„Getum alveg fundið glufur“ gegn Frakklandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 13:00 Hildur Antonsdóttir segir Ísland þurfa að halda liðinu þéttu og finna réttu leiðirnar fram á við. vísir / lýður Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við erum bara spenntar að spila á móti Frökkum hérna heima, á nýju grasi á Laugardalsvelli. Allir leikir í A-deild eru erfiðir en það hjálpar okkur bara að verða betra lið“ sagði Hildur í viðtali við Aron Guðmundsson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hildur fyrir leikinn gegn Frakklandi Hildur var, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt með niðurstöðuna gegn Noregi síðasta föstudag. Ísland leiddi leikinn lengst af en þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir sjálfsmark undir lokin. Ísland situr í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með fjögur stig, Noregur er þar fyrir ofan með fimm stig en Sviss er sæti neðar með tvö stig. Sviss og Noregur mætast á sama tíma og Ísland tekur á móti toppliði Frakklands á morgun. „Þær eru með mjög sterka einstaklinga innan síns liðs en ég held að við getum alveg fundið glufur þarna á milli. Við erum með frábæra leikmenn fram á við sem eiga að geta strítt þeim. Ef við höldum liðinu þéttu og finnum réttu leiðina fram á við eigum við að geta strítt þeim aðeins“ sagði Hildur um frönsku andstæðingana. Leikurinn verður sá fyrsti á nýjum Laugardalsvelli. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. „Nýtt gras og allt, þó það sé kannski smá leiðinlegt veður. Íslendingar eru nú vanir því, þannig að ég vona að sem flestir mæti og styðji við okkur“ sagði Hildur í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Miðasölu á leik Íslands og Frakklands má finna í hlekknum hér. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
„Við erum bara spenntar að spila á móti Frökkum hérna heima, á nýju grasi á Laugardalsvelli. Allir leikir í A-deild eru erfiðir en það hjálpar okkur bara að verða betra lið“ sagði Hildur í viðtali við Aron Guðmundsson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hildur fyrir leikinn gegn Frakklandi Hildur var, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt með niðurstöðuna gegn Noregi síðasta föstudag. Ísland leiddi leikinn lengst af en þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir sjálfsmark undir lokin. Ísland situr í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með fjögur stig, Noregur er þar fyrir ofan með fimm stig en Sviss er sæti neðar með tvö stig. Sviss og Noregur mætast á sama tíma og Ísland tekur á móti toppliði Frakklands á morgun. „Þær eru með mjög sterka einstaklinga innan síns liðs en ég held að við getum alveg fundið glufur þarna á milli. Við erum með frábæra leikmenn fram á við sem eiga að geta strítt þeim. Ef við höldum liðinu þéttu og finnum réttu leiðina fram á við eigum við að geta strítt þeim aðeins“ sagði Hildur um frönsku andstæðingana. Leikurinn verður sá fyrsti á nýjum Laugardalsvelli. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. „Nýtt gras og allt, þó það sé kannski smá leiðinlegt veður. Íslendingar eru nú vanir því, þannig að ég vona að sem flestir mæti og styðji við okkur“ sagði Hildur í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Miðasölu á leik Íslands og Frakklands má finna í hlekknum hér.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti