Dómar fólks sem sótti fíkniefni fyrir salann sinn mildaðir Árni Sæberg skrifar 5. júní 2025 15:23 Landsréttur kvað upp dóm yfir fólkinu í dag. Vísir/Viktor Freyr Dómar tveggja vegna innflutnings mikils magns amfetamínsbasa hafa verið mildaðir úr þremur árum í tvö í Landsrétti. Málið sneri að eiturlyfjasala sem gerði viðskiptavini sína út í fíkniefnaviðskiptum. Sex ára dómur eiturlyfjasalans stendur. Dómur þess efnis var kveðinn upp klukkan 15 en hefur ekki verið birtur. Því liggja forsendur dómsins ekki fyrir að svo stöddu. Málið var höfðað með ákæru Héraðssaksóknara þann 15. maí í fyrra á hendur þeim Michal Szematowicz, Sólveigu Júlíu Linnet, Sigfúsi Má Dagbjartarsyni og Wojciech Kaczorowski. Í dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í september í fyrra sagði að Wojciech væri dæmdur í fangelsi í tvö ár, Sólveig Júlía í þrjú ár, Sigfús Már í þrjú ár og Michal í sex ár. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms hvað Michal og Wojciech varðar en mildaði refsingu Sólveigar Júlíu og Sigfúsar Más um eitt ár. Í dómi héraðsdóms sagði að Michal, höfuðpaurinn í málinu, hefði fengið viðskiptavini sína, hina sakborningana, til þess að sækja fyrir sig flöskur sem innihéldu efnin. Fólkið var talið hafa mátt vita að flöskurnar innihéldu eiturlyf, enda hafi maðurinn verið eiturlyfjasali þess. Michal hefði verið ákærður fyrir að hafa flutt inn og reynt að taka á móti og varsla samtals 6,78 lítra af amfetamínbasa, með 60 til 62 prósenta styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi og fengið Sólveigu Júlíu og Sigfús Má til að vera skráðir móttakendur hvort fyrir sinni sendingunni, sem bárust hingað til lands með póstsendingu frá Þýskalandi þann 19. febrúar síðastliðinn. Lögregla hefði lagt hald á fíkniefnin á póstafgreiðslustöð Icetransport við Selhellu 9, Hafnarfirði, og skipt þeim út fyrir gerviefni. Michal hefði síðan fengið þau Sólveigu Júlíu, Sigfús Má og Wojciech til að sækja sendingarnar þann 23. febrúar í fyrra og koma þeim til Michal. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp klukkan 15 en hefur ekki verið birtur. Því liggja forsendur dómsins ekki fyrir að svo stöddu. Málið var höfðað með ákæru Héraðssaksóknara þann 15. maí í fyrra á hendur þeim Michal Szematowicz, Sólveigu Júlíu Linnet, Sigfúsi Má Dagbjartarsyni og Wojciech Kaczorowski. Í dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í september í fyrra sagði að Wojciech væri dæmdur í fangelsi í tvö ár, Sólveig Júlía í þrjú ár, Sigfús Már í þrjú ár og Michal í sex ár. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms hvað Michal og Wojciech varðar en mildaði refsingu Sólveigar Júlíu og Sigfúsar Más um eitt ár. Í dómi héraðsdóms sagði að Michal, höfuðpaurinn í málinu, hefði fengið viðskiptavini sína, hina sakborningana, til þess að sækja fyrir sig flöskur sem innihéldu efnin. Fólkið var talið hafa mátt vita að flöskurnar innihéldu eiturlyf, enda hafi maðurinn verið eiturlyfjasali þess. Michal hefði verið ákærður fyrir að hafa flutt inn og reynt að taka á móti og varsla samtals 6,78 lítra af amfetamínbasa, með 60 til 62 prósenta styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi og fengið Sólveigu Júlíu og Sigfús Má til að vera skráðir móttakendur hvort fyrir sinni sendingunni, sem bárust hingað til lands með póstsendingu frá Þýskalandi þann 19. febrúar síðastliðinn. Lögregla hefði lagt hald á fíkniefnin á póstafgreiðslustöð Icetransport við Selhellu 9, Hafnarfirði, og skipt þeim út fyrir gerviefni. Michal hefði síðan fengið þau Sólveigu Júlíu, Sigfús Má og Wojciech til að sækja sendingarnar þann 23. febrúar í fyrra og koma þeim til Michal.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira