Hefur metnað til að leiða flokkinn þrátt fyrir slæmt gengi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júní 2025 13:33 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir lakan árangur í skoðanakönnunum hvatningu til að gera betur. Nú þurfi Framsóknarmenn að vera skýrari og skarpari í stjórnarandstöðu að sögn formannsins. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segist hafa metnað til að leiða flokkinn áfram. Það kæmi stjórnmálafræðiprófessor þó ekki á óvart ef leiðtogaskipti yrðu í flokknum á kjörtímabilinu. Framsókn fékk í gær sína lélegustu mælingu í Þjóðarpúlsi Gallup frá því Gallup hóf að mæla fylgi flokka. Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að Framsóknarflokkurinn mælist nú með 5,5% fylgi sem er það minnsta sem Framsókn hefur mælst með síðan Gallup hóf að mæla fylgi árið 1992. Í síðustu Alþingiskosningum fékk þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins 7,8%. „Skoðanakannanir á þessum tíma segja nú kannski ekki mikið um það hvernig kosningar fara, hvenær sem þær nú verða, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og bætir við. „En það er alveg rétt að við höfum ekki notið mikils stuðnings eftir erfiðar kosningar í haust og þetta er ákall um að við séum enn skýrari og skarpari í stjórnarandstöðunni í að koma þeim sjónarmiðum á framfæri sem við stöndum fyrir og gagnrýna ríkisstjórnina, þar er alveg af nægu að taka en hljómgrunnur fyrir gagnrýni á hana hefur ekki verið mikill. Hún hefur haft mikinn stuðning í samfélaginu enn þá en ég er nú með fullar væntingar til þess að það verði aukinn hljómgrunnur þegar frá líður.“ Aðspurður segist Sigurður ekki telja að áherslumálum flokksins sé um að kenna. „Við megum ekki gleyma því að '21 unnum við stórsigur. Það er ekki langt síðan og það hefur lítið breyst í samfélaginu annað en að áskoranir í ytri ógnum hafa aukist.“ Hefur þú fullan hug á að vera áfram formaður? Hefurðu metnað til þess? „Já það er hefur ekkert breyst, ég lýsti því yfir á miðstjórnarfundinum og það er verkefnið fram undan,“ segir Sigurður Ingi. Það kæmi Evu Heiðu stjórnmálaprófessor ekki á óvart ef leiðtogaskipti yrðu í Framsóknarflokknum á kjörtímabilinu. Vísir/Bjarni Framsókn ekki áberandi í stjórnarandstöðu Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor segir að það kunni að vera eitt og annað sem skýri slæmt gengi Framsóknarflokksins í könnunum en ein skýringin sé hreinlega sú að aðrir séu að „taka af“ Framsókn. „Fylgi flokka er bara ein kaka og hún stækkar ekkert. Ef einhverjir flokkar bæta við sig þá taka þeir af öðrum, það er svona einn fyrirvarinn sem ég hef á þessu,“ segir Eva sem bætir þó við að Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið áberandi í stjórnarandstöðu. Leiðtogaskipti kæmu Evu ekki á óvart „Maður sér það alveg að það hefur verið ákall um að endurnýja forystuna og kannski er Sigurður Ingi bara að hugsa sinn gang. Það kæmi mér ekkert á óvart þótt það verði gert á kjörtímabilinu. Það er bara spurning um hver ætti að taka við. Það er ekkert sérstaklega gott að hafa formann utan þings, allavega ekki mjög lengi þannig að maður veit ekki hvort það sé mögulega verið að velta fyrir sér að fara í leiðtogaskipti þegar nær dregur kosningum. Þá gæti einhver leiðtogi tekið við sem er jafnvel utan þings, eða jafnvel hvort það sé einhver núna sem er hluti af þingflokknum sem gæti tekið við, það gætu verið einhverjar svoleiðis pælingar innan þess flokks,“ segir Eva Heiða. Annað sem vakti forvitni prófessorsins við glænýjan Þjóðarpúls er fylgisaukning Samfylkingarinnar sem er tiltölulega nýr ríkisstjórnarflokkur. Hann mælist með 30,7% fylgi í Þjóðarpúlsinum. „Fyrstu hundrað dagarnir eru núna búnir. Ef mig minnir rétt þá er frekar óvanalegt að ríkisstjórnarflokkur sé að bæta svona mikið við sig eftir að hann hefur tekið við en svo getur þetta orðið önnur saga í haust.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Minnsta fylgi Framsóknar í 33 ára sögu þjóðarpúlsins Samfylkingin bætir við sig einu prósentustigi milli mánaða í þjóðarpúlsi Gallup, úr 29,4 prósentum í 30,7 prósent. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en flokkurinn stendur samkvæmt könnuninni í 5,5 prósentum. 2. júní 2025 20:05 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að Framsóknarflokkurinn mælist nú með 5,5% fylgi sem er það minnsta sem Framsókn hefur mælst með síðan Gallup hóf að mæla fylgi árið 1992. Í síðustu Alþingiskosningum fékk þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins 7,8%. „Skoðanakannanir á þessum tíma segja nú kannski ekki mikið um það hvernig kosningar fara, hvenær sem þær nú verða, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og bætir við. „En það er alveg rétt að við höfum ekki notið mikils stuðnings eftir erfiðar kosningar í haust og þetta er ákall um að við séum enn skýrari og skarpari í stjórnarandstöðunni í að koma þeim sjónarmiðum á framfæri sem við stöndum fyrir og gagnrýna ríkisstjórnina, þar er alveg af nægu að taka en hljómgrunnur fyrir gagnrýni á hana hefur ekki verið mikill. Hún hefur haft mikinn stuðning í samfélaginu enn þá en ég er nú með fullar væntingar til þess að það verði aukinn hljómgrunnur þegar frá líður.“ Aðspurður segist Sigurður ekki telja að áherslumálum flokksins sé um að kenna. „Við megum ekki gleyma því að '21 unnum við stórsigur. Það er ekki langt síðan og það hefur lítið breyst í samfélaginu annað en að áskoranir í ytri ógnum hafa aukist.“ Hefur þú fullan hug á að vera áfram formaður? Hefurðu metnað til þess? „Já það er hefur ekkert breyst, ég lýsti því yfir á miðstjórnarfundinum og það er verkefnið fram undan,“ segir Sigurður Ingi. Það kæmi Evu Heiðu stjórnmálaprófessor ekki á óvart ef leiðtogaskipti yrðu í Framsóknarflokknum á kjörtímabilinu. Vísir/Bjarni Framsókn ekki áberandi í stjórnarandstöðu Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor segir að það kunni að vera eitt og annað sem skýri slæmt gengi Framsóknarflokksins í könnunum en ein skýringin sé hreinlega sú að aðrir séu að „taka af“ Framsókn. „Fylgi flokka er bara ein kaka og hún stækkar ekkert. Ef einhverjir flokkar bæta við sig þá taka þeir af öðrum, það er svona einn fyrirvarinn sem ég hef á þessu,“ segir Eva sem bætir þó við að Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið áberandi í stjórnarandstöðu. Leiðtogaskipti kæmu Evu ekki á óvart „Maður sér það alveg að það hefur verið ákall um að endurnýja forystuna og kannski er Sigurður Ingi bara að hugsa sinn gang. Það kæmi mér ekkert á óvart þótt það verði gert á kjörtímabilinu. Það er bara spurning um hver ætti að taka við. Það er ekkert sérstaklega gott að hafa formann utan þings, allavega ekki mjög lengi þannig að maður veit ekki hvort það sé mögulega verið að velta fyrir sér að fara í leiðtogaskipti þegar nær dregur kosningum. Þá gæti einhver leiðtogi tekið við sem er jafnvel utan þings, eða jafnvel hvort það sé einhver núna sem er hluti af þingflokknum sem gæti tekið við, það gætu verið einhverjar svoleiðis pælingar innan þess flokks,“ segir Eva Heiða. Annað sem vakti forvitni prófessorsins við glænýjan Þjóðarpúls er fylgisaukning Samfylkingarinnar sem er tiltölulega nýr ríkisstjórnarflokkur. Hann mælist með 30,7% fylgi í Þjóðarpúlsinum. „Fyrstu hundrað dagarnir eru núna búnir. Ef mig minnir rétt þá er frekar óvanalegt að ríkisstjórnarflokkur sé að bæta svona mikið við sig eftir að hann hefur tekið við en svo getur þetta orðið önnur saga í haust.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Minnsta fylgi Framsóknar í 33 ára sögu þjóðarpúlsins Samfylkingin bætir við sig einu prósentustigi milli mánaða í þjóðarpúlsi Gallup, úr 29,4 prósentum í 30,7 prósent. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en flokkurinn stendur samkvæmt könnuninni í 5,5 prósentum. 2. júní 2025 20:05 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Minnsta fylgi Framsóknar í 33 ára sögu þjóðarpúlsins Samfylkingin bætir við sig einu prósentustigi milli mánaða í þjóðarpúlsi Gallup, úr 29,4 prósentum í 30,7 prósent. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en flokkurinn stendur samkvæmt könnuninni í 5,5 prósentum. 2. júní 2025 20:05