Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júní 2025 10:02 Gunnlaugur Árni Sveinsson og Maja Örtengren spila betri bolta saman í dag. getty Gunnlaugur Árni Sveinsson verður í dag fyrstur Íslendinga til að taka þátt í Arnold Palmer bikarnum, sterkasta áhugakylfingamóti heims. Hann spilar í dag með hinni sænsku Meju Örtengren. Gunnlaugur er einn aðeins tólf kylfinga sem voru valdir í alþjóðlega liðið gegn því bandaríska. Mótið fer fram á Congaree golfvellinum í Suður-Karólínu dagana 5.-7. júní og er leikið eftir sama fyrirkomulagi og í Ryder og Solheim bikurunum. Lið Bandaríkjanna spilar þar við lið alþjóðlegra kylfinga en allir kylfingarnir koma úr bandaríska háskólagolfinu. Liðin samanstanda af tólf körlum og tólf konum. Á mótinu hafa margir sterkustu kylfingar heims á við Ludvig Åberg, Bryson DeChambeau, Justin Thomas, Collin Morikawa og Rickie Fowler tekið þátt í gegnum tíðina Betri bolti á fyrsta degi Á fyrsta keppnisdegi er leikinn betri bolti. Einn karl og ein kona mynda saman tveggja manna teymi og gildir betra skorið á hverri holu. Gunnlaugur mun spila með hinni sænsku Meja Örtengren gegn þeim Catherine Park og Jack Turner klukkan 15:15 að íslenskum tíma. Meja er einn besti áhugakylfingur heims, í 14. sæti á heimslista áhugakylfinga. Hún er líkt og Gunnlaugur á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Gunnlaugur situr í 35. sæti á karlalistanum. Andstæðingar þeirra eru ekki af verri endanum. Catherine Park er í 7. sæti kvennalistans, hefur unnið fjögur háskólamót á sínum ferli og lék einnig í Arnold Palmer Cup í fyrra. Jack Turner er í 22. sæti karlalistans, sigurlaus á árinu en með stöðugar og góðar niðurstöður. 36 holur á morgun og tvímenningur hinn daginn Á öðrum keppnisdegi eru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Fyrir hádegi mun Gunnlaugur leika með öðrum karlkylfing og eftir hádegi verður hann paraður með kvenkylfing. Á síðasta keppnisdegi er svo leikinn tvímenningur. Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Gunnlaugur er einn aðeins tólf kylfinga sem voru valdir í alþjóðlega liðið gegn því bandaríska. Mótið fer fram á Congaree golfvellinum í Suður-Karólínu dagana 5.-7. júní og er leikið eftir sama fyrirkomulagi og í Ryder og Solheim bikurunum. Lið Bandaríkjanna spilar þar við lið alþjóðlegra kylfinga en allir kylfingarnir koma úr bandaríska háskólagolfinu. Liðin samanstanda af tólf körlum og tólf konum. Á mótinu hafa margir sterkustu kylfingar heims á við Ludvig Åberg, Bryson DeChambeau, Justin Thomas, Collin Morikawa og Rickie Fowler tekið þátt í gegnum tíðina Betri bolti á fyrsta degi Á fyrsta keppnisdegi er leikinn betri bolti. Einn karl og ein kona mynda saman tveggja manna teymi og gildir betra skorið á hverri holu. Gunnlaugur mun spila með hinni sænsku Meja Örtengren gegn þeim Catherine Park og Jack Turner klukkan 15:15 að íslenskum tíma. Meja er einn besti áhugakylfingur heims, í 14. sæti á heimslista áhugakylfinga. Hún er líkt og Gunnlaugur á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Gunnlaugur situr í 35. sæti á karlalistanum. Andstæðingar þeirra eru ekki af verri endanum. Catherine Park er í 7. sæti kvennalistans, hefur unnið fjögur háskólamót á sínum ferli og lék einnig í Arnold Palmer Cup í fyrra. Jack Turner er í 22. sæti karlalistans, sigurlaus á árinu en með stöðugar og góðar niðurstöður. 36 holur á morgun og tvímenningur hinn daginn Á öðrum keppnisdegi eru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Fyrir hádegi mun Gunnlaugur leika með öðrum karlkylfing og eftir hádegi verður hann paraður með kvenkylfing. Á síðasta keppnisdegi er svo leikinn tvímenningur.
Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira