Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2025 20:13 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hafði nóg að gera í kvöld, en náði ekki að koma í veg fyrir sigur Frakka. Vísir/Anton Brink Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. Íslenska liðið mátti þola 0-2 tap í leik kvöldsins, en þetta er tíundi leikurinn í röð án sigurs hjá stelpunum okkar. Ísland fékk fín færi í fyrri hálfleik til að komast yfir í leiknum, en með vindinn í fangið í seinni hálfleik reyndust Frakkarnir of stór biti. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [7] Átti stórkostlega vörslu á 13. mínútu þegar hún nýtti alla sentímetrana sína til að teygja sig í skot sem stefndi í fjærhornið. Var heilt yfir örugg í sínum aðgerðum og greip vel inn í þegar liðið þurfti á henni að halda, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir mörk Frakka. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [4] Átti í vandræðum framan af leik. Frakkar sóttu mikið upp vinstri kantinn og Guðný átti oft og tíðum í erfiðleikum. Hefði mögulega þurft meiri hjálparvörn. Fann þó taktinn betur og betur eftir því sem leið á leikinn. Fyrra mark Frakka kom svo hennar megin, en þar hefði átt að dæma rangstöðu. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [5] Fékk dauðafæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik, en setti boltann framhjá. Spurning hvort hún hafi átt að gera betur í öðru marki Frakka þegar hún lætur teyma sig út úr vörninni. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [7] Mætti reið til leiks í kvöld. Hvað það var sem reitti hana til reiði veit ég ekki, en Ingibjörg nýtti reiðina vel. Lítið við hana að sakast í mörkum gestanna. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [6] Hafði ekki jafn mikið að gera og kollegi sinn í hægri bakverðinum framan af leik. Franska liðið sótti þó meira upp hægri kantinn í seinni hálfleik og þá var Guðrún sterk í sínum aðgerðum. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Engin flugeldasýning frá Alexöndru, en gerði vel þennan klukkutíma sem hún var á vellinum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [6] Enn einn leikurinn þar sem föst leikatriði hennar eru að skapa hættu. Er með frábæra spyrnugetu og var óheppin að skora ekki eða leggja upp í fyrri hálfleik. Dró af henni eftir hlé þegar íslenska liðið spilaði með vindinn í fangið. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður [6] Heilt yfir fín frammistaða hjá Dagnýju sem er að komast aftur inn í liðið. Mikilvæg fyrir Ísland þegar hún er upp á sitt besta. Hlín Eiríksdóttir, hægri vængmaður [6] Hjlóp mikið og skilaði fínni varnarvinnu miðað við stöðu á vellinum, en vantaði meira fram á við og var tekin af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji [4] Hefur oft sýnt meira í íslensku treyjunni. Reyndi að ógna franska markinu með sínum ótrúlega hraða, en frönsku varnarmennirnir vissu vel að það þyrfti að stoppa hana. Dró svo verulega af henni í seinni hálfleik. Agla María Albertsdóttir, vinstri vængmaður [5] Átti fínt skot sem fór yfir markið í fyrri hálfleik. Annars heldur viðburðarlítill leikur hjá Öglu Maríu. Varamenn: Sandra María Jessen, kom inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á 62. mínútu [5] Barðist vel eftir að hún kom inn á, en fékk úr litlu að moða í fremstu víglínu með vindinn í fangið. Hildur Antonsdóttir, kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á 62. mínútu [5] Gerði vel stuttu eftir að hún kom inn á þegar hún kom í veg fyrir að Frakkar slyppu í gegn. Berglind Ágústsdóttir, kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 74. mínútu [4] Fyrra mark Frakka kom um leið og Berglind og Fanndís komu inn af bekknum. Svo sem ekkert við þær að sakast, en erfitt að koma inn á við þessar aðstæður. Fanndís Friðriksdóttir, kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 74. mínútu [4] Í rauninni lítið annað að segja um frammistöði Fanndísar en hefur verið sagt um frammistöðu Berglindar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 85. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Íslenska liðið mátti þola 0-2 tap í leik kvöldsins, en þetta er tíundi leikurinn í röð án sigurs hjá stelpunum okkar. Ísland fékk fín færi í fyrri hálfleik til að komast yfir í leiknum, en með vindinn í fangið í seinni hálfleik reyndust Frakkarnir of stór biti. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [7] Átti stórkostlega vörslu á 13. mínútu þegar hún nýtti alla sentímetrana sína til að teygja sig í skot sem stefndi í fjærhornið. Var heilt yfir örugg í sínum aðgerðum og greip vel inn í þegar liðið þurfti á henni að halda, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir mörk Frakka. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [4] Átti í vandræðum framan af leik. Frakkar sóttu mikið upp vinstri kantinn og Guðný átti oft og tíðum í erfiðleikum. Hefði mögulega þurft meiri hjálparvörn. Fann þó taktinn betur og betur eftir því sem leið á leikinn. Fyrra mark Frakka kom svo hennar megin, en þar hefði átt að dæma rangstöðu. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [5] Fékk dauðafæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik, en setti boltann framhjá. Spurning hvort hún hafi átt að gera betur í öðru marki Frakka þegar hún lætur teyma sig út úr vörninni. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [7] Mætti reið til leiks í kvöld. Hvað það var sem reitti hana til reiði veit ég ekki, en Ingibjörg nýtti reiðina vel. Lítið við hana að sakast í mörkum gestanna. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [6] Hafði ekki jafn mikið að gera og kollegi sinn í hægri bakverðinum framan af leik. Franska liðið sótti þó meira upp hægri kantinn í seinni hálfleik og þá var Guðrún sterk í sínum aðgerðum. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Engin flugeldasýning frá Alexöndru, en gerði vel þennan klukkutíma sem hún var á vellinum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [6] Enn einn leikurinn þar sem föst leikatriði hennar eru að skapa hættu. Er með frábæra spyrnugetu og var óheppin að skora ekki eða leggja upp í fyrri hálfleik. Dró af henni eftir hlé þegar íslenska liðið spilaði með vindinn í fangið. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður [6] Heilt yfir fín frammistaða hjá Dagnýju sem er að komast aftur inn í liðið. Mikilvæg fyrir Ísland þegar hún er upp á sitt besta. Hlín Eiríksdóttir, hægri vængmaður [6] Hjlóp mikið og skilaði fínni varnarvinnu miðað við stöðu á vellinum, en vantaði meira fram á við og var tekin af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji [4] Hefur oft sýnt meira í íslensku treyjunni. Reyndi að ógna franska markinu með sínum ótrúlega hraða, en frönsku varnarmennirnir vissu vel að það þyrfti að stoppa hana. Dró svo verulega af henni í seinni hálfleik. Agla María Albertsdóttir, vinstri vængmaður [5] Átti fínt skot sem fór yfir markið í fyrri hálfleik. Annars heldur viðburðarlítill leikur hjá Öglu Maríu. Varamenn: Sandra María Jessen, kom inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á 62. mínútu [5] Barðist vel eftir að hún kom inn á, en fékk úr litlu að moða í fremstu víglínu með vindinn í fangið. Hildur Antonsdóttir, kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á 62. mínútu [5] Gerði vel stuttu eftir að hún kom inn á þegar hún kom í veg fyrir að Frakkar slyppu í gegn. Berglind Ágústsdóttir, kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 74. mínútu [4] Fyrra mark Frakka kom um leið og Berglind og Fanndís komu inn af bekknum. Svo sem ekkert við þær að sakast, en erfitt að koma inn á við þessar aðstæður. Fanndís Friðriksdóttir, kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 74. mínútu [4] Í rauninni lítið annað að segja um frammistöði Fanndísar en hefur verið sagt um frammistöðu Berglindar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 85. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn