Öll mörkin í Bestu: Stjarnan tætti KR í sig og ÍA valtaði yfir Blika Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 08:39 Örvar Eggertsson skoraði fjórða mark Stjörnunnar gegn KR í gærkvöld. Stöð 2 Sport Víkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með 20 stig eftir sigur sinn gegn Vestra í gær, þegar níunda umferðin var öll leikin. Vestri og Breiðablik koma í næstum sætum og Valur er í 4. sæti með 15 stig eftir að hafa orðið fyrsta liðið til að fagna sigri í Mosfellsbæ í sumar. Í lokaleik gærdagsins komst Stjarnan í 3-0 á fyrstu ellefu mínútum leiksins, með mörkum Emils Atlasonar, Alex Þórs Haukssonar og Benedikts Warén. Aron Sigurðarson minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik en Örvar Eggertsson komst svo einn gegn markverði og jók muninn í 4-1 snemma í seinni hálfleik. Hjalti Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir KR í uppbótartíma Í toppslagnum á Ísafirði kom eina markið í fyrri hálfleik, úr vítaspyrnu Viktors Örlygs Andrasonar, sem Tarik Ibrahimagic krækti í gegn sínum gömlu samherjum. Valur fékk einnig vítaspyrnu, í Mosfellsbæ, sem Patrick Pedersen skoraði úr og Aron Jóhannsson bætti við seinna markinu fyrir hálfleik. Þetta var fyrsta tap nýliðanna í Aftureldingu á heimavelli í sumar. Í Úlfarsárdal fagnaði KA afar sætum sigri gegn Fram, 2-1, þar sem Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson reyndist hetjan en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Vuk Oskar Dimitrijevic hafði komið Fram yfir en Ásgeir Sigurgeirsson jafnað rétt fyrir hálfleik. ÍBV vann dísætan sigur á FH á grasinu á Þórsvelli í Eyjum. Úlfur Ágúst Björnsson skoraði mark FH af löngu færi, eftir mistök markvarðarins Marcels Zayptowski. Hermann Þór Ragnarsson jafnaði metin með langþráðu marki fyrir ÍBV og í uppbótartíma náði Sverrir Páll Hjaltested að skora sigurmark Eyjamanna. Skagamenn gerðu sér svo lítið fyrir og skelltu Breiðabliki á Kópavogsvelli, 4-1. Þeir komust í 3-0 með mörkum á ellefu mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik, frá Erik Tobias Sandberg, Ómari Birni Stefánssyni og Viktori Jónssyni, áður en Tobias Thomsen minnkaði muninn úr víti. Manni fleiri eftir rautt spjald Arnórs Gauta Jónssonar á 69. mínútu innsiglaði ÍA sigurinn í lokin með marki Gísla Laxdal Unnarssonar. Besta deild karla Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Í lokaleik gærdagsins komst Stjarnan í 3-0 á fyrstu ellefu mínútum leiksins, með mörkum Emils Atlasonar, Alex Þórs Haukssonar og Benedikts Warén. Aron Sigurðarson minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik en Örvar Eggertsson komst svo einn gegn markverði og jók muninn í 4-1 snemma í seinni hálfleik. Hjalti Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir KR í uppbótartíma Í toppslagnum á Ísafirði kom eina markið í fyrri hálfleik, úr vítaspyrnu Viktors Örlygs Andrasonar, sem Tarik Ibrahimagic krækti í gegn sínum gömlu samherjum. Valur fékk einnig vítaspyrnu, í Mosfellsbæ, sem Patrick Pedersen skoraði úr og Aron Jóhannsson bætti við seinna markinu fyrir hálfleik. Þetta var fyrsta tap nýliðanna í Aftureldingu á heimavelli í sumar. Í Úlfarsárdal fagnaði KA afar sætum sigri gegn Fram, 2-1, þar sem Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson reyndist hetjan en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Vuk Oskar Dimitrijevic hafði komið Fram yfir en Ásgeir Sigurgeirsson jafnað rétt fyrir hálfleik. ÍBV vann dísætan sigur á FH á grasinu á Þórsvelli í Eyjum. Úlfur Ágúst Björnsson skoraði mark FH af löngu færi, eftir mistök markvarðarins Marcels Zayptowski. Hermann Þór Ragnarsson jafnaði metin með langþráðu marki fyrir ÍBV og í uppbótartíma náði Sverrir Páll Hjaltested að skora sigurmark Eyjamanna. Skagamenn gerðu sér svo lítið fyrir og skelltu Breiðabliki á Kópavogsvelli, 4-1. Þeir komust í 3-0 með mörkum á ellefu mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik, frá Erik Tobias Sandberg, Ómari Birni Stefánssyni og Viktori Jónssyni, áður en Tobias Thomsen minnkaði muninn úr víti. Manni fleiri eftir rautt spjald Arnórs Gauta Jónssonar á 69. mínútu innsiglaði ÍA sigurinn í lokin með marki Gísla Laxdal Unnarssonar.
Besta deild karla Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira