileikunum og ástríðu hans í leikjum hversu mikilvægt er fyrir okkur að halda honum. Hann vill taka ábyrgð og á að gera það því hann er fyrirliði. Hann er okkur mjög mikilvægur og í því hvernig við sjáum liðið fyrir okkur.“ Ætlar ekki í neitt frí Annars virðist Amorim vera feginn að tímabilið sé á enda en búist er við að fyrstu leikmannakaup félagsins verði tilkynnt á næstu dögum því United er við það að ganga frá samningum við Wolves um kaup á Matheus Cunha. „Það var mikilvægt að ljúka tímabilinu, við þurftum að loka þeim kafla. Ég er spenntur, ég er stressaður og ég vill vinna fram að næsta tímabili Mér finnst ég ekki þurfa að aftengja mig alveg. Við lokuðum þessu tímabili en nú er komið að því nýja og ég er spenntur fyrir því.“ „Ég þarf enga hvíld, ég þarf bara að undirbúa mig fyrir næsta tímabil.“ Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Manchester United hefur aldrei gengið jafnilla í ensku úrvalsdeildinni og á nýliðnu tímabili. Félagið endaði í 15. sæti deildarinnar, tapaði átján leikjum og tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham þýðir að félagið verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Engin Evrópukeppni þýðir færri leikir og knattspyrnustjórinn Ruben Amorim vill vinna með fámennari leikmannahóp á næsta tímabili. „Stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum“ „Við gerum tvær áætlanir, með og án Meistaradeildarinnar. Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp,“ sagði Amorim við blaðamenn í upphafi æfingaferðar liðsins til Malasíu og Hong Kong. „Við getum stjórnað hópnum betur. Við erum með áætlanir um að taka inn nýja leikmenn en stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum, að bæta akademínuna,“ bætti Amorim við. Hann sagði fjárhagsreglur UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar einnig hafa sitt að segja. „Við getum ekki gert mjög mikið vegna FFP [Financial Fair Play], jafnvel þó við hefðum náð Meistaradeildinni.“ Amorim er á því að það gæti verið jákvætt að vera ekki með í Meistaradeildinni og þá segir hann mikilvægt að halda fyrirliðanum Bruno Fernandes sem hefur verið orðaður við lið í Sádi Arabíu. „Að vera ekki í Meistaradeildinni gæti verið kostur, að standa okkur betur í deildinni og byggja grunninn fyrir framtíðina. Við þurfum að nýta okkur kostina,“ sem var því næst spurður út í Fernandes. „Þú sérð á frammistöðu hans, leiðtogahæfileikunum og ástríðu hans í leikjum hversu mikilvægt er fyrir okkur að halda honum. Hann vill taka ábyrgð og á að gera það því hann er fyrirliði. Hann er okkur mjög mikilvægur og í því hvernig við sjáum liðið fyrir okkur.“ Ætlar ekki í neitt frí Annars virðist Amorim vera feginn að tímabilið sé á enda en búist er við að fyrstu leikmannakaup félagsins verði tilkynnt á næstu dögum því United er við það að ganga frá samningum við Wolves um kaup á Matheus Cunha. „Það var mikilvægt að ljúka tímabilinu, við þurftum að loka þeim kafla. Ég er spenntur, ég er stressaður og ég vill vinna fram að næsta tímabili Mér finnst ég ekki þurfa að aftengja mig alveg. Við lokuðum þessu tímabili en nú er komið að því nýja og ég er spenntur fyrir því.“ „Ég þarf enga hvíld, ég þarf bara að undirbúa mig fyrir næsta tímabil.“
Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira