„Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni“ Kári Mímisson skrifar 2. júní 2025 22:31 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, stýrði liðinu til sigurs í þriðja sinn á aðeins níu dögum. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var að vonum kátur eftir góðan sigur hans manna gegn Fram nú í kvöld. Eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik tókst Val að skora tvö mörk gegn einu í seinni hálfleik eftir að hafa nýtt sér slæm mistök í vörn Fram í bæði skiptin. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur. Við vildum halda áfram þessari stefnu sem við höfum verið á undanfarnar vikur, halda áfram að vinna leiki og safna stigum. Deildin er rosalega jöfn og hvert einasta stig skiptir rosalegu máli og hvað þá sigur. Ég er mjög ánægður með strákana í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzic. Sóknarleikur Vals var ekki mjög beinskeyttur í dag en Túfa segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því enda voru aðstæður fremur krefjandi á Hlíðarenda. Mikið rok var á vellinu og áttu bæði lið í vandræðum með að skapa sér marktækifæri í dag. Okkar þriðji leikur á einni viku „Þetta voru frekar erfiðar aðstæður hér í dag á Hlíðarenda. Mikið rok og svolítið erfitt að ná einhverju flæði á boltann, það sást hjá báðum liðum. Við reyndum mikið að spila boltanum og komast í gegnum pressuna þeirra á móti vindi en eins og ég segi þá vantaði okkur aðeins betra veður til þess að fá betra flæði í leik okkar og allt annað sem fylgir leikstíl okkar. Þetta er annars okkar þriðji leikur á einni viku og við erum búnir að ákveða það að spila þetta svolítið á sama mannskap til að halda stöðugleika. Ég er líka gríðarlega ánægður með hugarfarið og karakterinn að svara fljótlega eftir að hafa fengið mark á sig upp úr engu og takast að vinna leikinn.“ Spurður út í stöðuna á hópnum segir Túfa að það séu alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum í deildinni en hann fagnar fríinu sem er að koma eftir afar erfiða vikur þar sem leikið hefur verið stíft. Núna kemur kærkomið frí „Það eru alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum. Það er búið að vera þannig hjá okkur allt þetta tímabil að það vanti þrjá til fjóra leikmenn. Við erum með flottan hóp og við sjáum líka í dag leikmenn sem komu inn á og gáfu það sem þeir áttu til liðsins og hjálpa liðinu að sigla sigrinum eða sækja hann. Núna kemur kærkomið frí sem við ætlum að nota til að gefa leikmönnum smá pláss til að koma ferskir til baka. Mótið heldur svo bara áfram og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir leik á móti Stjörnunni sem verður eftir tvær vikur.“ Valur er nú aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu en liðið hefur leikið mjög vel að undanförnu eftir smá bras í byrjun leiktíðar. En hversu sáttur er Túfa með stöðuna á liðinu eftir tíu umferðir? „Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni og við erum ekkert að fela okkur fyrir því. Aðalmálið hjá mér er bara að við höldum áfram á þessari sömu braut og við erum búnir að vera á undanfarnar vikur. Varnarleikurinn hjá okkur er búinn að vera á mikilli uppleið og núna er við að fá mjög góða frammistöðu og sína meiri stöðugleika. Það er það eina sem skiptir máli núna, að halda þessari stefnu áfram núna.“ Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur. Við vildum halda áfram þessari stefnu sem við höfum verið á undanfarnar vikur, halda áfram að vinna leiki og safna stigum. Deildin er rosalega jöfn og hvert einasta stig skiptir rosalegu máli og hvað þá sigur. Ég er mjög ánægður með strákana í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzic. Sóknarleikur Vals var ekki mjög beinskeyttur í dag en Túfa segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því enda voru aðstæður fremur krefjandi á Hlíðarenda. Mikið rok var á vellinu og áttu bæði lið í vandræðum með að skapa sér marktækifæri í dag. Okkar þriðji leikur á einni viku „Þetta voru frekar erfiðar aðstæður hér í dag á Hlíðarenda. Mikið rok og svolítið erfitt að ná einhverju flæði á boltann, það sást hjá báðum liðum. Við reyndum mikið að spila boltanum og komast í gegnum pressuna þeirra á móti vindi en eins og ég segi þá vantaði okkur aðeins betra veður til þess að fá betra flæði í leik okkar og allt annað sem fylgir leikstíl okkar. Þetta er annars okkar þriðji leikur á einni viku og við erum búnir að ákveða það að spila þetta svolítið á sama mannskap til að halda stöðugleika. Ég er líka gríðarlega ánægður með hugarfarið og karakterinn að svara fljótlega eftir að hafa fengið mark á sig upp úr engu og takast að vinna leikinn.“ Spurður út í stöðuna á hópnum segir Túfa að það séu alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum í deildinni en hann fagnar fríinu sem er að koma eftir afar erfiða vikur þar sem leikið hefur verið stíft. Núna kemur kærkomið frí „Það eru alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum. Það er búið að vera þannig hjá okkur allt þetta tímabil að það vanti þrjá til fjóra leikmenn. Við erum með flottan hóp og við sjáum líka í dag leikmenn sem komu inn á og gáfu það sem þeir áttu til liðsins og hjálpa liðinu að sigla sigrinum eða sækja hann. Núna kemur kærkomið frí sem við ætlum að nota til að gefa leikmönnum smá pláss til að koma ferskir til baka. Mótið heldur svo bara áfram og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir leik á móti Stjörnunni sem verður eftir tvær vikur.“ Valur er nú aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu en liðið hefur leikið mjög vel að undanförnu eftir smá bras í byrjun leiktíðar. En hversu sáttur er Túfa með stöðuna á liðinu eftir tíu umferðir? „Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni og við erum ekkert að fela okkur fyrir því. Aðalmálið hjá mér er bara að við höldum áfram á þessari sömu braut og við erum búnir að vera á undanfarnar vikur. Varnarleikurinn hjá okkur er búinn að vera á mikilli uppleið og núna er við að fá mjög góða frammistöðu og sína meiri stöðugleika. Það er það eina sem skiptir máli núna, að halda þessari stefnu áfram núna.“
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira