Skyndikosningar framundan í Suður-Kóreu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2025 21:14 Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er talinn sigursælastur. EPA Nýr forseti í Suður-Kóreu verður kjörinn á morgun eftir að fyrrum forseti var vikið úr embætti fyrir að setja á herlög í landinu. Frambjóðandi Lýðræðisflokksins er talinn sigursælastur. Um er að ræða skyndikosningar en Yook Suk Yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu árið 2022 og átti að gegna embættinu til 2027. Í desember 2024 lýsti forsetinn skyndilega yfir neyðarherlögum í landinu og sakaði stjórnarandstöðu landsins, sem er í meirihluta á þingi, að ganga erinda Norður-Kóreu. Yoon og ríkisstjórn hans átti erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem flokkurinn er ekki í meirihluta á þinginu. 190 þingmenn suðurkóreska þingsins þurftu að ryðjast fram hjá hermönnum sem umkringdu þinghúsið til að greiða atkvæði um að fella lögin úr gildi. Þingmennirnir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Þau voru þau felld úr gildi af forsetanum og voru alls í gildi í um sex klukkustundir. Yoon var leystur úr embætti af stjórnlagadómstól Suður-Kóreu í apríl. Han Duck Soo, forsætisráðherra, tók við embætti forseta af Yoon, svo Choi Sang-mok, fjármálaráðherra og að lokum Lee Ju-ho, menntamálaráðherra. Fyrsta skipti í átján ár sem kona býður sig ekki fram Samkvæmt BBC er Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er vinsælasti frambjóðandinn. Hann bauð sig einnig fram til forseta gegn Yoon árið 2022. Hann er álitin verkalýðshetja sem starfaði í verksmiðju áður en hann varð mannréttindalögfræðingur og stjórnmálamaður. Þar á eftir er Kim Moon-soo, frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins PPP, sem Yoon er einnig í. Hann hefur áður gegnt embætti atvinnumálaráðherra og hafa áherslumál hans verið að styrkja efnahag Suður-Kóreu. Að auki Kim og Lee eru fjórir aðrir frambjóðendur. Þeir eru Lee Jun-seok, frambjóðandi Nýrra umbæta flokksins, Kwon Young-gul, frambjóðandi Lýðræðislega verkalýðsflokksins og tveir sjálfstæðir frambjóðendur, Hwang Hyo-ahn og Song Jin-ho. Er þetta í fyrsta skipti í átján ár sem engin kona býður sig fram til embættisins. Helstu áherslumálin Neyðarherlög Yoon hafa valdið mikilli skautun í Suður-Kóreu. Margir tóku sig til og fóru út á götu að mótmæla herlögunum dagana eftir á á meðan aðrir studdu ákvörðun hans. Tollgjöld Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa einnig haft áhrif á efnahags landsins, en nú eru 25 prósenta tollgjöld í gildi. Traust almennings til yfirvalda í efnahagsmálum hefur minnkað til muna. Málefni Norður-Kóreu eru einnig mikilvæg í Suður-Kóreu auk lækkandi fæðingartíðni í landinu. Suður-Kórea Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Um er að ræða skyndikosningar en Yook Suk Yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu árið 2022 og átti að gegna embættinu til 2027. Í desember 2024 lýsti forsetinn skyndilega yfir neyðarherlögum í landinu og sakaði stjórnarandstöðu landsins, sem er í meirihluta á þingi, að ganga erinda Norður-Kóreu. Yoon og ríkisstjórn hans átti erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem flokkurinn er ekki í meirihluta á þinginu. 190 þingmenn suðurkóreska þingsins þurftu að ryðjast fram hjá hermönnum sem umkringdu þinghúsið til að greiða atkvæði um að fella lögin úr gildi. Þingmennirnir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Þau voru þau felld úr gildi af forsetanum og voru alls í gildi í um sex klukkustundir. Yoon var leystur úr embætti af stjórnlagadómstól Suður-Kóreu í apríl. Han Duck Soo, forsætisráðherra, tók við embætti forseta af Yoon, svo Choi Sang-mok, fjármálaráðherra og að lokum Lee Ju-ho, menntamálaráðherra. Fyrsta skipti í átján ár sem kona býður sig ekki fram Samkvæmt BBC er Lee Jae-myung, formaður Lýðræðisflokksins, er vinsælasti frambjóðandinn. Hann bauð sig einnig fram til forseta gegn Yoon árið 2022. Hann er álitin verkalýðshetja sem starfaði í verksmiðju áður en hann varð mannréttindalögfræðingur og stjórnmálamaður. Þar á eftir er Kim Moon-soo, frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins PPP, sem Yoon er einnig í. Hann hefur áður gegnt embætti atvinnumálaráðherra og hafa áherslumál hans verið að styrkja efnahag Suður-Kóreu. Að auki Kim og Lee eru fjórir aðrir frambjóðendur. Þeir eru Lee Jun-seok, frambjóðandi Nýrra umbæta flokksins, Kwon Young-gul, frambjóðandi Lýðræðislega verkalýðsflokksins og tveir sjálfstæðir frambjóðendur, Hwang Hyo-ahn og Song Jin-ho. Er þetta í fyrsta skipti í átján ár sem engin kona býður sig fram til embættisins. Helstu áherslumálin Neyðarherlög Yoon hafa valdið mikilli skautun í Suður-Kóreu. Margir tóku sig til og fóru út á götu að mótmæla herlögunum dagana eftir á á meðan aðrir studdu ákvörðun hans. Tollgjöld Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa einnig haft áhrif á efnahags landsins, en nú eru 25 prósenta tollgjöld í gildi. Traust almennings til yfirvalda í efnahagsmálum hefur minnkað til muna. Málefni Norður-Kóreu eru einnig mikilvæg í Suður-Kóreu auk lækkandi fæðingartíðni í landinu.
Suður-Kórea Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira