Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. maí 2025 19:31 20 milljónir hurfu úr bankabókinni og var engin leið til að fá þær aftur. vísir/vilhelm Dæmi eru um að fólk sem fellur fyrir netsviki tapi allt að 20 milljónum á svipstundu með því að samþykkja einfalda beiðni í símanum. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til að tilkynna netsvik tafarlaust þrátt fyrir skömm. Hver klukkutími skiptir máli. Þó nokkuð hefur verið fjallað um mikla aukningu fjársvika sem fara fram á netinu eða með öðrum leiðum í gegnum síma og tölvur. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar komist yfir himinháar upphæðir á svipstundu þegar fólk samþylkir einfalda beiðni í flýti. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða metfjölda tilkynninga vegna netsvika það sem af er ári. „Þetta kemur oft í skorpum, fer eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Það geta komið tíu á einum degi mjög snögglega.“ Dæmi séu um að fólk veigri sér við að tilkynna vegna skammar sem fylgir því að falla fyrir netsvindli eða sambærilegu gabbi. Guðjón ítrekar að hafa samband við banka og lögregluna tafarlaust. Hver klukkutími skipti máli. „Það er náttúrulega mjög algengt að þetta gerist um helgar, þegar að bankar eru lokaðir og þess háttar. Það gefur þeim meiri tíma til að koma peningnum undan. Það má segja að fyrstu 72 klukkustundirnar séu lykilatriði. Eftir 24 til 72 klukkustundir er þetta orðið nánast litlar sem engar líkur.“ Spurður hvað sé alvarlegasta brotið sem hann muni eftir koma nokkur sambærileg mál til huga þar sem fólk var ginnt með fölskum fjárfestingartækifærum í formi rafmynta og annars slíks. „Þá erum við að sjá um og yfir 20 milljónir sem fara mjög hratt. Þar sem aðili, í raun og veru opnar rafrænuskilríkin sín. Opnar inn á bankann og þá er bankabókin tæmd. “ Gat hann fengið þann pening til baka? „Því þetta var ekki einstakt mál, heldur var ég að lýsa nokkrum málum í þessu tilviki. Þá er það sjaldnast þannig.“ Hann segir oft á tíðum um lævísa fagmenn að ræða sem beiti ýmsum klækjum og brögðum. „Þetta eru í raun og veru atvinnumenn í því sem þeir gera. Þar af leiðandi eru þeir að nýta það að fólk vilji ná sér í skjótan gróða. Nýta sér trúgirni fólks í ástarmálum. Í raun og veru leika sér með tilfinningar fólks. Ef það er of gott til að vera satt þá er það líklega ekki satt.“ Lögreglumál Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Þó nokkuð hefur verið fjallað um mikla aukningu fjársvika sem fara fram á netinu eða með öðrum leiðum í gegnum síma og tölvur. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar komist yfir himinháar upphæðir á svipstundu þegar fólk samþylkir einfalda beiðni í flýti. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða metfjölda tilkynninga vegna netsvika það sem af er ári. „Þetta kemur oft í skorpum, fer eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Það geta komið tíu á einum degi mjög snögglega.“ Dæmi séu um að fólk veigri sér við að tilkynna vegna skammar sem fylgir því að falla fyrir netsvindli eða sambærilegu gabbi. Guðjón ítrekar að hafa samband við banka og lögregluna tafarlaust. Hver klukkutími skipti máli. „Það er náttúrulega mjög algengt að þetta gerist um helgar, þegar að bankar eru lokaðir og þess háttar. Það gefur þeim meiri tíma til að koma peningnum undan. Það má segja að fyrstu 72 klukkustundirnar séu lykilatriði. Eftir 24 til 72 klukkustundir er þetta orðið nánast litlar sem engar líkur.“ Spurður hvað sé alvarlegasta brotið sem hann muni eftir koma nokkur sambærileg mál til huga þar sem fólk var ginnt með fölskum fjárfestingartækifærum í formi rafmynta og annars slíks. „Þá erum við að sjá um og yfir 20 milljónir sem fara mjög hratt. Þar sem aðili, í raun og veru opnar rafrænuskilríkin sín. Opnar inn á bankann og þá er bankabókin tæmd. “ Gat hann fengið þann pening til baka? „Því þetta var ekki einstakt mál, heldur var ég að lýsa nokkrum málum í þessu tilviki. Þá er það sjaldnast þannig.“ Hann segir oft á tíðum um lævísa fagmenn að ræða sem beiti ýmsum klækjum og brögðum. „Þetta eru í raun og veru atvinnumenn í því sem þeir gera. Þar af leiðandi eru þeir að nýta það að fólk vilji ná sér í skjótan gróða. Nýta sér trúgirni fólks í ástarmálum. Í raun og veru leika sér með tilfinningar fólks. Ef það er of gott til að vera satt þá er það líklega ekki satt.“
Lögreglumál Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira