Þungir dómar fyrir að smygla fleiri lítrum af kókaíni Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 16:47 Fólkið skildi töskurnar með efnunum í eftir í töskusal Leifsstöðvar. Vísir/Sigurjón Karl og kona hafa hlotið 4,5 ára fangelsisdóma fyrir að flytja inn samtals 8,4 lítra af kókaínbasa með flugi frá Mílanó á Ítalíu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. maí og birtur í dag, segir að fólkið, Pedro Garcia Mateos og Wdirka Esther Lantigua Castillo, hafi falið efnin í tveimur farangurstöskum sem þau hefðu haft meðferðis í fluginu. Þau hefðu skilið töskurnar eftir í töskusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en komið skömmu síðar aftur og ætlað að fá þær afhentar. Þess í stað voru þau handtekin af lögreglu. Neyslustyrkur kókaíns ekki rannsakaður sérstaklega Í dóminum segir að styrkleiki kókaínbasans hafi verið á bilinu 44 til 45 prósent og að hann hafi verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Í málinu hafi matsgerða rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja-og eiturefnafræðum verið aflað hvað styrkleika efnanna varðar. Óskað hafi verið eftir útreikningi á því hversu mikið magn kókaíns í neyslustyrkleika megi vinna úr basanum. „Neyslustyrkleiki kókaíns hér á landi hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega. Vitað er að neyslustyrkleiki fíkniefna getur verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnvel milli borga í sama landi. Í útreikningunum hér á eftir verður gengið út frá tölum um neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku, en hann var að meðaltali 76% á landsvísu árið 2023. Í þessu samhengi er rétt að benda á að mikill breytileiki hefur verið í neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku frá aldamótum. Hæstur var hann 76% árið 2023 og lægstur 16% árið 2007,“ segir í matsgerðinni. Niðurstaða matsgerðanna hafi verið sú að 8,4 lítrarnir af kókaínbasa hefðu dugað til að framleiða alls 5,4 kíló af kókaíni með 76 prósenta styrkleika. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 89 milljónir króna. Játuðu skýlaust Pedro og Wdirka hafi bæði játað brot sín skýlaust, bæði að því er varðar þau efni sem hvort um sig flutti inn sem og það atriði að hafa staðið að innflutningnum í félagi. Hvorugu þeirra hafi verið gerð refsing hér á landi áður en tvær ástæður til refsiþyngingar eða -mildunar hafa verið afmáðar í dóminum. Með hliðsjón af öllu því sem rakið er í dómnum ákveðist refsing hvors um sig fangelsi í fjögur og hálft ár. Þá sæti þau upptöku á kókaínbasanum sem og áttatíu þúsund króna sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Loks greiði þau allan sakarkostnað, alls 3,6 milljónir króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. maí og birtur í dag, segir að fólkið, Pedro Garcia Mateos og Wdirka Esther Lantigua Castillo, hafi falið efnin í tveimur farangurstöskum sem þau hefðu haft meðferðis í fluginu. Þau hefðu skilið töskurnar eftir í töskusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en komið skömmu síðar aftur og ætlað að fá þær afhentar. Þess í stað voru þau handtekin af lögreglu. Neyslustyrkur kókaíns ekki rannsakaður sérstaklega Í dóminum segir að styrkleiki kókaínbasans hafi verið á bilinu 44 til 45 prósent og að hann hafi verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Í málinu hafi matsgerða rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja-og eiturefnafræðum verið aflað hvað styrkleika efnanna varðar. Óskað hafi verið eftir útreikningi á því hversu mikið magn kókaíns í neyslustyrkleika megi vinna úr basanum. „Neyslustyrkleiki kókaíns hér á landi hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega. Vitað er að neyslustyrkleiki fíkniefna getur verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnvel milli borga í sama landi. Í útreikningunum hér á eftir verður gengið út frá tölum um neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku, en hann var að meðaltali 76% á landsvísu árið 2023. Í þessu samhengi er rétt að benda á að mikill breytileiki hefur verið í neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku frá aldamótum. Hæstur var hann 76% árið 2023 og lægstur 16% árið 2007,“ segir í matsgerðinni. Niðurstaða matsgerðanna hafi verið sú að 8,4 lítrarnir af kókaínbasa hefðu dugað til að framleiða alls 5,4 kíló af kókaíni með 76 prósenta styrkleika. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 89 milljónir króna. Játuðu skýlaust Pedro og Wdirka hafi bæði játað brot sín skýlaust, bæði að því er varðar þau efni sem hvort um sig flutti inn sem og það atriði að hafa staðið að innflutningnum í félagi. Hvorugu þeirra hafi verið gerð refsing hér á landi áður en tvær ástæður til refsiþyngingar eða -mildunar hafa verið afmáðar í dóminum. Með hliðsjón af öllu því sem rakið er í dómnum ákveðist refsing hvors um sig fangelsi í fjögur og hálft ár. Þá sæti þau upptöku á kókaínbasanum sem og áttatíu þúsund króna sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Loks greiði þau allan sakarkostnað, alls 3,6 milljónir króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira