Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. maí 2025 09:32 Landsréttur kvað upp dóm í máli Bergvins Oddssonar í gær. Vísir Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Bergvini Oddssyni, fyrrverandi formanni Blindrafélags Íslands, fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum á veitingastað og hosteli í Vestmannaeyjum. Í héraði var Bergvin dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinni til tveggja ára, vegna brotanna. Landsréttur staðfesti dóminn í gær, óbreyttan að öðru leyti en að miskabætur til eins brotaþola voru hækkaðar. Brotin þrjú voru gerð árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Tveir brotaþolanna eru konur sem störfuðu á veitingastað þar sem Bergvin var yfirmaður. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnsta kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í apríl 2024. Dómurum þótti málflutningur Bergvins í málinu ótrúverðugur, en hann neitaði sök. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómurinn benti á að maki konunnar hefði verið á svæðinu og með aðgang að hostelherberginu og hefði getað komið inn á hverri stundu. Því talið ótrúverðugt. Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Allt ótrúverðugar málsbætur að mati dómsins. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands um sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Aftur á móti dæmdi Landsréttur fyrsta brotaþolanum, sem varð fyrir brotinu á hostelinu, hærri miskabætur. Honum ber að greiða konunni 500 þúsund krónur í stað 350 þúsunda. Öðrum brotaþolanum voru einnig dæmdar 500 þúsund krónur en þeim þriðja ein milljón króna í miskabætur. Bergvini er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað, sem nemur tæpum 2,8 milljónum króna. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Í héraði var Bergvin dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinni til tveggja ára, vegna brotanna. Landsréttur staðfesti dóminn í gær, óbreyttan að öðru leyti en að miskabætur til eins brotaþola voru hækkaðar. Brotin þrjú voru gerð árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Tveir brotaþolanna eru konur sem störfuðu á veitingastað þar sem Bergvin var yfirmaður. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnsta kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í apríl 2024. Dómurum þótti málflutningur Bergvins í málinu ótrúverðugur, en hann neitaði sök. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómurinn benti á að maki konunnar hefði verið á svæðinu og með aðgang að hostelherberginu og hefði getað komið inn á hverri stundu. Því talið ótrúverðugt. Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Allt ótrúverðugar málsbætur að mati dómsins. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands um sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Aftur á móti dæmdi Landsréttur fyrsta brotaþolanum, sem varð fyrir brotinu á hostelinu, hærri miskabætur. Honum ber að greiða konunni 500 þúsund krónur í stað 350 þúsunda. Öðrum brotaþolanum voru einnig dæmdar 500 þúsund krónur en þeim þriðja ein milljón króna í miskabætur. Bergvini er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað, sem nemur tæpum 2,8 milljónum króna.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira