56.000 krónur í vasa Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 1. júní 2025 09:31 Eitt brýnasta hagsmunamál heimila á Íslandi er að tryggt sé nægjanlegt framboð af húsnæði sem mætir þörfum fjölskyldna. Á höfuðborgarsvæðinu hefur skortur á slíku húsnæði valdið verðhækkunum sem hafa hrint af stað keðjuverkun: hærra fasteignaverð, aukin verðbólga og hærri vextir. Allt bitnar þetta á heimilunum – ekki bara í formi hærri vaxtakostnaðar. Færri gera sér grein fyrir hvernig þessi þróun hefur einnig skilað sér í hærri fasteignagjöldum, sem í raun má kalla dulda skattheimtu. Í stað þess að taka pólitíska ákvörðun um skattahækkun hafa mörg sveitarfélög notið góðs af hækkandi fasteignamati með hærri tekjum af fasteignagjöldum og þar með hækkað álögur á íbúa. Þannig má með einföldum hætti segja að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð fengið nokkuð frítt spil í skattahækkunum á liðnum árum með hækkandi húsnæðisverði og hærri fasteignagjöldum. Íbúar upplifa þetta beint og í samtölum mínum við bæjarbúa koma ítrekað fram áhyggjur af fasteignagjöldum. Þessi gjöld eru stór hluti af mánaðarlegum kostnaði heimilanna, sérstaklega í ljósi annarra hækkana sem dynja á þeim. Því skiptir öllu máli að sveitarfélagið taki ábyrgð og stilli álögum í hóf. Fasteignagjöld í Kópavogi hafa lækkað síðustu ár Kópavogsbær hefur eitt fárra sveitarfélaga lækkað fasteignagjöld að raunvirði á undanförnum árum og í dag eru þau í Kópavogi almennt lægri en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Af tíu stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjöldin að raunvirði, líkt og sést á neðangreindri mynd. Á þessu kjörtímabili hefur Kópavogsbær lækkað fasteignagjöld um samtals einn milljarð króna á þessu kjörtímabili, eða um 56.000 krónur á hvert heimili í Kópavogi á hverju einasta ári. Þessar krónur sitja eftir í vösum bæjarbúa í stað þess að renna í bæjarsjóð. Þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir árlega nýtt fasteignamat – sem ákvarðar skattstofn næsta árs – hefur það að jafnaði leitt til aukinna álagningar á íbúa og fyrirtæki. Á næsta ári mun fasteignamat hækka um 9,7% á íbúðarhúsnæði og 4,2% á atvinnuhúsnæði í Kópavogi, en þessum hækkunum verður ekki fleytt áfram heldur hyggst bærinn sem fyrr bregðast við með lækkun álagningarhlutfalls, svo gjöldin haldist áfram hófleg. Við sem gegnum forystu í Kópavogi trúum því að sveitarfélag geti bæði veitt góða þjónustu og haldið sköttum lágum. Það krefst forgangsröðunar, ábyrgðar og vilja til að spyrja: er þessi skattheimta sanngjörn? Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta hagsmunamál heimila á Íslandi er að tryggt sé nægjanlegt framboð af húsnæði sem mætir þörfum fjölskyldna. Á höfuðborgarsvæðinu hefur skortur á slíku húsnæði valdið verðhækkunum sem hafa hrint af stað keðjuverkun: hærra fasteignaverð, aukin verðbólga og hærri vextir. Allt bitnar þetta á heimilunum – ekki bara í formi hærri vaxtakostnaðar. Færri gera sér grein fyrir hvernig þessi þróun hefur einnig skilað sér í hærri fasteignagjöldum, sem í raun má kalla dulda skattheimtu. Í stað þess að taka pólitíska ákvörðun um skattahækkun hafa mörg sveitarfélög notið góðs af hækkandi fasteignamati með hærri tekjum af fasteignagjöldum og þar með hækkað álögur á íbúa. Þannig má með einföldum hætti segja að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð fengið nokkuð frítt spil í skattahækkunum á liðnum árum með hækkandi húsnæðisverði og hærri fasteignagjöldum. Íbúar upplifa þetta beint og í samtölum mínum við bæjarbúa koma ítrekað fram áhyggjur af fasteignagjöldum. Þessi gjöld eru stór hluti af mánaðarlegum kostnaði heimilanna, sérstaklega í ljósi annarra hækkana sem dynja á þeim. Því skiptir öllu máli að sveitarfélagið taki ábyrgð og stilli álögum í hóf. Fasteignagjöld í Kópavogi hafa lækkað síðustu ár Kópavogsbær hefur eitt fárra sveitarfélaga lækkað fasteignagjöld að raunvirði á undanförnum árum og í dag eru þau í Kópavogi almennt lægri en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Af tíu stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjöldin að raunvirði, líkt og sést á neðangreindri mynd. Á þessu kjörtímabili hefur Kópavogsbær lækkað fasteignagjöld um samtals einn milljarð króna á þessu kjörtímabili, eða um 56.000 krónur á hvert heimili í Kópavogi á hverju einasta ári. Þessar krónur sitja eftir í vösum bæjarbúa í stað þess að renna í bæjarsjóð. Þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir árlega nýtt fasteignamat – sem ákvarðar skattstofn næsta árs – hefur það að jafnaði leitt til aukinna álagningar á íbúa og fyrirtæki. Á næsta ári mun fasteignamat hækka um 9,7% á íbúðarhúsnæði og 4,2% á atvinnuhúsnæði í Kópavogi, en þessum hækkunum verður ekki fleytt áfram heldur hyggst bærinn sem fyrr bregðast við með lækkun álagningarhlutfalls, svo gjöldin haldist áfram hófleg. Við sem gegnum forystu í Kópavogi trúum því að sveitarfélag geti bæði veitt góða þjónustu og haldið sköttum lágum. Það krefst forgangsröðunar, ábyrgðar og vilja til að spyrja: er þessi skattheimta sanngjörn? Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun