„Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni“ Kári Mímisson skrifar 2. júní 2025 22:31 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, stýrði liðinu til sigurs í þriðja sinn á aðeins níu dögum. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var að vonum kátur eftir góðan sigur hans manna gegn Fram nú í kvöld. Eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik tókst Val að skora tvö mörk gegn einu í seinni hálfleik eftir að hafa nýtt sér slæm mistök í vörn Fram í bæði skiptin. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur. Við vildum halda áfram þessari stefnu sem við höfum verið á undanfarnar vikur, halda áfram að vinna leiki og safna stigum. Deildin er rosalega jöfn og hvert einasta stig skiptir rosalegu máli og hvað þá sigur. Ég er mjög ánægður með strákana í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzic. Sóknarleikur Vals var ekki mjög beinskeyttur í dag en Túfa segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því enda voru aðstæður fremur krefjandi á Hlíðarenda. Mikið rok var á vellinu og áttu bæði lið í vandræðum með að skapa sér marktækifæri í dag. Okkar þriðji leikur á einni viku „Þetta voru frekar erfiðar aðstæður hér í dag á Hlíðarenda. Mikið rok og svolítið erfitt að ná einhverju flæði á boltann, það sást hjá báðum liðum. Við reyndum mikið að spila boltanum og komast í gegnum pressuna þeirra á móti vindi en eins og ég segi þá vantaði okkur aðeins betra veður til þess að fá betra flæði í leik okkar og allt annað sem fylgir leikstíl okkar. Þetta er annars okkar þriðji leikur á einni viku og við erum búnir að ákveða það að spila þetta svolítið á sama mannskap til að halda stöðugleika. Ég er líka gríðarlega ánægður með hugarfarið og karakterinn að svara fljótlega eftir að hafa fengið mark á sig upp úr engu og takast að vinna leikinn.“ Spurður út í stöðuna á hópnum segir Túfa að það séu alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum í deildinni en hann fagnar fríinu sem er að koma eftir afar erfiða vikur þar sem leikið hefur verið stíft. Núna kemur kærkomið frí „Það eru alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum. Það er búið að vera þannig hjá okkur allt þetta tímabil að það vanti þrjá til fjóra leikmenn. Við erum með flottan hóp og við sjáum líka í dag leikmenn sem komu inn á og gáfu það sem þeir áttu til liðsins og hjálpa liðinu að sigla sigrinum eða sækja hann. Núna kemur kærkomið frí sem við ætlum að nota til að gefa leikmönnum smá pláss til að koma ferskir til baka. Mótið heldur svo bara áfram og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir leik á móti Stjörnunni sem verður eftir tvær vikur.“ Valur er nú aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu en liðið hefur leikið mjög vel að undanförnu eftir smá bras í byrjun leiktíðar. En hversu sáttur er Túfa með stöðuna á liðinu eftir tíu umferðir? „Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni og við erum ekkert að fela okkur fyrir því. Aðalmálið hjá mér er bara að við höldum áfram á þessari sömu braut og við erum búnir að vera á undanfarnar vikur. Varnarleikurinn hjá okkur er búinn að vera á mikilli uppleið og núna er við að fá mjög góða frammistöðu og sína meiri stöðugleika. Það er það eina sem skiptir máli núna, að halda þessari stefnu áfram núna.“ Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur. Við vildum halda áfram þessari stefnu sem við höfum verið á undanfarnar vikur, halda áfram að vinna leiki og safna stigum. Deildin er rosalega jöfn og hvert einasta stig skiptir rosalegu máli og hvað þá sigur. Ég er mjög ánægður með strákana í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzic. Sóknarleikur Vals var ekki mjög beinskeyttur í dag en Túfa segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því enda voru aðstæður fremur krefjandi á Hlíðarenda. Mikið rok var á vellinu og áttu bæði lið í vandræðum með að skapa sér marktækifæri í dag. Okkar þriðji leikur á einni viku „Þetta voru frekar erfiðar aðstæður hér í dag á Hlíðarenda. Mikið rok og svolítið erfitt að ná einhverju flæði á boltann, það sást hjá báðum liðum. Við reyndum mikið að spila boltanum og komast í gegnum pressuna þeirra á móti vindi en eins og ég segi þá vantaði okkur aðeins betra veður til þess að fá betra flæði í leik okkar og allt annað sem fylgir leikstíl okkar. Þetta er annars okkar þriðji leikur á einni viku og við erum búnir að ákveða það að spila þetta svolítið á sama mannskap til að halda stöðugleika. Ég er líka gríðarlega ánægður með hugarfarið og karakterinn að svara fljótlega eftir að hafa fengið mark á sig upp úr engu og takast að vinna leikinn.“ Spurður út í stöðuna á hópnum segir Túfa að það séu alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum í deildinni en hann fagnar fríinu sem er að koma eftir afar erfiða vikur þar sem leikið hefur verið stíft. Núna kemur kærkomið frí „Það eru alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum. Það er búið að vera þannig hjá okkur allt þetta tímabil að það vanti þrjá til fjóra leikmenn. Við erum með flottan hóp og við sjáum líka í dag leikmenn sem komu inn á og gáfu það sem þeir áttu til liðsins og hjálpa liðinu að sigla sigrinum eða sækja hann. Núna kemur kærkomið frí sem við ætlum að nota til að gefa leikmönnum smá pláss til að koma ferskir til baka. Mótið heldur svo bara áfram og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir leik á móti Stjörnunni sem verður eftir tvær vikur.“ Valur er nú aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu en liðið hefur leikið mjög vel að undanförnu eftir smá bras í byrjun leiktíðar. En hversu sáttur er Túfa með stöðuna á liðinu eftir tíu umferðir? „Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni og við erum ekkert að fela okkur fyrir því. Aðalmálið hjá mér er bara að við höldum áfram á þessari sömu braut og við erum búnir að vera á undanfarnar vikur. Varnarleikurinn hjá okkur er búinn að vera á mikilli uppleið og núna er við að fá mjög góða frammistöðu og sína meiri stöðugleika. Það er það eina sem skiptir máli núna, að halda þessari stefnu áfram núna.“
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki