56.000 krónur í vasa Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 1. júní 2025 09:31 Eitt brýnasta hagsmunamál heimila á Íslandi er að tryggt sé nægjanlegt framboð af húsnæði sem mætir þörfum fjölskyldna. Á höfuðborgarsvæðinu hefur skortur á slíku húsnæði valdið verðhækkunum sem hafa hrint af stað keðjuverkun: hærra fasteignaverð, aukin verðbólga og hærri vextir. Allt bitnar þetta á heimilunum – ekki bara í formi hærri vaxtakostnaðar. Færri gera sér grein fyrir hvernig þessi þróun hefur einnig skilað sér í hærri fasteignagjöldum, sem í raun má kalla dulda skattheimtu. Í stað þess að taka pólitíska ákvörðun um skattahækkun hafa mörg sveitarfélög notið góðs af hækkandi fasteignamati með hærri tekjum af fasteignagjöldum og þar með hækkað álögur á íbúa. Þannig má með einföldum hætti segja að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð fengið nokkuð frítt spil í skattahækkunum á liðnum árum með hækkandi húsnæðisverði og hærri fasteignagjöldum. Íbúar upplifa þetta beint og í samtölum mínum við bæjarbúa koma ítrekað fram áhyggjur af fasteignagjöldum. Þessi gjöld eru stór hluti af mánaðarlegum kostnaði heimilanna, sérstaklega í ljósi annarra hækkana sem dynja á þeim. Því skiptir öllu máli að sveitarfélagið taki ábyrgð og stilli álögum í hóf. Fasteignagjöld í Kópavogi hafa lækkað síðustu ár Kópavogsbær hefur eitt fárra sveitarfélaga lækkað fasteignagjöld að raunvirði á undanförnum árum og í dag eru þau í Kópavogi almennt lægri en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Af tíu stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjöldin að raunvirði, líkt og sést á neðangreindri mynd. Á þessu kjörtímabili hefur Kópavogsbær lækkað fasteignagjöld um samtals einn milljarð króna á þessu kjörtímabili, eða um 56.000 krónur á hvert heimili í Kópavogi á hverju einasta ári. Þessar krónur sitja eftir í vösum bæjarbúa í stað þess að renna í bæjarsjóð. Þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir árlega nýtt fasteignamat – sem ákvarðar skattstofn næsta árs – hefur það að jafnaði leitt til aukinna álagningar á íbúa og fyrirtæki. Á næsta ári mun fasteignamat hækka um 9,7% á íbúðarhúsnæði og 4,2% á atvinnuhúsnæði í Kópavogi, en þessum hækkunum verður ekki fleytt áfram heldur hyggst bærinn sem fyrr bregðast við með lækkun álagningarhlutfalls, svo gjöldin haldist áfram hófleg. Við sem gegnum forystu í Kópavogi trúum því að sveitarfélag geti bæði veitt góða þjónustu og haldið sköttum lágum. Það krefst forgangsröðunar, ábyrgðar og vilja til að spyrja: er þessi skattheimta sanngjörn? Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta hagsmunamál heimila á Íslandi er að tryggt sé nægjanlegt framboð af húsnæði sem mætir þörfum fjölskyldna. Á höfuðborgarsvæðinu hefur skortur á slíku húsnæði valdið verðhækkunum sem hafa hrint af stað keðjuverkun: hærra fasteignaverð, aukin verðbólga og hærri vextir. Allt bitnar þetta á heimilunum – ekki bara í formi hærri vaxtakostnaðar. Færri gera sér grein fyrir hvernig þessi þróun hefur einnig skilað sér í hærri fasteignagjöldum, sem í raun má kalla dulda skattheimtu. Í stað þess að taka pólitíska ákvörðun um skattahækkun hafa mörg sveitarfélög notið góðs af hækkandi fasteignamati með hærri tekjum af fasteignagjöldum og þar með hækkað álögur á íbúa. Þannig má með einföldum hætti segja að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð fengið nokkuð frítt spil í skattahækkunum á liðnum árum með hækkandi húsnæðisverði og hærri fasteignagjöldum. Íbúar upplifa þetta beint og í samtölum mínum við bæjarbúa koma ítrekað fram áhyggjur af fasteignagjöldum. Þessi gjöld eru stór hluti af mánaðarlegum kostnaði heimilanna, sérstaklega í ljósi annarra hækkana sem dynja á þeim. Því skiptir öllu máli að sveitarfélagið taki ábyrgð og stilli álögum í hóf. Fasteignagjöld í Kópavogi hafa lækkað síðustu ár Kópavogsbær hefur eitt fárra sveitarfélaga lækkað fasteignagjöld að raunvirði á undanförnum árum og í dag eru þau í Kópavogi almennt lægri en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Af tíu stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjöldin að raunvirði, líkt og sést á neðangreindri mynd. Á þessu kjörtímabili hefur Kópavogsbær lækkað fasteignagjöld um samtals einn milljarð króna á þessu kjörtímabili, eða um 56.000 krónur á hvert heimili í Kópavogi á hverju einasta ári. Þessar krónur sitja eftir í vösum bæjarbúa í stað þess að renna í bæjarsjóð. Þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir árlega nýtt fasteignamat – sem ákvarðar skattstofn næsta árs – hefur það að jafnaði leitt til aukinna álagningar á íbúa og fyrirtæki. Á næsta ári mun fasteignamat hækka um 9,7% á íbúðarhúsnæði og 4,2% á atvinnuhúsnæði í Kópavogi, en þessum hækkunum verður ekki fleytt áfram heldur hyggst bærinn sem fyrr bregðast við með lækkun álagningarhlutfalls, svo gjöldin haldist áfram hófleg. Við sem gegnum forystu í Kópavogi trúum því að sveitarfélag geti bæði veitt góða þjónustu og haldið sköttum lágum. Það krefst forgangsröðunar, ábyrgðar og vilja til að spyrja: er þessi skattheimta sanngjörn? Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun