Alþjóða skíðasambandið tekur upp gult og rautt spjald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 06:32 Það komst upp um svindl Norðmanna í skíðastökki og það hefur kallað á breytingu á eftirlitskerfi Alþjóða skíðasambandsins. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld. Getty/Augustin Authamayou Við þekkjum gulu og rauðu spjöldin úr boltaíþróttunum en nú verða þau einnig tekin upp í skíðaheiminum. Alþjóða skíðasambandið FIS, ætlar að herða eftirlit sitt með keppnisbúningum í kjölfarið á hneykslismálinu mikla í skíðastökkinu. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld í eftirlitskerfi með búningum keppenda. Norðmenn voru uppvísir að því að nota alltof víða búninga í skíðastökkskeppni sem varð til þess að skíðastökkvarar þeirra áttu möguleika á það svífa enn lengra. Þetta komst upp og þótti mikil hneysa fyrir Norðmenn. Þetta var jafnframt áfellisdómur yfir eftirlitskerfi FIS. Forráðamenn Noregs neituðu fyrst að hafa svindlað en viðurkenndu síðan að þeir hefðu leikið á kerfið. Norsku fjölmiðlarnir Verdens Gang, Dagbladet og Nettavisen segja frá því að gulu og rauðu spjöldin séu niðurstaðan eftir fjarfund hjá búningsnefnd sambandsins í gær. „Við verðum að herða reglurnar og fylgja þeim betur eftir. Keppnisþjóðir og almenningur þurfa að öðlast meiri trú á FIS,“ sagði Tom Hilde við Dagbladet en hann var fulltrúi Norðmanna á fundinum. „Ef þú ert dæmdur úr leik í keppni þá færðu gult spjald. Þetta er þannig séð viðvörun. Ef þú ert síðan dæmdur aftur úr leik vegna brota á búningareglum þá færðu rauða spjaldið og missir af næsta móti líka. Þetta mun vonandi verða til þess að allir passi upp á það að fylgja þeim reglum sem eru í gildi,“ sagði Hilde. Rauða spjaldið hefur líka áhrif á stigakerfi þjóða en þær gætu þar tapað mikilvægum stigum í baráttu um sæti á styrkleikalistum. Alþjóða skíðaeftirlitið mun líka passa upp á það að hér eftir verði alltaf tveir eftirlitsmenn með búningum keppenda en hingað til hefur vanalega einn aðili séð um slíkt eftirlit. Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sjá meira
Alþjóða skíðasambandið FIS, ætlar að herða eftirlit sitt með keppnisbúningum í kjölfarið á hneykslismálinu mikla í skíðastökkinu. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld í eftirlitskerfi með búningum keppenda. Norðmenn voru uppvísir að því að nota alltof víða búninga í skíðastökkskeppni sem varð til þess að skíðastökkvarar þeirra áttu möguleika á það svífa enn lengra. Þetta komst upp og þótti mikil hneysa fyrir Norðmenn. Þetta var jafnframt áfellisdómur yfir eftirlitskerfi FIS. Forráðamenn Noregs neituðu fyrst að hafa svindlað en viðurkenndu síðan að þeir hefðu leikið á kerfið. Norsku fjölmiðlarnir Verdens Gang, Dagbladet og Nettavisen segja frá því að gulu og rauðu spjöldin séu niðurstaðan eftir fjarfund hjá búningsnefnd sambandsins í gær. „Við verðum að herða reglurnar og fylgja þeim betur eftir. Keppnisþjóðir og almenningur þurfa að öðlast meiri trú á FIS,“ sagði Tom Hilde við Dagbladet en hann var fulltrúi Norðmanna á fundinum. „Ef þú ert dæmdur úr leik í keppni þá færðu gult spjald. Þetta er þannig séð viðvörun. Ef þú ert síðan dæmdur aftur úr leik vegna brota á búningareglum þá færðu rauða spjaldið og missir af næsta móti líka. Þetta mun vonandi verða til þess að allir passi upp á það að fylgja þeim reglum sem eru í gildi,“ sagði Hilde. Rauða spjaldið hefur líka áhrif á stigakerfi þjóða en þær gætu þar tapað mikilvægum stigum í baráttu um sæti á styrkleikalistum. Alþjóða skíðaeftirlitið mun líka passa upp á það að hér eftir verði alltaf tveir eftirlitsmenn með búningum keppenda en hingað til hefur vanalega einn aðili séð um slíkt eftirlit.
Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sjá meira