„Yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. maí 2025 11:54 Hrunakirkja í Hrunamannahreppi. Kirkjan.is Fjölmenn bænastund var haldin í Hrunakirkju í gærkvöldi vegna tíu ára drengs sem lést í slysi við Hvítá í fyrradag. Sóknarpresturinn segir stundina hafa verið áhrifaríka en margir finni nú til. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um seint á sjötta tímanum í fyrradag um að dráttavél hefði runnið fram af háum bakka Hvítár í Hrunamannahreppi og hafnað ofan í ánni. Ökumaðurinn fannst skömmu eftir slysið og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann hét Víglundur Þorsteinsson, fæddur 2015 og bjó í Haukholtum ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum. Klukkan átta í gærkvöldi var haldin bænastund í Hrunakirkju vegna slyssins. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur segir samfélagið í sveitinni lítið og standa þétt saman nú á þessum erfiðu tímum. „Það var náttúrulega fullt út úr dyrum. Þar komum við sveitungarnir saman og tókum utan um hvort annað og reyndum að virkja allt þetta mannlega og styrkinn sem við höfum sem samfélag þegar svona harmur ríður yfir samfélagið. Þetta var ákaflega sterk og áhrifarík stund þar sem við finnum styrkinn hvert af öðru í þeim ótrúlega harmi sem við erum að ganga í gengum sem samfélag,“ segir Óskar Hafsteinn. „Fólk stóð í kringum kirkjuna en sem betur fer var veðrið gott þannig að það var alveg fram eftir kvöldi staðið úti við kirkjuna og fólk að tala saman og taka utan um hvort annað. Þetta var bara yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar.“ Margir finni nú til. „ Ekki bara samfélagið hér. Hann hafði snertifleti þessi drengur við fólk hér í öllum uppsveitum og langt út fyrir það og líka fólk sem að kannski þekkir ekki til fjölskyldunnar. Ég held að við finnum bara öll til sem þjóð þegar að svona hörmulegt slys verður og þegar barn á í hlut. Það er þungbærara en orð fá lýst en þá skiptir máli að vera mannnleg og sýna ást og kærleika á vináttu og þá reynir á okkur og það erum við að gera núna.“ Þá var önnur bænastund haldin fyrir hádegi með samnemendum Víglundar og foreldrum þeirra. „Svo náttúrulega er stóra verkefnið framundan að reyna að haldast í hendur og styðja hvert annað og styrkja og þar búum við vel að vera í góðu og sterku og traustu samfélagi,“ segir Óskar Hafsteinn. Hrunamannahreppur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um seint á sjötta tímanum í fyrradag um að dráttavél hefði runnið fram af háum bakka Hvítár í Hrunamannahreppi og hafnað ofan í ánni. Ökumaðurinn fannst skömmu eftir slysið og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann hét Víglundur Þorsteinsson, fæddur 2015 og bjó í Haukholtum ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum. Klukkan átta í gærkvöldi var haldin bænastund í Hrunakirkju vegna slyssins. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur segir samfélagið í sveitinni lítið og standa þétt saman nú á þessum erfiðu tímum. „Það var náttúrulega fullt út úr dyrum. Þar komum við sveitungarnir saman og tókum utan um hvort annað og reyndum að virkja allt þetta mannlega og styrkinn sem við höfum sem samfélag þegar svona harmur ríður yfir samfélagið. Þetta var ákaflega sterk og áhrifarík stund þar sem við finnum styrkinn hvert af öðru í þeim ótrúlega harmi sem við erum að ganga í gengum sem samfélag,“ segir Óskar Hafsteinn. „Fólk stóð í kringum kirkjuna en sem betur fer var veðrið gott þannig að það var alveg fram eftir kvöldi staðið úti við kirkjuna og fólk að tala saman og taka utan um hvort annað. Þetta var bara yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar.“ Margir finni nú til. „ Ekki bara samfélagið hér. Hann hafði snertifleti þessi drengur við fólk hér í öllum uppsveitum og langt út fyrir það og líka fólk sem að kannski þekkir ekki til fjölskyldunnar. Ég held að við finnum bara öll til sem þjóð þegar að svona hörmulegt slys verður og þegar barn á í hlut. Það er þungbærara en orð fá lýst en þá skiptir máli að vera mannnleg og sýna ást og kærleika á vináttu og þá reynir á okkur og það erum við að gera núna.“ Þá var önnur bænastund haldin fyrir hádegi með samnemendum Víglundar og foreldrum þeirra. „Svo náttúrulega er stóra verkefnið framundan að reyna að haldast í hendur og styðja hvert annað og styrkja og þar búum við vel að vera í góðu og sterku og traustu samfélagi,“ segir Óskar Hafsteinn.
Hrunamannahreppur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira