„Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. maí 2025 17:31 Ruben Amorim sést hér tala til stuðningsmanna Manchester United eftir leik liðsins gegn Aston Villa á sunnudag. Vísir/Getty Ruben Amorim lofar að leikmenn verði keyptir til Manchester United fyrir næsta tímabil en segir jafnframt að engin þörf sé á stórum leikmannahópi þar sem félagið verður ekki í Meistaradeildinni. Manchester United hefur aldrei gengið jafnilla í ensku úrvalsdeildinni og á nýliðnu tímabili. Félagið endaði í 15. sæti deildarinnar, tapaði átján leikjum og tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham þýðir að félagið verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Engin Evrópukeppni þýðir færri leikir og knattspyrnustjórinn Ruben Amorim vill vinna með fámennari leikmannahóp á næsta tímabili. „Stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum“ „Við gerum tvær áætlanir, með og án Meistaradeildarinnar. Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp,“ sagði Amorim við blaðamenn í upphafi æfingaferðar liðsins til Malasíu og Hong Kong. „Við getum stjórnað hópnum betur. Við erum með áætlanir um að taka inn nýja leikmenn en stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum, að bæta akademínuna,“ bætti Amorim við. Hann sagði fjárhagsreglur UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar einnig hafa sitt að segja. „Við getum ekki gert mjög mikið vegna FFP [Financial Fair Play], jafnvel þó við hefðum náð Meistaradeildinni.“ Amorim er á því að það gæti verið jákvætt að vera ekki með í Meistaradeildinni og þá segir hann mikilvægt að halda fyrirliðanum Bruno Fernandes sem hefur verið orðaður við lið í Sádi Arabíu. „Að vera ekki í Meistaradeildinni gæti verið kostur, að standa okkur betur í deildinni og byggja grunninn fyrir framtíðina. Við þurfum að nýta okkur kostina,“ sem var því næst spurður út í Fernandes. „Þú sérð á frammistöðu hans, leiðtogahæfileikunum og ástríðu hans í leikjum hversu mikilvægt er fyrir okkur að halda honum. Hann vill taka ábyrgð og á að gera það því hann er fyrirliði. Hann er okkur mjög mikilvægur og í því hvernig við sjáum liðið fyrir okkur.“ Ætlar ekki í neitt frí Annars virðist Amorim vera feginn að tímabilið sé á enda en búist er við að fyrstu leikmannakaup félagsins verði tilkynnt á næstu dögum því United er við það að ganga frá samningum við Wolves um kaup á Matheus Cunha. „Það var mikilvægt að ljúka tímabilinu, við þurftum að loka þeim kafla. Ég er spenntur, ég er stressaður og ég vill vinna fram að næsta tímabili Mér finnst ég ekki þurfa að aftengja mig alveg. Við lokuðum þessu tímabili en nú er komið að því nýja og ég er spenntur fyrir því.“ „Ég þarf enga hvíld, ég þarf bara að undirbúa mig fyrir næsta tímabil.“ Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Manchester United hefur aldrei gengið jafnilla í ensku úrvalsdeildinni og á nýliðnu tímabili. Félagið endaði í 15. sæti deildarinnar, tapaði átján leikjum og tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham þýðir að félagið verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Engin Evrópukeppni þýðir færri leikir og knattspyrnustjórinn Ruben Amorim vill vinna með fámennari leikmannahóp á næsta tímabili. „Stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum“ „Við gerum tvær áætlanir, með og án Meistaradeildarinnar. Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp,“ sagði Amorim við blaðamenn í upphafi æfingaferðar liðsins til Malasíu og Hong Kong. „Við getum stjórnað hópnum betur. Við erum með áætlanir um að taka inn nýja leikmenn en stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum, að bæta akademínuna,“ bætti Amorim við. Hann sagði fjárhagsreglur UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar einnig hafa sitt að segja. „Við getum ekki gert mjög mikið vegna FFP [Financial Fair Play], jafnvel þó við hefðum náð Meistaradeildinni.“ Amorim er á því að það gæti verið jákvætt að vera ekki með í Meistaradeildinni og þá segir hann mikilvægt að halda fyrirliðanum Bruno Fernandes sem hefur verið orðaður við lið í Sádi Arabíu. „Að vera ekki í Meistaradeildinni gæti verið kostur, að standa okkur betur í deildinni og byggja grunninn fyrir framtíðina. Við þurfum að nýta okkur kostina,“ sem var því næst spurður út í Fernandes. „Þú sérð á frammistöðu hans, leiðtogahæfileikunum og ástríðu hans í leikjum hversu mikilvægt er fyrir okkur að halda honum. Hann vill taka ábyrgð og á að gera það því hann er fyrirliði. Hann er okkur mjög mikilvægur og í því hvernig við sjáum liðið fyrir okkur.“ Ætlar ekki í neitt frí Annars virðist Amorim vera feginn að tímabilið sé á enda en búist er við að fyrstu leikmannakaup félagsins verði tilkynnt á næstu dögum því United er við það að ganga frá samningum við Wolves um kaup á Matheus Cunha. „Það var mikilvægt að ljúka tímabilinu, við þurftum að loka þeim kafla. Ég er spenntur, ég er stressaður og ég vill vinna fram að næsta tímabili Mér finnst ég ekki þurfa að aftengja mig alveg. Við lokuðum þessu tímabili en nú er komið að því nýja og ég er spenntur fyrir því.“ „Ég þarf enga hvíld, ég þarf bara að undirbúa mig fyrir næsta tímabil.“
Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira