Ætlar að gera allt í sínu valdi til að tryggja rekstur Kaffistofunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2025 23:02 Inga Sæland hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Kaffistofu Samhjálpar og ætlar að gera allt sem hún getur til að tryggja reksturinn. Vísir/Einar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segist hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofu Samhjálpar og segist ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja áframhaldandi rekstur kaffistofunnar. Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamótin september-október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, sagðist í maí hafa áhyggjur af því að nýtt húsnæði finndist ekki í tæka tíð. Samtökin hafa verið í virkri leit að húsnæði í rúmt ár og vilja helst fá nýtt húsnæði miðsvæðis upp á nálægð við gistiskýli á Granda og Lindargötu og neyslurýmið Ylju. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á ríkisstjórnarfundi út í lokun Kaffistofunnar og hvort hún hefði áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef miklar áhyggjur af því vegna þess að þetta er ómetanlegt starf sem Samhjálp er að vinna fyrir okkar minnstu bræður og systur sem búa við erfiðustu aðstæðurnar í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland. Málið væri til meðferðar í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. „Við munum aldrei láta það gerast í rauninni að þau fái ekki þær úrbætur sem þau þurfa til þess að geta haldið áfram sínu góða starfi,“ sagði hún. Þið munuð tryggja það að reksturinn haldist áfram þarna? „Við erum að minnsta kosti að vinna í því að gera allt sem í okkar valdi stendur. Þannig mínar vonir standa til þess,“ sagði Inga. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamótin september-október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, sagðist í maí hafa áhyggjur af því að nýtt húsnæði finndist ekki í tæka tíð. Samtökin hafa verið í virkri leit að húsnæði í rúmt ár og vilja helst fá nýtt húsnæði miðsvæðis upp á nálægð við gistiskýli á Granda og Lindargötu og neyslurýmið Ylju. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á ríkisstjórnarfundi út í lokun Kaffistofunnar og hvort hún hefði áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef miklar áhyggjur af því vegna þess að þetta er ómetanlegt starf sem Samhjálp er að vinna fyrir okkar minnstu bræður og systur sem búa við erfiðustu aðstæðurnar í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland. Málið væri til meðferðar í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. „Við munum aldrei láta það gerast í rauninni að þau fái ekki þær úrbætur sem þau þurfa til þess að geta haldið áfram sínu góða starfi,“ sagði hún. Þið munuð tryggja það að reksturinn haldist áfram þarna? „Við erum að minnsta kosti að vinna í því að gera allt sem í okkar valdi stendur. Þannig mínar vonir standa til þess,“ sagði Inga. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira