Sérfræðingar ESB gagnrýna áform þess um að útvatna loftslagsmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2025 13:26 Sjálfboðaliðar planta fenjaviði á Balí í Indónesíu. Framkvæmdastjórn ESB íhugar að leyfa aðildarríkjum sambandsins að styðja slík verkefni með kaupum á kolefniseiningum í stað þess að draga úr eigin losun til þess að ná loftslagsmarkmiði sínu fyrir árið 2040. Vísir/EPA Sérstakt vísindaráð Evrópusambandsins í loftslagsmálum gagnrýnir harðlega áform sambandsins um að leyfa aðildarríkjunum að nota alþjóðlegar kolefniseiningar upp í eigin skuldbindingar. Þær megi ekki koma í staðinn fyrir samdrátt í losun aðildarríkjanna sjálfra. Framkvæmdastjórn ESB ætlar að kynna á næstunni drög að næsta stóra áfanga í loftslagsaðgerðum sínum, níutíu prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Núverandi markmið gerir ráð fyrir 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en Ísland er þátttakandi í því. Til þess að liðka fyrir samþykkt nýja markmiðsins fyrir 2040 á meðal aðildarríkjanna er framkvæmdastjórnin sögð ætla að leyfa þeim í fyrsta skipti að telja fram svokallaðar alþjóðlegar kolefniseiningar, fjárfestingar í loftslagsaðgerðum utan þeirra eigin landamæra. Ríki eins og Þýsksland, Frakkland og Pólland hafa farið fram á þetta. Þessu andmælir vísindaráð ESB um loftslagsbreytingar, óháð ráð vísindamanna sem á að veita sambandinu ráð um loftslagsaðgerðir, harðlega í nýrri sextíu blaðsíðna skýrslu. Ráðið segist ekki mæla með því að alþjóðlegar kolefniseiningar verði notaðar í staðinn fyrir samrátt í losun innanlands til þess að ná markmiðunum fyrir 2040. „Það ætti ekki að grafa undan heilindum landsmarkmiðanna með þessum alþjóðlegu aðgerðum,“ sagði Ottmar Edenhofer, formaður vísindaráðsins við fréttamenn í dag, að sögn evrópsku útgáfu blaðsins Politico. Dragi úr samkeppnishæfni og orkuöryggi Yfirlýsingar vísindaráðsins eru sagðar marka tímamót því það hefur ekki áður skipt sér með svo beinum hætti af pólitískum aðgerðum sem eru til umræðu. Séfræðingarnir segja að ef ESB-ríki ákveði að kaupa kolefniseiningar verði þær að vera viðbót við þeirra eigin aðgerðir til þess að draga úr losun, ekki koma í staðinn fyrir þær. Með því að færa samdrátt í losun yfir á önnur ríki væri í raun dregið úr metnaði aðgerða í Evrópu. „Að stefna á lægra markmið setti ekki aðeins árangur ESB að þessu marki í hættu heldur græfi það undan sjálfbærni, samkeppnishæfni til lengri tíma og orkuöryggi á tímum óvissu í alþjóðastjórnmálum,“ segir í skýrslunni sem var gefin út í dag. Talsmaður sambandsins segir framkvæmdastjórnina fagna áliti ráðsins og að innlegg þess verði tekið til skoðunar áður en tillögur um markmiðið fyrir 2040 verða lagðar fram. Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB ætlar að kynna á næstunni drög að næsta stóra áfanga í loftslagsaðgerðum sínum, níutíu prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Núverandi markmið gerir ráð fyrir 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en Ísland er þátttakandi í því. Til þess að liðka fyrir samþykkt nýja markmiðsins fyrir 2040 á meðal aðildarríkjanna er framkvæmdastjórnin sögð ætla að leyfa þeim í fyrsta skipti að telja fram svokallaðar alþjóðlegar kolefniseiningar, fjárfestingar í loftslagsaðgerðum utan þeirra eigin landamæra. Ríki eins og Þýsksland, Frakkland og Pólland hafa farið fram á þetta. Þessu andmælir vísindaráð ESB um loftslagsbreytingar, óháð ráð vísindamanna sem á að veita sambandinu ráð um loftslagsaðgerðir, harðlega í nýrri sextíu blaðsíðna skýrslu. Ráðið segist ekki mæla með því að alþjóðlegar kolefniseiningar verði notaðar í staðinn fyrir samrátt í losun innanlands til þess að ná markmiðunum fyrir 2040. „Það ætti ekki að grafa undan heilindum landsmarkmiðanna með þessum alþjóðlegu aðgerðum,“ sagði Ottmar Edenhofer, formaður vísindaráðsins við fréttamenn í dag, að sögn evrópsku útgáfu blaðsins Politico. Dragi úr samkeppnishæfni og orkuöryggi Yfirlýsingar vísindaráðsins eru sagðar marka tímamót því það hefur ekki áður skipt sér með svo beinum hætti af pólitískum aðgerðum sem eru til umræðu. Séfræðingarnir segja að ef ESB-ríki ákveði að kaupa kolefniseiningar verði þær að vera viðbót við þeirra eigin aðgerðir til þess að draga úr losun, ekki koma í staðinn fyrir þær. Með því að færa samdrátt í losun yfir á önnur ríki væri í raun dregið úr metnaði aðgerða í Evrópu. „Að stefna á lægra markmið setti ekki aðeins árangur ESB að þessu marki í hættu heldur græfi það undan sjálfbærni, samkeppnishæfni til lengri tíma og orkuöryggi á tímum óvissu í alþjóðastjórnmálum,“ segir í skýrslunni sem var gefin út í dag. Talsmaður sambandsins segir framkvæmdastjórnina fagna áliti ráðsins og að innlegg þess verði tekið til skoðunar áður en tillögur um markmiðið fyrir 2040 verða lagðar fram.
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira