Dómari í enska boltanum segist hata VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2025 19:48 Bobby Madley segir peningafólkið hafi vilja fá VAR en ekki leikmennirnir eða dómararnir. Getty/ Jacques Feeney Enski dómarinn Bobby Madley er ekki mikill aðdáandi myndbandsdómgæslu í fótbolta eins og kom vel fram þegar hann hélt á dögunum fyrirlestur á ráðstefnu um fótbolta. Madley er helst ósáttur með það að honum finnst Varsjáin taka tilfinningarnar úr leiknum. Madley dæmir í ensku neðri deildunum en er oft fjórði dómari í ensku úrvalsdeildinni. Hann dæmdi líka lengi í ensku úrvalsdeildinni. „Sem knattspyrnuáhugamaður þá hata ég VAR. Ég elska ensku b-deildina og ensku C-deildina og ég er ennþá mikill knattspyrnuáhugamaður,“ sagði Bobby Madley á ráðstefnunni en breska ríkisútvarpið segir frá. Það er enginn myndbandsdómgæsla í þeim deildum. „Ég elska það að þegar þú skorar mark, horfir á dómarann og aðstoðardómarann, og ef þeir gefa engin merki þá er þetta mark. Varsjáin tekur þessa tilfinningu í burtu. Fótboltinn er þannig íþrótt að hver stund á að gilda, Mark er skorað, dæmt gilt og ekkert meira,“ sagði Madley. „Myndbandsdómgæslan tekur tilfinningarnar úr boltanum þegar við þurftum að bíða og bíða eftir niðurstöðu. Sú bið er oft mjög löng og sem knattspyrnuáhugamaður þá er ég ekki hrifinn af þeirri reynslu,“ sagði Madley. Madley dæmdi 91 leik í ensku úrvalsdeildinni frá 2013 til 2018 en var rekinn úr deildinni eftir að það birtist myndband af honum gera grín að fötluðum einstaklingi. Myndbandið sendi hann vini sínum. Hann flutti til Noregs í framhaldinu og dæmdi í neðri deildum þar. Hann kom aftur til Englands í febrúar 2020 og fór síðan að dæma í neðri deildum enska boltans. Hann dæmdi einn leik í ensku úrvalsdeildinni á 2022-23 tímabilinu en engan leik á þessu tímabili. „Það er svo mikill peningur í fótboltanum i dag og þeir stjórna öllu. Öll mistök geta kostað fólk pening. Ég held að það hafi ekki verið margir knattspyrnuáhugamenn sem vildu endilega fá myndbandsdómgæslu inn í fótboltann,“ sagði Madley. „Leikmennirnir vildu það ekki og ekki dómararnir heldur. Fólkið sem rekur fótboltann, fólk sem veltir milljörðum, það vildi losna við þessi mistök dómaranna. Ég held samt að við séum flest kominn á þann stað að okkur finnist þetta vera eyðileggja fótboltann. Við höfum búið til skrímsli og ég sem dómari vissi alltaf að það væri von á því,“ sagði Madley. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Madley er helst ósáttur með það að honum finnst Varsjáin taka tilfinningarnar úr leiknum. Madley dæmir í ensku neðri deildunum en er oft fjórði dómari í ensku úrvalsdeildinni. Hann dæmdi líka lengi í ensku úrvalsdeildinni. „Sem knattspyrnuáhugamaður þá hata ég VAR. Ég elska ensku b-deildina og ensku C-deildina og ég er ennþá mikill knattspyrnuáhugamaður,“ sagði Bobby Madley á ráðstefnunni en breska ríkisútvarpið segir frá. Það er enginn myndbandsdómgæsla í þeim deildum. „Ég elska það að þegar þú skorar mark, horfir á dómarann og aðstoðardómarann, og ef þeir gefa engin merki þá er þetta mark. Varsjáin tekur þessa tilfinningu í burtu. Fótboltinn er þannig íþrótt að hver stund á að gilda, Mark er skorað, dæmt gilt og ekkert meira,“ sagði Madley. „Myndbandsdómgæslan tekur tilfinningarnar úr boltanum þegar við þurftum að bíða og bíða eftir niðurstöðu. Sú bið er oft mjög löng og sem knattspyrnuáhugamaður þá er ég ekki hrifinn af þeirri reynslu,“ sagði Madley. Madley dæmdi 91 leik í ensku úrvalsdeildinni frá 2013 til 2018 en var rekinn úr deildinni eftir að það birtist myndband af honum gera grín að fötluðum einstaklingi. Myndbandið sendi hann vini sínum. Hann flutti til Noregs í framhaldinu og dæmdi í neðri deildum þar. Hann kom aftur til Englands í febrúar 2020 og fór síðan að dæma í neðri deildum enska boltans. Hann dæmdi einn leik í ensku úrvalsdeildinni á 2022-23 tímabilinu en engan leik á þessu tímabili. „Það er svo mikill peningur í fótboltanum i dag og þeir stjórna öllu. Öll mistök geta kostað fólk pening. Ég held að það hafi ekki verið margir knattspyrnuáhugamenn sem vildu endilega fá myndbandsdómgæslu inn í fótboltann,“ sagði Madley. „Leikmennirnir vildu það ekki og ekki dómararnir heldur. Fólkið sem rekur fótboltann, fólk sem veltir milljörðum, það vildi losna við þessi mistök dómaranna. Ég held samt að við séum flest kominn á þann stað að okkur finnist þetta vera eyðileggja fótboltann. Við höfum búið til skrímsli og ég sem dómari vissi alltaf að það væri von á því,“ sagði Madley.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti