Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. maí 2025 09:32 Landsréttur kvað upp dóm í máli Bergvins Oddssonar í gær. Vísir Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Bergvini Oddssyni, fyrrverandi formanni Blindrafélags Íslands, fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum á veitingastað og hosteli í Vestmannaeyjum. Í héraði var Bergvin dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinni til tveggja ára, vegna brotanna. Landsréttur staðfesti dóminn í gær, óbreyttan að öðru leyti en að miskabætur til eins brotaþola voru hækkaðar. Brotin þrjú voru gerð árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Tveir brotaþolanna eru konur sem störfuðu á veitingastað þar sem Bergvin var yfirmaður. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnsta kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í apríl 2024. Dómurum þótti málflutningur Bergvins í málinu ótrúverðugur, en hann neitaði sök. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómurinn benti á að maki konunnar hefði verið á svæðinu og með aðgang að hostelherberginu og hefði getað komið inn á hverri stundu. Því talið ótrúverðugt. Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Allt ótrúverðugar málsbætur að mati dómsins. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands um sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Aftur á móti dæmdi Landsréttur fyrsta brotaþolanum, sem varð fyrir brotinu á hostelinu, hærri miskabætur. Honum ber að greiða konunni 500 þúsund krónur í stað 350 þúsunda. Öðrum brotaþolanum voru einnig dæmdar 500 þúsund krónur en þeim þriðja ein milljón króna í miskabætur. Bergvini er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað, sem nemur tæpum 2,8 milljónum króna. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Í héraði var Bergvin dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinni til tveggja ára, vegna brotanna. Landsréttur staðfesti dóminn í gær, óbreyttan að öðru leyti en að miskabætur til eins brotaþola voru hækkaðar. Brotin þrjú voru gerð árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Tveir brotaþolanna eru konur sem störfuðu á veitingastað þar sem Bergvin var yfirmaður. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnsta kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í apríl 2024. Dómurum þótti málflutningur Bergvins í málinu ótrúverðugur, en hann neitaði sök. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómurinn benti á að maki konunnar hefði verið á svæðinu og með aðgang að hostelherberginu og hefði getað komið inn á hverri stundu. Því talið ótrúverðugt. Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Allt ótrúverðugar málsbætur að mati dómsins. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands um sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Aftur á móti dæmdi Landsréttur fyrsta brotaþolanum, sem varð fyrir brotinu á hostelinu, hærri miskabætur. Honum ber að greiða konunni 500 þúsund krónur í stað 350 þúsunda. Öðrum brotaþolanum voru einnig dæmdar 500 þúsund krónur en þeim þriðja ein milljón króna í miskabætur. Bergvini er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað, sem nemur tæpum 2,8 milljónum króna.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira