Mikil spenna fyrir vígsluleiknum á Laugardalsvelli Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 10:38 Íslenska kvennalandsliðið æfði á nýju grasi Laugardalsvallar í gær. Mikil spenna ríkir hjá íslenska kvennalandsliðinu, og þjóðinni allri eflaust, fyrir vígsluleiknum á nýja blandaða grasinu á Laugardalsvelli í kvöld. Frakkland kemur í heimsókn og stelpurnar okkar þurfa að sækja til sigurs. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. Fjallað var um nýja grasið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Glódís Perla Viggósdóttir segist aldrei hafa æft eða spilað á jafn góðum Laugardalsvelli. „Aðstæðurnar á grasinu á morgun verða upp á tíu, þó það verði ekki bestu veðuraðstæður“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundi í gær. Glódís Perla á æfingu gærdagsins. vísir / anton brink Veðurviðvörun er í gildi á landinu öllu í dag, von er á töluverðum vindi og vætu þegar leikurinn fer fram klukkan sex í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson segir aðstæðurnar geta nýst íslenska liðinu. „Við erum vön þessu og þetta snýst bara um að elska íslenskt veður, njóta þess að spila“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum og benti á að franskir fjölmiðlar væru mjög áhyggjufullir yfir veðrinu. Laugardalsvöllur í allri sinni dýrð, laus við hlaupabrautina frægu. vísir / anton brink Meiri tilhlökkun en vanalega Vígsluleikur kvöldsins er sá síðasti hjá stelpunum okkar fyrir Evrópumótið sem fer fram í Sviss í næsta mánuði. Guðný Árnadóttir, varnarmaður Íslands, segir meiri tilhlökkun í liðinu en vanalega. „Við vorum að koma af vellinum, aðeins að skoða og hann lítur svo vel út. Það eru allir spenntir að fara út á völl og spila“ sagði Guðný í viðtali við Aron Guðmundsson í fyrradag, sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Guðný Árnadóttir ræðir Frakklandsleikinn og lífið í Kristianstad Ísland þarf að sækja til sigurs gegn ógnarsterku og ósigruðu liði Frakklands, til að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland og Frakkland mættust ytra í febrúar þar sem 3-2 tap varð niðurstaðan. Guðný segir Ísland eiga góðan möguleika. „Stutt síðan við spiluðum við þær síðast og skoruðum mörk þar, þannig að það er gott að vita að við getum skorað mörk á móti svona góðu liði. Við þurfum bara að standa vörnina og trúa því að við getum unnið þennan leik, þá sé ég fullt af möguleikum“ sagði Guðný. Guðný í bakgrunni á sendingaræfingu landsliðsins í gær.vísir / anton brink Ein af þremur landsliðskonum í Kristianstad Guðný er ein af þremur leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem spilar fyrir Kristianstad í Svíþjóð og framlengdi nýlega samning sinn við félagið. Henni líður vel í Íslendingasamfélaginu í Svíþjóð. „Maður skrifar undir samning þar sem manni líður vel og ég er spennt fyrir því að klára þetta tímabil, búið að ganga vel og ég er spennt fyrir framhaldinu þar… Við erum búin að vinna núna á móti liðunum tveimur sem eru talin vera best, Hammarby og Hacken, þannig að við erum með fulla trú og finnst við geta unnið alla“ sagði Guðný Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. Fjallað var um nýja grasið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Glódís Perla Viggósdóttir segist aldrei hafa æft eða spilað á jafn góðum Laugardalsvelli. „Aðstæðurnar á grasinu á morgun verða upp á tíu, þó það verði ekki bestu veðuraðstæður“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundi í gær. Glódís Perla á æfingu gærdagsins. vísir / anton brink Veðurviðvörun er í gildi á landinu öllu í dag, von er á töluverðum vindi og vætu þegar leikurinn fer fram klukkan sex í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson segir aðstæðurnar geta nýst íslenska liðinu. „Við erum vön þessu og þetta snýst bara um að elska íslenskt veður, njóta þess að spila“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum og benti á að franskir fjölmiðlar væru mjög áhyggjufullir yfir veðrinu. Laugardalsvöllur í allri sinni dýrð, laus við hlaupabrautina frægu. vísir / anton brink Meiri tilhlökkun en vanalega Vígsluleikur kvöldsins er sá síðasti hjá stelpunum okkar fyrir Evrópumótið sem fer fram í Sviss í næsta mánuði. Guðný Árnadóttir, varnarmaður Íslands, segir meiri tilhlökkun í liðinu en vanalega. „Við vorum að koma af vellinum, aðeins að skoða og hann lítur svo vel út. Það eru allir spenntir að fara út á völl og spila“ sagði Guðný í viðtali við Aron Guðmundsson í fyrradag, sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Guðný Árnadóttir ræðir Frakklandsleikinn og lífið í Kristianstad Ísland þarf að sækja til sigurs gegn ógnarsterku og ósigruðu liði Frakklands, til að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland og Frakkland mættust ytra í febrúar þar sem 3-2 tap varð niðurstaðan. Guðný segir Ísland eiga góðan möguleika. „Stutt síðan við spiluðum við þær síðast og skoruðum mörk þar, þannig að það er gott að vita að við getum skorað mörk á móti svona góðu liði. Við þurfum bara að standa vörnina og trúa því að við getum unnið þennan leik, þá sé ég fullt af möguleikum“ sagði Guðný. Guðný í bakgrunni á sendingaræfingu landsliðsins í gær.vísir / anton brink Ein af þremur landsliðskonum í Kristianstad Guðný er ein af þremur leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem spilar fyrir Kristianstad í Svíþjóð og framlengdi nýlega samning sinn við félagið. Henni líður vel í Íslendingasamfélaginu í Svíþjóð. „Maður skrifar undir samning þar sem manni líður vel og ég er spennt fyrir því að klára þetta tímabil, búið að ganga vel og ég er spennt fyrir framhaldinu þar… Við erum búin að vinna núna á móti liðunum tveimur sem eru talin vera best, Hammarby og Hacken, þannig að við erum með fulla trú og finnst við geta unnið alla“ sagði Guðný
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira