„Erum með sjö stigum meira en á sama tíma í fyrra“ Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2025 20:41 Hallgrímur Jónasson sá sína menn gera jafntefli við Stjörnuna í dag. vísir/Anton Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var með blendnar tilfinningar eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli þar sem KA jafnaði leikinn undir lok leiks. Alex Þór Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk að líta rautt spjald seint í fyrri hálfleik og lék KA því manni fleira stóran hluta leiksins. „Svolítið blendnar tilfinningar. Ánægður með að við náðum að skora í lokin. Fyrri hálfleikur var erfiður, við byrjuðum leikinn virkilega vel, settum pressu á þá og fáum dauðafæri þar sem Ásgeir (Sigurgeirsson) fær skalla á markteig sem hann ver vel, síðan eftir svona fimm, sex mínútur fannst mér þeir svona komast meira inn í leikinn og síðan tóku þeir bara yfir leikinn og Stjarnan spiluðu bara frábærlega í fyrri hálfleik.” „Við vorum í erfiðleikum varnarlega og síðan tölum við um og lögum það í hálfleik. Við náttúrulega erum einum fleiri eftir rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiks og ég er virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Við stjórnum honum gjörsamlega og náum svona að pinna þá niður. Náum fullt af fyrirgjöfum, fullt af hornum og hefðum getað skorað meira en komum til baka, skoruðum, sýnum karakter og hefðum getað skorað fleiri, boltinn fer í slá og eins og mér er sagt þá áttum við að fá víti líka. Það sem ég tek með mér er flottur seinni hálfleikur og gott að ná að koma til baka.” KA svikið um víti? Samúel Kári varði boltann með hendi í eigin vítateig eftir skot frá Bjarna Aðalsteinssyni á 60. mínútu en ekkert var dæmt, KA-mönnum til mikillar gremju. Hallgrímur kveðst ekki vera búinn að skoða atvikið aftur en hann fékk gult spjald fyrir mótmæli. „Ég hef ekki náð því, en þeir bara útskýra það að Elíasi (Inga Árnasyni, dómara leiksins) fannst hann fara í hausinn á honum en ekki höndina á honum og þá bara dæmir hann það sem hann heldur að hann sjái.Það virtist enginn af dómurunum sjá það og ég efast ekki um það að þeir hefðu dæmt það ef þeir hefðu séð það og það er ekki eitthvað sem ég nenni mikið að vera spá í. Er meira að spá í hvað við erum að gera og ég er ánægður með strákana þrátt fyrir þetta atvik sem maður upplifir mjög ósanngjarnt þá höldum við áfram og við skorum og vorum í raun bara óheppnir að skora ekki fleiri mörk miðað við hvað við vorum með margar fyrirgjafir og horn og einhverja aðra bolta inni í teig.” Kærkomið frí eftir fjóra taplausa leiki í röð KA hefur er nú taplaust í fjórum leikjum í röð eftir erfiða byrjun og er tveggja vikna landsleikjahlé framundan. Hefði Hallgrímur frekar villjað halda áfram meðan liðið er safna stigum en að fara í pásu? „Ég held að það sé bara ágætt að það komi smá pása núna. Hóparnir hjá liðunum eru smá svona þreyttir. Það eru meiðsli hér og þar, líka hjá okkur, þannig ég held það sé bara kærkomið frí. Ánægður með karakterinn hjá okkur enn og aftur að koma til baka. Ég held við séum með sjö stigum meira en á sama tíma í fyrra, eins ótrúlegt og það er, svo er deildin bara öðruvísi, þetta er ótrúlega jafnt, það virðast allir geta unnið alla og það er stutt upp og niður þannig við förum bara með góða tilfinningu inn í fríið og mætum enn þá sterkari eftir frí.” Valdimar Logi Sævarsson, 19 ára leikmaður KA, kom inn á á 87. mínútu og kom sér undir eins í tvö góð færi sem skapaði m.a. hornspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Hallgrímur gat ekki verið annað en ánægður með innkomu piltsins. „Hann bara gerir vel. Kemur inn og er góður á boltanum, með góðar sendingar, með nef fyrir svona góðum sendingum milli lína og inn í. Hann kom inn á og stóð sig vel. Ég er líka ánægður með að hann fór á fullu í návígin og var að vinna skallabolta, þannig bara frábært, hann er ungur og efnilegur strákur sem hefur spilað fullt af leikjum fyrir okkur og við vitum alveg hvað hann getur. Hann átti erfiðan vetur, meiðsli, en alltaf gaman að sjá unga stráka koma inn á og standa sig vel.“ Besta deild karla KA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
„Svolítið blendnar tilfinningar. Ánægður með að við náðum að skora í lokin. Fyrri hálfleikur var erfiður, við byrjuðum leikinn virkilega vel, settum pressu á þá og fáum dauðafæri þar sem Ásgeir (Sigurgeirsson) fær skalla á markteig sem hann ver vel, síðan eftir svona fimm, sex mínútur fannst mér þeir svona komast meira inn í leikinn og síðan tóku þeir bara yfir leikinn og Stjarnan spiluðu bara frábærlega í fyrri hálfleik.” „Við vorum í erfiðleikum varnarlega og síðan tölum við um og lögum það í hálfleik. Við náttúrulega erum einum fleiri eftir rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiks og ég er virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Við stjórnum honum gjörsamlega og náum svona að pinna þá niður. Náum fullt af fyrirgjöfum, fullt af hornum og hefðum getað skorað meira en komum til baka, skoruðum, sýnum karakter og hefðum getað skorað fleiri, boltinn fer í slá og eins og mér er sagt þá áttum við að fá víti líka. Það sem ég tek með mér er flottur seinni hálfleikur og gott að ná að koma til baka.” KA svikið um víti? Samúel Kári varði boltann með hendi í eigin vítateig eftir skot frá Bjarna Aðalsteinssyni á 60. mínútu en ekkert var dæmt, KA-mönnum til mikillar gremju. Hallgrímur kveðst ekki vera búinn að skoða atvikið aftur en hann fékk gult spjald fyrir mótmæli. „Ég hef ekki náð því, en þeir bara útskýra það að Elíasi (Inga Árnasyni, dómara leiksins) fannst hann fara í hausinn á honum en ekki höndina á honum og þá bara dæmir hann það sem hann heldur að hann sjái.Það virtist enginn af dómurunum sjá það og ég efast ekki um það að þeir hefðu dæmt það ef þeir hefðu séð það og það er ekki eitthvað sem ég nenni mikið að vera spá í. Er meira að spá í hvað við erum að gera og ég er ánægður með strákana þrátt fyrir þetta atvik sem maður upplifir mjög ósanngjarnt þá höldum við áfram og við skorum og vorum í raun bara óheppnir að skora ekki fleiri mörk miðað við hvað við vorum með margar fyrirgjafir og horn og einhverja aðra bolta inni í teig.” Kærkomið frí eftir fjóra taplausa leiki í röð KA hefur er nú taplaust í fjórum leikjum í röð eftir erfiða byrjun og er tveggja vikna landsleikjahlé framundan. Hefði Hallgrímur frekar villjað halda áfram meðan liðið er safna stigum en að fara í pásu? „Ég held að það sé bara ágætt að það komi smá pása núna. Hóparnir hjá liðunum eru smá svona þreyttir. Það eru meiðsli hér og þar, líka hjá okkur, þannig ég held það sé bara kærkomið frí. Ánægður með karakterinn hjá okkur enn og aftur að koma til baka. Ég held við séum með sjö stigum meira en á sama tíma í fyrra, eins ótrúlegt og það er, svo er deildin bara öðruvísi, þetta er ótrúlega jafnt, það virðast allir geta unnið alla og það er stutt upp og niður þannig við förum bara með góða tilfinningu inn í fríið og mætum enn þá sterkari eftir frí.” Valdimar Logi Sævarsson, 19 ára leikmaður KA, kom inn á á 87. mínútu og kom sér undir eins í tvö góð færi sem skapaði m.a. hornspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Hallgrímur gat ekki verið annað en ánægður með innkomu piltsins. „Hann bara gerir vel. Kemur inn og er góður á boltanum, með góðar sendingar, með nef fyrir svona góðum sendingum milli lína og inn í. Hann kom inn á og stóð sig vel. Ég er líka ánægður með að hann fór á fullu í návígin og var að vinna skallabolta, þannig bara frábært, hann er ungur og efnilegur strákur sem hefur spilað fullt af leikjum fyrir okkur og við vitum alveg hvað hann getur. Hann átti erfiðan vetur, meiðsli, en alltaf gaman að sjá unga stráka koma inn á og standa sig vel.“
Besta deild karla KA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira