Alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað á síðustu kvartöld Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 15:05 Tíðni nauðganna jókst frá árinu 2001 fram til 2018, en síðan hefur þeim heldur fækkað. Vísir/Getty Tíðni rána og alvarlegra ofbeldisbrota hefur aukist á síðustu 25 árum. Heilt yfir hefur glæpatíðni þó dregist saman. Þetta kemur fram á Vísindavefnum, þar sem Snorri Örn Árnason afbrotafræðingur svarar því hvort glæpatíðni hafi aukist á Íslandi undanfarin ár. Í greininni er litið til fjölda skráðra brota síðustu 25 ára í samanburði við íbúafjölda. Á því tímabili má sjá almenna fækkun í hegningarlagabrotum, þar helst þjófnaðarbrotum, sem hefur fækkað verulega frá aldamótum. Skemmdarverkum fækkaði einnig fram til ársins 2013. Ránum hefur hins vegar fjölgað og hefur tíðnin aldrei verið hærri en árin 2023 og 2024. Manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi en Snorri bendir á að að meðaltali séu um tvö manndráp framin á Íslandi á ári. Þegar tölurnar séu svona lágar geti skapast miklar sveiflur ár frá ári. Árin 2022–2024 hafi tíðnin verið óvenju há á íslenskan mælikvarða. Tíðni manndrápa á ári eftir íbúafjölda.Línurit/Vísindavefurinn „Rétt er að hafa í huga að manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi og örlítil fjölgun getur því valdið mikilli sveiflu sem hugsanlega er aðeins frávik í þróuninni,“ skrifar Snorri. Tíðni ofbeldisbrota hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2001 en skráningum minniháttar líkamsárása hefur fjölgað lítillega en árið 2015 tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upp nýtt verklag við meðferð heimilisofbeldis, sem hafði í för með sér fjölgun skráðra minniháttar líkamsárása. Nauðgunum fjölgaði frá árinu 2001 fram til 2018, en hefur síðan þá fækkað. Snorri bendir á að þolendakannanir, þ.e. kannanir á upplifun borgaranna af afbrotum, styðji einnig við niðurstöðurnar úr gagnagrunni lögreglu. Kannanirnar gefi til kynna að afbrotum hafi ýmist fækkað eða þau staðið í stað undanfarin ár. Á heildina hefur tíðni afbrota ekki aukist á Íslandi síðustu ár, heldur fækkað eða tíðni þeirra haldist stöðug frá árinu 2014. Þó séu ákveðin frávik: rán, manndráp og alvarleg ofbeldisbrot. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri tekur jafnframt fram að tölur lögreglu um skráð afbrot gefi ekki alltaf rétta mynd af raunverulegri þróun. Til að fá rétta mynd af glæpatíðni þurfi að skoða tíðni brota yfir lengri tímabil með tilliti til íbúafjölda, horfa til hulinna brota og greina hvort fjölgun sé vegna meiri tilkynninga, aukins eftirlits, eða kerfisbreytinga - frekar en raunverulegrar fjölgunar afbrota. Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Þetta kemur fram á Vísindavefnum, þar sem Snorri Örn Árnason afbrotafræðingur svarar því hvort glæpatíðni hafi aukist á Íslandi undanfarin ár. Í greininni er litið til fjölda skráðra brota síðustu 25 ára í samanburði við íbúafjölda. Á því tímabili má sjá almenna fækkun í hegningarlagabrotum, þar helst þjófnaðarbrotum, sem hefur fækkað verulega frá aldamótum. Skemmdarverkum fækkaði einnig fram til ársins 2013. Ránum hefur hins vegar fjölgað og hefur tíðnin aldrei verið hærri en árin 2023 og 2024. Manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi en Snorri bendir á að að meðaltali séu um tvö manndráp framin á Íslandi á ári. Þegar tölurnar séu svona lágar geti skapast miklar sveiflur ár frá ári. Árin 2022–2024 hafi tíðnin verið óvenju há á íslenskan mælikvarða. Tíðni manndrápa á ári eftir íbúafjölda.Línurit/Vísindavefurinn „Rétt er að hafa í huga að manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi og örlítil fjölgun getur því valdið mikilli sveiflu sem hugsanlega er aðeins frávik í þróuninni,“ skrifar Snorri. Tíðni ofbeldisbrota hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2001 en skráningum minniháttar líkamsárása hefur fjölgað lítillega en árið 2015 tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upp nýtt verklag við meðferð heimilisofbeldis, sem hafði í för með sér fjölgun skráðra minniháttar líkamsárása. Nauðgunum fjölgaði frá árinu 2001 fram til 2018, en hefur síðan þá fækkað. Snorri bendir á að þolendakannanir, þ.e. kannanir á upplifun borgaranna af afbrotum, styðji einnig við niðurstöðurnar úr gagnagrunni lögreglu. Kannanirnar gefi til kynna að afbrotum hafi ýmist fækkað eða þau staðið í stað undanfarin ár. Á heildina hefur tíðni afbrota ekki aukist á Íslandi síðustu ár, heldur fækkað eða tíðni þeirra haldist stöðug frá árinu 2014. Þó séu ákveðin frávik: rán, manndráp og alvarleg ofbeldisbrot. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri tekur jafnframt fram að tölur lögreglu um skráð afbrot gefi ekki alltaf rétta mynd af raunverulegri þróun. Til að fá rétta mynd af glæpatíðni þurfi að skoða tíðni brota yfir lengri tímabil með tilliti til íbúafjölda, horfa til hulinna brota og greina hvort fjölgun sé vegna meiri tilkynninga, aukins eftirlits, eða kerfisbreytinga - frekar en raunverulegrar fjölgunar afbrota.
Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira