Verður greinilega að vera Ísrael Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. júní 2025 06:31 „Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gaza,“ ritaði Einar Ólafsson í grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni grein eftir mig á sama miðli þar sem ég benti á það að ekki virtist þykja ástæða til þess að mótmæla ofbeldi í garð Palestínumanna nema Ísrael ætti í hlut. Það að Ísrael kæmi við sögu virðist þannig vera nauðsynlegur útgangspunktur en ekki einfaldlega það að Palestínumenn yrðu fyrir ofbeldi óháð því hver gerandinn væri í þeim efnum. Ég benti í því sambandi á gróft ofbeldi sem Palestínumenn í flóttamannabúðum Yarmouk í Sýrlandi hefðu orðið fyrir af hendi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams sem myrti þar fjölda fólks meðal annars og ekki sízt með því að afhöfða það. Þeir sem hæst hafa látið í sér heyra hér á landi vegna Palestínumanna á Gaza og Vesturbakkanum sáu ljóslega ekki nokkra ástæðu til þess að gera veður út af því. Enda átti Ísrael ekki þar hlut að máli. Einar ber því við að stríðið í Sýrlandi hafi verið „ansi flókið“ og dæmið um flóttamannabúðirnar „einungis eitt af skelfilegum atburðum sem þar hafa átt sér stað.“ Þá hafi ekki verið einhugur um það hverjum væri um að kenna í þeim efnum og flestir sammála um að ætti ekki við um einhvern einn. Kom það virkilega í veg fyrir að vakin væri athygli á ofbeldinu í garð Palestínumanna í Yarmouk og alþjóðasamfélagið hvatt til þess að stuðla að friði í Sýrlandi svo slíkt endurtæki sig ekki? Það var víst engin ástæða til þess miðað við skrif Einars og framgöngu hans og annarra í þeim efnum. Ljóst er að mörgum þykir deilan fyrir botni Miðjarðarhafsins að sama skapi „ansi flókin“ og vissulega eru atburðirnir á Gaza um þessar mundir ekki það eina sem átt hefur sér stað þar í þeim efnum. Er þá einhver ástæða til þess að gera veður út af því? Væntanlega ekki miðað við málflutning Einars. Vitaskuld stenzt þetta enga skoðun. Eina rökrétta skýringin er sú sem áður segir að aðkoma Ísraels sé álitin nauðsynleg forsenda. Ég benti einnig á ógnarstjórn hryðjuverkasamtakanna Hamas á Gaza um langt árabil og ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna, þeirra eigin fólks, á svæðinu sem til að mynda má lesa um í umfjöllunum mannréttindasamtakanna Amnesty International. Meðal annars hafa þar ítrekað á liðnum árum verið barin niður friðsöm mótmæli með ofbeldi og pólitískir andstæðingar og einstaklingar sem mótmælt hafa stjórn þeirra barðir, fangelsaðir, pyntaðir og myrtir. Afgreiðsla Einars er jafnvel enn ódýrari þegar Hamas er annars vegar. Segist hann einfaldlega ekki ætla að elta ólar við þá athugasemd að ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna hafi ekki verið mótmælt af hans hálfu og annarra á sömu bylgjulengd hér á landi. Hins vegar væri sama hvaða álit fólk hefði á Hamas, og jafnvel þó einhverjir vildu taka undir með stjórnvöldum í Ísrael um að uppræta þyrfti samtökin, þá réttlætti það ekki framgöngu Ísraelshers á Gaza. Hið sama ætti við um árás þeirra á Ísrael í október 2023. Hitt er svo annað mál að forystumenn Hamas voru inntir eftir því í arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með henni og hvort hún yrði ekki dýru verði keypt fyrir hann. Svörin voru þau að svo yrði vissulega en þeir væru reiðubúnir að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum,“ sagði Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas. Ég hef sjálfur ítrekað fjallað um það hvernig óbreyttir borgarar á Gaza væru einkum fórnarlömb ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafsins enda á milli steins og sleggju í þeim efnum. Annars vegar væri Ísraelsher og hins vegar Hamas sem ljóst væri að skeytti engu um öryggi þeirra og skýldi sér þvert á móti á bak við þá. Til að mynda hefðu tugir kílómetra af göngum verið grafnir á Gaza fyrir vígamenn samtakanna á sama tíma og þar væri hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað til þess að tryggja öryggi almennra borgara. Á hinn bóginn má velta fyrir sér hversu mikið mannfall hefði orðið í Ísrael vegna þeirra tugþúsunda eldflauga sem Hamas hefur skotið á landið ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi þess. Vert er að lokum að fjalla um ástandið í Súdan sem Einar hafði frumkvæði að því að nefna til sögunnar og komið er inn á í upphafi greinarinnar. Munurinn væri þó sá að hans sögn að þar væri um borgarastyrjöld að ræða sem vestræn ríki gætu lítil áhrif haft á. Dregur hann þó síðan strax í land og segir að kannski gætu Bandaríkin og Evrópusambandið haft þar áhrif og hugsanlega rétt að þrýsta á þau að beita sér. Tengir hann á frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um málið sem hann virðist þó ekki hafa lesið sjálfur. Þar segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi lýst stríðið í Súdan, sem hófst 2023, kostað hefur 150 þúsund mannslíf, leitt til hungursneyðar 25 milljóna manna og neytt tólf milljónir á vergang, verstu mannúðarkrísu heimsins. Hægt er að finna ófáar greinar sem Einar hefur skrifað um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins þar sem spjótunum er beint að Ísrael en ég hef enga slíka fundið um Súdan þrátt fyrir stór orð í grein hans um stöðu mála þar í landi, líkt og þau sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar, og hversu þungbært honum þyki að eigin sögn að geta ekki beitt sér í þeim efnum. Ekki er þó nóg með að 150 þúsund manns hafi týnt lífi í stríðinu í Súdan heldur hefur fjöldi manns meðal annars af Massalit-þjóðflokknum verið drepinn þar í landi fyrir þá eina sök að vera dekkri á hörund og ekki arabískir. Full ástæða væri því til þess að stinga niður penna í þeim efnum ekki síður en í tilfelli Gaza. Hins vegar á Ísrael jú enga aðkomu að þeim átökum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
„Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gaza,“ ritaði Einar Ólafsson í grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni grein eftir mig á sama miðli þar sem ég benti á það að ekki virtist þykja ástæða til þess að mótmæla ofbeldi í garð Palestínumanna nema Ísrael ætti í hlut. Það að Ísrael kæmi við sögu virðist þannig vera nauðsynlegur útgangspunktur en ekki einfaldlega það að Palestínumenn yrðu fyrir ofbeldi óháð því hver gerandinn væri í þeim efnum. Ég benti í því sambandi á gróft ofbeldi sem Palestínumenn í flóttamannabúðum Yarmouk í Sýrlandi hefðu orðið fyrir af hendi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams sem myrti þar fjölda fólks meðal annars og ekki sízt með því að afhöfða það. Þeir sem hæst hafa látið í sér heyra hér á landi vegna Palestínumanna á Gaza og Vesturbakkanum sáu ljóslega ekki nokkra ástæðu til þess að gera veður út af því. Enda átti Ísrael ekki þar hlut að máli. Einar ber því við að stríðið í Sýrlandi hafi verið „ansi flókið“ og dæmið um flóttamannabúðirnar „einungis eitt af skelfilegum atburðum sem þar hafa átt sér stað.“ Þá hafi ekki verið einhugur um það hverjum væri um að kenna í þeim efnum og flestir sammála um að ætti ekki við um einhvern einn. Kom það virkilega í veg fyrir að vakin væri athygli á ofbeldinu í garð Palestínumanna í Yarmouk og alþjóðasamfélagið hvatt til þess að stuðla að friði í Sýrlandi svo slíkt endurtæki sig ekki? Það var víst engin ástæða til þess miðað við skrif Einars og framgöngu hans og annarra í þeim efnum. Ljóst er að mörgum þykir deilan fyrir botni Miðjarðarhafsins að sama skapi „ansi flókin“ og vissulega eru atburðirnir á Gaza um þessar mundir ekki það eina sem átt hefur sér stað þar í þeim efnum. Er þá einhver ástæða til þess að gera veður út af því? Væntanlega ekki miðað við málflutning Einars. Vitaskuld stenzt þetta enga skoðun. Eina rökrétta skýringin er sú sem áður segir að aðkoma Ísraels sé álitin nauðsynleg forsenda. Ég benti einnig á ógnarstjórn hryðjuverkasamtakanna Hamas á Gaza um langt árabil og ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna, þeirra eigin fólks, á svæðinu sem til að mynda má lesa um í umfjöllunum mannréttindasamtakanna Amnesty International. Meðal annars hafa þar ítrekað á liðnum árum verið barin niður friðsöm mótmæli með ofbeldi og pólitískir andstæðingar og einstaklingar sem mótmælt hafa stjórn þeirra barðir, fangelsaðir, pyntaðir og myrtir. Afgreiðsla Einars er jafnvel enn ódýrari þegar Hamas er annars vegar. Segist hann einfaldlega ekki ætla að elta ólar við þá athugasemd að ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna hafi ekki verið mótmælt af hans hálfu og annarra á sömu bylgjulengd hér á landi. Hins vegar væri sama hvaða álit fólk hefði á Hamas, og jafnvel þó einhverjir vildu taka undir með stjórnvöldum í Ísrael um að uppræta þyrfti samtökin, þá réttlætti það ekki framgöngu Ísraelshers á Gaza. Hið sama ætti við um árás þeirra á Ísrael í október 2023. Hitt er svo annað mál að forystumenn Hamas voru inntir eftir því í arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með henni og hvort hún yrði ekki dýru verði keypt fyrir hann. Svörin voru þau að svo yrði vissulega en þeir væru reiðubúnir að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum,“ sagði Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas. Ég hef sjálfur ítrekað fjallað um það hvernig óbreyttir borgarar á Gaza væru einkum fórnarlömb ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafsins enda á milli steins og sleggju í þeim efnum. Annars vegar væri Ísraelsher og hins vegar Hamas sem ljóst væri að skeytti engu um öryggi þeirra og skýldi sér þvert á móti á bak við þá. Til að mynda hefðu tugir kílómetra af göngum verið grafnir á Gaza fyrir vígamenn samtakanna á sama tíma og þar væri hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað til þess að tryggja öryggi almennra borgara. Á hinn bóginn má velta fyrir sér hversu mikið mannfall hefði orðið í Ísrael vegna þeirra tugþúsunda eldflauga sem Hamas hefur skotið á landið ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi þess. Vert er að lokum að fjalla um ástandið í Súdan sem Einar hafði frumkvæði að því að nefna til sögunnar og komið er inn á í upphafi greinarinnar. Munurinn væri þó sá að hans sögn að þar væri um borgarastyrjöld að ræða sem vestræn ríki gætu lítil áhrif haft á. Dregur hann þó síðan strax í land og segir að kannski gætu Bandaríkin og Evrópusambandið haft þar áhrif og hugsanlega rétt að þrýsta á þau að beita sér. Tengir hann á frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um málið sem hann virðist þó ekki hafa lesið sjálfur. Þar segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi lýst stríðið í Súdan, sem hófst 2023, kostað hefur 150 þúsund mannslíf, leitt til hungursneyðar 25 milljóna manna og neytt tólf milljónir á vergang, verstu mannúðarkrísu heimsins. Hægt er að finna ófáar greinar sem Einar hefur skrifað um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins þar sem spjótunum er beint að Ísrael en ég hef enga slíka fundið um Súdan þrátt fyrir stór orð í grein hans um stöðu mála þar í landi, líkt og þau sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar, og hversu þungbært honum þyki að eigin sögn að geta ekki beitt sér í þeim efnum. Ekki er þó nóg með að 150 þúsund manns hafi týnt lífi í stríðinu í Súdan heldur hefur fjöldi manns meðal annars af Massalit-þjóðflokknum verið drepinn þar í landi fyrir þá eina sök að vera dekkri á hörund og ekki arabískir. Full ástæða væri því til þess að stinga niður penna í þeim efnum ekki síður en í tilfelli Gaza. Hins vegar á Ísrael jú enga aðkomu að þeim átökum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun