Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. júní 2025 21:17 Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að „hinir meintu verkefnastjórar“ ættu mögulega að sækja „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“. Vísir/Einar Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. Frá áramótum hafa tólf frumvörp verið samþykkt og fimmtíu þingmál eru í nefndum. Þar af eru mörg stór og umdeild og það stærsta án efa veiðigjöldin sem búast má við að verði fyrirferðamikil miðað við að þingmenn settu met í lengd fyrstu umræðu. Í nefndum eru fleiri stór mál líkt og leigubifreiðafrumvarp innviðaráðherra sem bindur starfsleyfi við leigubílastöð, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. Ógrynni af málum bíður afgreiðslu nokkrum dögum fyrir sumarfrí þingsins. Ganga má út frá því að þingstörf muni lengjast fram á sumar. Víisr/Grafík Búvörulagafrumvarp sem fellir burt umdeildar breytingar fyrri ríkisstjórnar á búvörulögum og breytingar dómsmálaráðherra á útlendingalögum, sem fela í sér að heimilt verður að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem hafa hlotið dóm fyrir alvarleg afbrot. Þar að auki bíða hátt í fimmtíu mál fyrstu umræðu, þar af stór hluti frá stjórnarandstöðu, og tuttugu mál bíða annarrar eða þriðju umræðu. Ríkisstjórn gagnrýnd Þónokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu á þingfundi dagsins hve mörg stór og mikilvæg mál væru enn að berast í fyrstu umræðu í dag. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins og Ingibjörg Isaksen þingmaður Framsóknar létu meðal annars heyra í sér. „Það eru að koma inn fjöldamörg ný mál frá ríkisstjórninni, til dæmis frumvarp um strandveiðar sem á eftir að mæla fyrir. Og ég bara spyr, hvernig ætla menn að ljúka þessu þingi?“ sagði Karl Gauti. „Hér köllum við eftir forgangsröðun um hvaða mál við viljum klára. Og hvaða mál er ásættanlegt að bíði haustsins,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina vegna frumvarps um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem sett var á dagskrá til fyrstu umræðu í dag. „Þetta er risa mál sem varðar hverja einustu manneskju á Íslandi og við erum að hefja fyrstu umræðu um það í dag,“ sagði Guðrún. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra svaraði henni fullum hálsi. „Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að stjórnarandstaðan ætli í alvörunni að reyna að hafa af lífeyrisþegum þá fjóra milljarða sem er verið að tryggja þeim með þessu frumvarpi. Ætli í alvörunni að standa gegn því að við skilum lífeyrisþegum raunverulega þeim ávinningi sem stefnt var að með endurskoðun örorkulífeyriskerfisins.“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um málþóf. „Ef háttvirt stjórnarandstaða telur það til sóma að tefja lýðræðislega afgreiðslu mála hér inni á Alþingi Íslendinga, eins og hér hefur verið viðhaft, jafnvel mál sem öll stjórnarandstaðan er einhuga um. Fríverslunarsamningur við Tæland og hvað þá annað? Að geta eytt sex til átta klukkustundum. Þetta er lítilsvirðandi framkoma gagnvart þjóðinni allri.“ Þinglokum mögulega frestað um nokkra daga Þingmenn bæði meiri- og minnihlutans hafa sagst tilbúnir að funda langt fram á sumar sé á því þörf. Samkvæmt þingskapalögum á þinghlé að hefjast 1. júlí og ljúka 10. ágúst þannig að vel er hægt að funda fram að þeim tíma. Sigmar Guðmundsson og Hildur Sverrisdóttir þingflokksformenn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins ræddu við fréttamann í kvöldfréttum. Sigmar segir þingveturinn gjarnan enda með samkomulagi milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. „Það eru vissulega mörg mál eftir en það er engin nýlunda í því sem hér er í gangi,“ segir Sigmar sem segir líkur á nokkrum þingfundardögum í viðbót og að umræður dragist í einhverjum tilfellum fram á kvöld. Hildur hljómar ekki jafn bjartsýn. „Hin meinta verkstjórn ætti mögulega að taka einhvers konar byrjendanámskeið í verkefnastjórnun. Hér hefur ekki verið haldið nógu vel á spilunum og það að það séu enn að koma risastór kerfismál inn á þingið í fyrstu umræðu, það er nýlunda,“ segir Hildur. „Það er auðvitað bara vanvirðing við þingið, vanvirðing við þingsköpin og þann ramma sem þingsköpin gefa lýðræðislegri umræðu hér.“ Þrátt fyrir það tekur hún undir með Sigmari að í hvert skipti náist samningar um þinglok, hún geri ráð fyrir að þau nálgist en það sé meirihlutans að bjóða til þess samtals. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Strandveiðar Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Frá áramótum hafa tólf frumvörp verið samþykkt og fimmtíu þingmál eru í nefndum. Þar af eru mörg stór og umdeild og það stærsta án efa veiðigjöldin sem búast má við að verði fyrirferðamikil miðað við að þingmenn settu met í lengd fyrstu umræðu. Í nefndum eru fleiri stór mál líkt og leigubifreiðafrumvarp innviðaráðherra sem bindur starfsleyfi við leigubílastöð, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. Ógrynni af málum bíður afgreiðslu nokkrum dögum fyrir sumarfrí þingsins. Ganga má út frá því að þingstörf muni lengjast fram á sumar. Víisr/Grafík Búvörulagafrumvarp sem fellir burt umdeildar breytingar fyrri ríkisstjórnar á búvörulögum og breytingar dómsmálaráðherra á útlendingalögum, sem fela í sér að heimilt verður að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem hafa hlotið dóm fyrir alvarleg afbrot. Þar að auki bíða hátt í fimmtíu mál fyrstu umræðu, þar af stór hluti frá stjórnarandstöðu, og tuttugu mál bíða annarrar eða þriðju umræðu. Ríkisstjórn gagnrýnd Þónokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu á þingfundi dagsins hve mörg stór og mikilvæg mál væru enn að berast í fyrstu umræðu í dag. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins og Ingibjörg Isaksen þingmaður Framsóknar létu meðal annars heyra í sér. „Það eru að koma inn fjöldamörg ný mál frá ríkisstjórninni, til dæmis frumvarp um strandveiðar sem á eftir að mæla fyrir. Og ég bara spyr, hvernig ætla menn að ljúka þessu þingi?“ sagði Karl Gauti. „Hér köllum við eftir forgangsröðun um hvaða mál við viljum klára. Og hvaða mál er ásættanlegt að bíði haustsins,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina vegna frumvarps um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem sett var á dagskrá til fyrstu umræðu í dag. „Þetta er risa mál sem varðar hverja einustu manneskju á Íslandi og við erum að hefja fyrstu umræðu um það í dag,“ sagði Guðrún. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra svaraði henni fullum hálsi. „Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að stjórnarandstaðan ætli í alvörunni að reyna að hafa af lífeyrisþegum þá fjóra milljarða sem er verið að tryggja þeim með þessu frumvarpi. Ætli í alvörunni að standa gegn því að við skilum lífeyrisþegum raunverulega þeim ávinningi sem stefnt var að með endurskoðun örorkulífeyriskerfisins.“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um málþóf. „Ef háttvirt stjórnarandstaða telur það til sóma að tefja lýðræðislega afgreiðslu mála hér inni á Alþingi Íslendinga, eins og hér hefur verið viðhaft, jafnvel mál sem öll stjórnarandstaðan er einhuga um. Fríverslunarsamningur við Tæland og hvað þá annað? Að geta eytt sex til átta klukkustundum. Þetta er lítilsvirðandi framkoma gagnvart þjóðinni allri.“ Þinglokum mögulega frestað um nokkra daga Þingmenn bæði meiri- og minnihlutans hafa sagst tilbúnir að funda langt fram á sumar sé á því þörf. Samkvæmt þingskapalögum á þinghlé að hefjast 1. júlí og ljúka 10. ágúst þannig að vel er hægt að funda fram að þeim tíma. Sigmar Guðmundsson og Hildur Sverrisdóttir þingflokksformenn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins ræddu við fréttamann í kvöldfréttum. Sigmar segir þingveturinn gjarnan enda með samkomulagi milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. „Það eru vissulega mörg mál eftir en það er engin nýlunda í því sem hér er í gangi,“ segir Sigmar sem segir líkur á nokkrum þingfundardögum í viðbót og að umræður dragist í einhverjum tilfellum fram á kvöld. Hildur hljómar ekki jafn bjartsýn. „Hin meinta verkstjórn ætti mögulega að taka einhvers konar byrjendanámskeið í verkefnastjórnun. Hér hefur ekki verið haldið nógu vel á spilunum og það að það séu enn að koma risastór kerfismál inn á þingið í fyrstu umræðu, það er nýlunda,“ segir Hildur. „Það er auðvitað bara vanvirðing við þingið, vanvirðing við þingsköpin og þann ramma sem þingsköpin gefa lýðræðislegri umræðu hér.“ Þrátt fyrir það tekur hún undir með Sigmari að í hvert skipti náist samningar um þinglok, hún geri ráð fyrir að þau nálgist en það sé meirihlutans að bjóða til þess samtals.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Strandveiðar Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira