Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 28. maí 2025 13:00 Nýverið birti ég grein í Kópavogsblaðinu sem bar titilinn „Viljum við að Kópavogur verði eins og Reykjavík?“ þar sem ég fór yfir óvæntar nýjar áherslur í skipulagi Kópavogs. Árið 2015 var kynnt nýtt skipulag fyrir Reykjavík og snerist það allt um Borgarlínuna, lest sem átti að greiða fyrir samgöngur í höfuðborginni. Í gegnum árin hafa hugmyndir um lestar breyst í sporvagna og er nú nýjasta útfærslan að mála strætó bláan og fjölga sérakreinum. Í kjölfarið hefur Reykjavíkurborg eytt mörgum árum og milljónum í að þrengja að bílum, stækka gjaltökusvæði og byggja húsnæði án bílastæða. Allt ætti þetta að styðja við uppbyggingu Borgarlínu og lífsstíls án bíla. Ef veðrátta undanfarnar vikur hefur kennt okkur eitthvað þá ætti það að vera augljóst að fjölskyldur með börn eiga ekki séns í bíllausan lífsstíl, hvað þá fjölskyldur í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Börn passa einfaldlega ekki inn í plönin og er því ekki að furða að skortur sé á leikskólaplássum, í allri þessari uppbyggingu virðast þau hafa gleymst. Þrátt fyrir þetta sér maður augljós áhrif skemmdarstefnu Reykjavíkur í Kópavogi og nágrenni. Í nýja hverfinu á Kársnesi og fyrirtækjasvæðinu á Dalvegi er nær ómögulegt að fá gesti sökum skorts á bílastæðum, gjaldtökusvæði eru stækkuð og nú skrifar bærinn uppá að borga 315+ milljónir króna árlega í að þrengja að umferð í Kópavogi svo bláu strætóarnir geti keyrt í gegnum hverfin okkar, svo ekki sé minnst á Fossvogsbrúna sem verður dýrari með hverjum klukkutímanum. Á 10 árum hafa Borgarlínuverkefnið og Betri Samgöngur ohf. skilað af sér fallegum 3D myndum og þyngri umferð. Þó ég sé persónulega búinn að fá mig fullsaddann þá tel ég að ákvörðun um framhaldið þurfi að vera í höndum bæjarbúa. Hvenær vorum við spurð hvort við viljum taka þátt í Borgarlínunni? Fækka bílastæðum? Byggja hverfi fyrir bíllausan lífsstíl? Skuldsetja sveitarfélagið okkar svo Reykjavík fái sínu framgengt? Rödd bæjarbúa verður að fá að heyrast og af því tilefni bjóðum við í Miðflokksdeild Kópavogs til samtals við bæjarbúa laugardaginn 7. júní kl. 13:00 í Hamraborg 1. Á næsta ári gefst Kópavogsbúum tækifæri til þess að kjósa um framtíðina í þessum málum. Það verður ekki tekið af bæjarstjórninni að hún hefur gert margt gott í fjármálum bæjarins og fann skammtímalausn í leikskólamálum en nú þarf að grípa í taumanna á Reykjavíkurvæðingu bæjarins áður en bæjarbúar flýja til annarra sveitarfélaga. Það er gott að búa í Kópavogi, höldum því þannig. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Kópavogur Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið birti ég grein í Kópavogsblaðinu sem bar titilinn „Viljum við að Kópavogur verði eins og Reykjavík?“ þar sem ég fór yfir óvæntar nýjar áherslur í skipulagi Kópavogs. Árið 2015 var kynnt nýtt skipulag fyrir Reykjavík og snerist það allt um Borgarlínuna, lest sem átti að greiða fyrir samgöngur í höfuðborginni. Í gegnum árin hafa hugmyndir um lestar breyst í sporvagna og er nú nýjasta útfærslan að mála strætó bláan og fjölga sérakreinum. Í kjölfarið hefur Reykjavíkurborg eytt mörgum árum og milljónum í að þrengja að bílum, stækka gjaltökusvæði og byggja húsnæði án bílastæða. Allt ætti þetta að styðja við uppbyggingu Borgarlínu og lífsstíls án bíla. Ef veðrátta undanfarnar vikur hefur kennt okkur eitthvað þá ætti það að vera augljóst að fjölskyldur með börn eiga ekki séns í bíllausan lífsstíl, hvað þá fjölskyldur í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Börn passa einfaldlega ekki inn í plönin og er því ekki að furða að skortur sé á leikskólaplássum, í allri þessari uppbyggingu virðast þau hafa gleymst. Þrátt fyrir þetta sér maður augljós áhrif skemmdarstefnu Reykjavíkur í Kópavogi og nágrenni. Í nýja hverfinu á Kársnesi og fyrirtækjasvæðinu á Dalvegi er nær ómögulegt að fá gesti sökum skorts á bílastæðum, gjaldtökusvæði eru stækkuð og nú skrifar bærinn uppá að borga 315+ milljónir króna árlega í að þrengja að umferð í Kópavogi svo bláu strætóarnir geti keyrt í gegnum hverfin okkar, svo ekki sé minnst á Fossvogsbrúna sem verður dýrari með hverjum klukkutímanum. Á 10 árum hafa Borgarlínuverkefnið og Betri Samgöngur ohf. skilað af sér fallegum 3D myndum og þyngri umferð. Þó ég sé persónulega búinn að fá mig fullsaddann þá tel ég að ákvörðun um framhaldið þurfi að vera í höndum bæjarbúa. Hvenær vorum við spurð hvort við viljum taka þátt í Borgarlínunni? Fækka bílastæðum? Byggja hverfi fyrir bíllausan lífsstíl? Skuldsetja sveitarfélagið okkar svo Reykjavík fái sínu framgengt? Rödd bæjarbúa verður að fá að heyrast og af því tilefni bjóðum við í Miðflokksdeild Kópavogs til samtals við bæjarbúa laugardaginn 7. júní kl. 13:00 í Hamraborg 1. Á næsta ári gefst Kópavogsbúum tækifæri til þess að kjósa um framtíðina í þessum málum. Það verður ekki tekið af bæjarstjórninni að hún hefur gert margt gott í fjármálum bæjarins og fann skammtímalausn í leikskólamálum en nú þarf að grípa í taumanna á Reykjavíkurvæðingu bæjarins áður en bæjarbúar flýja til annarra sveitarfélaga. Það er gott að búa í Kópavogi, höldum því þannig. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun