Tvöfalt fleiri Parkinson-sjúklingar eftir fimmtán ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2025 15:31 Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Í nýrri skýrslu kemur fram að Íslendingar með Parkinson verði tvöfalt fleiri eftir fimmtán ár. Þá muni árlegur beinn kostnaður ríkisins vegna sjúkdómsins fara úr fimm milljörðum króna í tíu milljarða. Í skýrslunni „Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig“, sem Parkinson-samtökin fengu Ágúst Ólaf Ágústsson hagfræðing og lögfræðing til að vinna, er mælt með auknum framlögum til endurhæfingar þeirra sem greinast með Parkinson hér á landi. „Sífellt stærra hlutfall fólks fær Parkinson, þar á meðal yngra fólk, en orsakir aukningarinnar eru ekki þekktar. Lengri lífaldur þjóðarinnar veldur því að fleiri geta búist við því að fá sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni,“ segir í tilkynningu frá Parkinson-samtökunum. Í dag var skýrt frá því að Morten Harket, söngvari hljómsveitarinnar A-ha, hafi greinst með sjúkdóminn. Hann er 65 ára gamall. Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Þá hefur höfundur skýrslunnar reiknað út að beinn ábati ríkisins af starfi samtakanna sé um 400 milljónir króna á ári. Með auknum stuðningi megi spara stærri fjárhæðir og auka lífsgæði fjölda fólks. „Sannað er að endurhæfing heldur mjög aftur af einkennum Parkinson og dregur þannig úr þörf fólks fyrir dýra heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem vitnað er til í skýrslunni, segja að heilbrigðiskerfið reiði sig mjög á Parkinsonsamtökin um þjónustu við þennan sístækkandi hóp. Ekki er boðið upp á endurhæfingu annars staðar, sambærilega þeirri sem veitt er í stöð samtakanna á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu samtakanna. Forsvarsmenn Parkinsonsamtakanna gagnrýna hversu lágt framlag ríkisins er í ljósi þessa mikla ábata. Þá segja þau að áhyggjuefni sé ef fyrirhuguð heildarstefnumótun um endurhæfingu hér á landi tekur ekki mið af hagkvæmni þjónustu sjúkdómasamtaka. Parkinsonsamtökin eru ein nokkurra íslenskra sjúkdómasamtökum sem halda úti víðtækri þjónustu við félagsmenn sína og aðstandendur þeirra. „Það segir sig sjálft að fræðslu-, ráðgjafar- og endurhæfingarþjónusta sem veitt er af sjúkdómasamtökum er afar hagkvæm fyrir ríkið og tekur álagið af heilbrigðiskerfinu þar sem kostnaður við að þjónusta þessa sjúklinga er mun meiri. Endurhæfingarstöð Parkinsonsamtakanna er viðurkennd heilbrigðisstofnun sem starfar samkvæmt leyfi frá Landlæknisembættinu. Nú þegar sífellt fleiri greinast þá skiptir endurhæfing sem hægir á þróun sjúkdómsins og dregur úr einkennum æ meira máli. Okkar fólk er dýrir sjúklingar, hvort sem litið er til heilbrigðis- eða öldrunarþjónustu. Parkinson er ólæknandi sjúkdómur en með réttri meðferð aukast líkurnar á að fólk geti búið heima og verið virkt þrátt fyrir greininguna,“ segir Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinson-samtakanna.“ Skýrsluna má sjá að neðan (PDF). Tengd skjöl Parkinsonsamtokin_-_Heilbrigdisthjonusta_sem_borgar_sigPDF630KBSækja skjal Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í skýrslunni „Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig“, sem Parkinson-samtökin fengu Ágúst Ólaf Ágústsson hagfræðing og lögfræðing til að vinna, er mælt með auknum framlögum til endurhæfingar þeirra sem greinast með Parkinson hér á landi. „Sífellt stærra hlutfall fólks fær Parkinson, þar á meðal yngra fólk, en orsakir aukningarinnar eru ekki þekktar. Lengri lífaldur þjóðarinnar veldur því að fleiri geta búist við því að fá sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni,“ segir í tilkynningu frá Parkinson-samtökunum. Í dag var skýrt frá því að Morten Harket, söngvari hljómsveitarinnar A-ha, hafi greinst með sjúkdóminn. Hann er 65 ára gamall. Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Þá hefur höfundur skýrslunnar reiknað út að beinn ábati ríkisins af starfi samtakanna sé um 400 milljónir króna á ári. Með auknum stuðningi megi spara stærri fjárhæðir og auka lífsgæði fjölda fólks. „Sannað er að endurhæfing heldur mjög aftur af einkennum Parkinson og dregur þannig úr þörf fólks fyrir dýra heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem vitnað er til í skýrslunni, segja að heilbrigðiskerfið reiði sig mjög á Parkinsonsamtökin um þjónustu við þennan sístækkandi hóp. Ekki er boðið upp á endurhæfingu annars staðar, sambærilega þeirri sem veitt er í stöð samtakanna á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu samtakanna. Forsvarsmenn Parkinsonsamtakanna gagnrýna hversu lágt framlag ríkisins er í ljósi þessa mikla ábata. Þá segja þau að áhyggjuefni sé ef fyrirhuguð heildarstefnumótun um endurhæfingu hér á landi tekur ekki mið af hagkvæmni þjónustu sjúkdómasamtaka. Parkinsonsamtökin eru ein nokkurra íslenskra sjúkdómasamtökum sem halda úti víðtækri þjónustu við félagsmenn sína og aðstandendur þeirra. „Það segir sig sjálft að fræðslu-, ráðgjafar- og endurhæfingarþjónusta sem veitt er af sjúkdómasamtökum er afar hagkvæm fyrir ríkið og tekur álagið af heilbrigðiskerfinu þar sem kostnaður við að þjónusta þessa sjúklinga er mun meiri. Endurhæfingarstöð Parkinsonsamtakanna er viðurkennd heilbrigðisstofnun sem starfar samkvæmt leyfi frá Landlæknisembættinu. Nú þegar sífellt fleiri greinast þá skiptir endurhæfing sem hægir á þróun sjúkdómsins og dregur úr einkennum æ meira máli. Okkar fólk er dýrir sjúklingar, hvort sem litið er til heilbrigðis- eða öldrunarþjónustu. Parkinson er ólæknandi sjúkdómur en með réttri meðferð aukast líkurnar á að fólk geti búið heima og verið virkt þrátt fyrir greininguna,“ segir Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinson-samtakanna.“ Skýrsluna má sjá að neðan (PDF). Tengd skjöl Parkinsonsamtokin_-_Heilbrigdisthjonusta_sem_borgar_sigPDF630KBSækja skjal
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira