„Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni“ Kári Mímisson skrifar 2. júní 2025 22:31 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, stýrði liðinu til sigurs í þriðja sinn á aðeins níu dögum. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var að vonum kátur eftir góðan sigur hans manna gegn Fram nú í kvöld. Eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik tókst Val að skora tvö mörk gegn einu í seinni hálfleik eftir að hafa nýtt sér slæm mistök í vörn Fram í bæði skiptin. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur. Við vildum halda áfram þessari stefnu sem við höfum verið á undanfarnar vikur, halda áfram að vinna leiki og safna stigum. Deildin er rosalega jöfn og hvert einasta stig skiptir rosalegu máli og hvað þá sigur. Ég er mjög ánægður með strákana í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzic. Sóknarleikur Vals var ekki mjög beinskeyttur í dag en Túfa segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því enda voru aðstæður fremur krefjandi á Hlíðarenda. Mikið rok var á vellinu og áttu bæði lið í vandræðum með að skapa sér marktækifæri í dag. Okkar þriðji leikur á einni viku „Þetta voru frekar erfiðar aðstæður hér í dag á Hlíðarenda. Mikið rok og svolítið erfitt að ná einhverju flæði á boltann, það sást hjá báðum liðum. Við reyndum mikið að spila boltanum og komast í gegnum pressuna þeirra á móti vindi en eins og ég segi þá vantaði okkur aðeins betra veður til þess að fá betra flæði í leik okkar og allt annað sem fylgir leikstíl okkar. Þetta er annars okkar þriðji leikur á einni viku og við erum búnir að ákveða það að spila þetta svolítið á sama mannskap til að halda stöðugleika. Ég er líka gríðarlega ánægður með hugarfarið og karakterinn að svara fljótlega eftir að hafa fengið mark á sig upp úr engu og takast að vinna leikinn.“ Spurður út í stöðuna á hópnum segir Túfa að það séu alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum í deildinni en hann fagnar fríinu sem er að koma eftir afar erfiða vikur þar sem leikið hefur verið stíft. Núna kemur kærkomið frí „Það eru alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum. Það er búið að vera þannig hjá okkur allt þetta tímabil að það vanti þrjá til fjóra leikmenn. Við erum með flottan hóp og við sjáum líka í dag leikmenn sem komu inn á og gáfu það sem þeir áttu til liðsins og hjálpa liðinu að sigla sigrinum eða sækja hann. Núna kemur kærkomið frí sem við ætlum að nota til að gefa leikmönnum smá pláss til að koma ferskir til baka. Mótið heldur svo bara áfram og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir leik á móti Stjörnunni sem verður eftir tvær vikur.“ Valur er nú aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu en liðið hefur leikið mjög vel að undanförnu eftir smá bras í byrjun leiktíðar. En hversu sáttur er Túfa með stöðuna á liðinu eftir tíu umferðir? „Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni og við erum ekkert að fela okkur fyrir því. Aðalmálið hjá mér er bara að við höldum áfram á þessari sömu braut og við erum búnir að vera á undanfarnar vikur. Varnarleikurinn hjá okkur er búinn að vera á mikilli uppleið og núna er við að fá mjög góða frammistöðu og sína meiri stöðugleika. Það er það eina sem skiptir máli núna, að halda þessari stefnu áfram núna.“ Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur. Við vildum halda áfram þessari stefnu sem við höfum verið á undanfarnar vikur, halda áfram að vinna leiki og safna stigum. Deildin er rosalega jöfn og hvert einasta stig skiptir rosalegu máli og hvað þá sigur. Ég er mjög ánægður með strákana í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzic. Sóknarleikur Vals var ekki mjög beinskeyttur í dag en Túfa segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því enda voru aðstæður fremur krefjandi á Hlíðarenda. Mikið rok var á vellinu og áttu bæði lið í vandræðum með að skapa sér marktækifæri í dag. Okkar þriðji leikur á einni viku „Þetta voru frekar erfiðar aðstæður hér í dag á Hlíðarenda. Mikið rok og svolítið erfitt að ná einhverju flæði á boltann, það sást hjá báðum liðum. Við reyndum mikið að spila boltanum og komast í gegnum pressuna þeirra á móti vindi en eins og ég segi þá vantaði okkur aðeins betra veður til þess að fá betra flæði í leik okkar og allt annað sem fylgir leikstíl okkar. Þetta er annars okkar þriðji leikur á einni viku og við erum búnir að ákveða það að spila þetta svolítið á sama mannskap til að halda stöðugleika. Ég er líka gríðarlega ánægður með hugarfarið og karakterinn að svara fljótlega eftir að hafa fengið mark á sig upp úr engu og takast að vinna leikinn.“ Spurður út í stöðuna á hópnum segir Túfa að það séu alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum í deildinni en hann fagnar fríinu sem er að koma eftir afar erfiða vikur þar sem leikið hefur verið stíft. Núna kemur kærkomið frí „Það eru alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum. Það er búið að vera þannig hjá okkur allt þetta tímabil að það vanti þrjá til fjóra leikmenn. Við erum með flottan hóp og við sjáum líka í dag leikmenn sem komu inn á og gáfu það sem þeir áttu til liðsins og hjálpa liðinu að sigla sigrinum eða sækja hann. Núna kemur kærkomið frí sem við ætlum að nota til að gefa leikmönnum smá pláss til að koma ferskir til baka. Mótið heldur svo bara áfram og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir leik á móti Stjörnunni sem verður eftir tvær vikur.“ Valur er nú aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu en liðið hefur leikið mjög vel að undanförnu eftir smá bras í byrjun leiktíðar. En hversu sáttur er Túfa með stöðuna á liðinu eftir tíu umferðir? „Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni og við erum ekkert að fela okkur fyrir því. Aðalmálið hjá mér er bara að við höldum áfram á þessari sömu braut og við erum búnir að vera á undanfarnar vikur. Varnarleikurinn hjá okkur er búinn að vera á mikilli uppleið og núna er við að fá mjög góða frammistöðu og sína meiri stöðugleika. Það er það eina sem skiptir máli núna, að halda þessari stefnu áfram núna.“
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira