Heimir uppskar hrossahlátur: „Sagði ekki farið til fjandans“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 08:01 Heimir Hallgrímsson sló á létta strengi á blaðamannafundi. Getty/Ben McShane Írskir blaðamenn höfðu svo sannarlega gaman að svörum Heimis Hallgrímssonar þegar hann var spurður út í möguleikann á því að framherjinn eftirsótti Liam Delap myndi spila fyrir hann hjá írska landsliðinu í fótbolta. Delap, sem virðist vera á förum frá Ipswich til Chelsea í sumar, er í nýjasta U21-landsliðshópi Englands. Hann mætti hins vegar allt eins spila fyrir Írland rétt eins og pabbi hans, Rory Delap, gerði. Rory spilaði ellefu A-landsleiki fyrir Írland á árunum 1998-2004, til að mynda með John O‘Shea núverandi aðstoðarþjálfara Heimis. „Við höfum sest niður með honum, já. Sögðum honum bara að við myndum elska það að hafa hann í okkar hópi. En fókusinn hjá honum núna er á U21 [Englands],“ sagði Heimir sem var þá spurður hvort að nokkur einasti áhugi væri hjá Delap á að spila fyrir Írland: „Tja, hann sagði ekki farið til fjandans [e. „fuck off],“ svaraði þá Eyjamaðurinn kankvís og uppskar skellihlátur samkvæmt Irish News. ‘Well, he didn’t say f**k off!’ - Heimir Hallgrimsson on chat with Ireland-eligible star Liam Delap https://t.co/RXiay6PsK5— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) May 30, 2025 Í grein miðilsins segir að nú þegar tæpt ár sé liðið frá því að Heimir var ráðinn til Írlands sé hann vel liðinn hjá írskum fjölmiðlum, með sinn norræna húmor sem sé ekki svo ólíkur þeim írska. Hann leggi sig fram við að skapa gott samband og virðist hafa tekist það vel. Undir stjórn Heimis hafa Írar unnið fjóra leiki en tapað fjórum. Írar héldu sér uppi í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars með sigri á Búlgaríu í umspili, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Írland á nú fyrir höndum tvo vináttulandsleiki, gegn Senegal á heimavelli 6. júní og Lúxemborg á útivelli 10. júní, áður en undankeppni HM tekur svo við í haust þar sem Írar eru í riðli með Ungverjalandi, Armeníu og Portúgal. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Delap, sem virðist vera á förum frá Ipswich til Chelsea í sumar, er í nýjasta U21-landsliðshópi Englands. Hann mætti hins vegar allt eins spila fyrir Írland rétt eins og pabbi hans, Rory Delap, gerði. Rory spilaði ellefu A-landsleiki fyrir Írland á árunum 1998-2004, til að mynda með John O‘Shea núverandi aðstoðarþjálfara Heimis. „Við höfum sest niður með honum, já. Sögðum honum bara að við myndum elska það að hafa hann í okkar hópi. En fókusinn hjá honum núna er á U21 [Englands],“ sagði Heimir sem var þá spurður hvort að nokkur einasti áhugi væri hjá Delap á að spila fyrir Írland: „Tja, hann sagði ekki farið til fjandans [e. „fuck off],“ svaraði þá Eyjamaðurinn kankvís og uppskar skellihlátur samkvæmt Irish News. ‘Well, he didn’t say f**k off!’ - Heimir Hallgrimsson on chat with Ireland-eligible star Liam Delap https://t.co/RXiay6PsK5— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) May 30, 2025 Í grein miðilsins segir að nú þegar tæpt ár sé liðið frá því að Heimir var ráðinn til Írlands sé hann vel liðinn hjá írskum fjölmiðlum, með sinn norræna húmor sem sé ekki svo ólíkur þeim írska. Hann leggi sig fram við að skapa gott samband og virðist hafa tekist það vel. Undir stjórn Heimis hafa Írar unnið fjóra leiki en tapað fjórum. Írar héldu sér uppi í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars með sigri á Búlgaríu í umspili, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Írland á nú fyrir höndum tvo vináttulandsleiki, gegn Senegal á heimavelli 6. júní og Lúxemborg á útivelli 10. júní, áður en undankeppni HM tekur svo við í haust þar sem Írar eru í riðli með Ungverjalandi, Armeníu og Portúgal.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira