Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­leikur Sambandsdeildarinnar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Antony og Cole Palmer verða í eldlínunni í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Antony og Cole Palmer verða í eldlínunni í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í kvöld. Vísir/Getty

Stórleikur er á dagskrá í kvöld þegar úrslitaleikur Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Wroclaw í Póllandi. Þá gæti Oklahoma City Thunder tryggt sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Fjórði leikur Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves hefst skömmu eftir miðnætti. Thunder er 3-1 yfir í einvíginu og með sigri í leiknum tryggir liðið sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar.

Vodafone Sport

Úrslitaleikur Sambandsdeildar Evrópu verður í beinni útsendingu klukkan 18:45 en leikurinn fer fram í Wroclaw í Póllandi. Þar mætast lið Chelsea frá Englandi og Real Betis frá Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×