„Við erum engir rasistar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2025 19:14 Sigfús Aðalsteinsson er skipuleggjandi mótmælanna. Vísir/Viktor Freyr Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. Hundruð mótmælenda voru saman komnir á Austurvelli klukkan tvö, margir þeirra með íslenskan fána. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. „Það eru til tvær tegundir af innflytjendum. Fólkið sem kemur til Íslands, vinnur, sest að og lærir íslensku. Svo hitt pakkið sem spyr: „Hvar er bónuspokinn? Hvar er frímiðinn í vídjó?“ segir Erlingur Arnarson, einn mótmælenda. „Það er í húfi okkar menning og land og þjóð. Það er ekki verið að hugsa um land og þjóð heldur einhverja alþjóðlega hagsmuni,“ segir Elín. Íslenski fáninn var áberandi á mótmælunum.Vísir/Viktor Freyr „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ segir Brynjar Barkarson tónlistarmaður sem flutti ræðu á mótmælunum. Og þér finnst það ekki vera gert í dag? „Nei.“ Þegar mótmælin voru að hefjast safnaðist saman annar hópur mótmælenda sem kvaðst vera að mótmæla rasisma í þjóðfélaginu. Hópurinn reyndi hvað hann gat að trufla ræður með sírenuvæli, bauli og köllum. „Þetta er bara hreinn rasismi. Að horfa á heilar þjóðir sem nauðgara og árásarmenn. Þetta er bara ógeðslegt,“ segir mótmælandi sem vildi ekki koma fram undir nafni. Fólk hafði lítinn húmor fyrir trufluninni og þrátt fyrir ákall skipuleggjenda um að allt færi friðsamlega fram kom til stimpinga milli mótmælenda. Skipuleggjandi mótmælanna segist hafa fengið óbeina hótun úr hópi þeirra sem sökuðu mótmælendur um rasisma. „Þau létu mig vita að því að þau vissu hvar ég ætti heima, hvað símanúmerið mitt væri, hvernig bíl ég ætti. Það skiptir mig engu máli. Þau mega standa þarna og njóta þess sem þau eru að gera, en þau misskilja þetta því miður. Við erum engir rasistar. Við erum bara að hugsa um framtíð unga fólksins og okkar,“ segir Sigfús Aðalsteinsson, skipuleggjandi mótmælanna. Mótmælin enduðu með samsöng og tilkynnti Sigfús að þetta væru ekki síðustu mótmælin sem hann skipuleggur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að hópurinn hafi verið á vegum No Borders-samtakanna. Meðlimir segja það ósatt og það er hér með leiðrétt. Þó voru einhverjir þeirra merktir No Borders og með fána frá samtökunum. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Hundruð mótmælenda voru saman komnir á Austurvelli klukkan tvö, margir þeirra með íslenskan fána. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. „Það eru til tvær tegundir af innflytjendum. Fólkið sem kemur til Íslands, vinnur, sest að og lærir íslensku. Svo hitt pakkið sem spyr: „Hvar er bónuspokinn? Hvar er frímiðinn í vídjó?“ segir Erlingur Arnarson, einn mótmælenda. „Það er í húfi okkar menning og land og þjóð. Það er ekki verið að hugsa um land og þjóð heldur einhverja alþjóðlega hagsmuni,“ segir Elín. Íslenski fáninn var áberandi á mótmælunum.Vísir/Viktor Freyr „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ segir Brynjar Barkarson tónlistarmaður sem flutti ræðu á mótmælunum. Og þér finnst það ekki vera gert í dag? „Nei.“ Þegar mótmælin voru að hefjast safnaðist saman annar hópur mótmælenda sem kvaðst vera að mótmæla rasisma í þjóðfélaginu. Hópurinn reyndi hvað hann gat að trufla ræður með sírenuvæli, bauli og köllum. „Þetta er bara hreinn rasismi. Að horfa á heilar þjóðir sem nauðgara og árásarmenn. Þetta er bara ógeðslegt,“ segir mótmælandi sem vildi ekki koma fram undir nafni. Fólk hafði lítinn húmor fyrir trufluninni og þrátt fyrir ákall skipuleggjenda um að allt færi friðsamlega fram kom til stimpinga milli mótmælenda. Skipuleggjandi mótmælanna segist hafa fengið óbeina hótun úr hópi þeirra sem sökuðu mótmælendur um rasisma. „Þau létu mig vita að því að þau vissu hvar ég ætti heima, hvað símanúmerið mitt væri, hvernig bíl ég ætti. Það skiptir mig engu máli. Þau mega standa þarna og njóta þess sem þau eru að gera, en þau misskilja þetta því miður. Við erum engir rasistar. Við erum bara að hugsa um framtíð unga fólksins og okkar,“ segir Sigfús Aðalsteinsson, skipuleggjandi mótmælanna. Mótmælin enduðu með samsöng og tilkynnti Sigfús að þetta væru ekki síðustu mótmælin sem hann skipuleggur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að hópurinn hafi verið á vegum No Borders-samtakanna. Meðlimir segja það ósatt og það er hér með leiðrétt. Þó voru einhverjir þeirra merktir No Borders og með fána frá samtökunum.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira