Hvað kosta mannréttindi? Anna Lára Steindal skrifar 6. júní 2025 08:32 Í umræðunni um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er umræðan um kostnað og hver á að borga ráðandi. En spurningin ætti auðvitað frekar að vera: Hvers vegna hefur fatlað fólk þurft að bíða svona lengi eftir því að njóta sömu réttinda og aðrir? Grundvallaratriði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að það er ekkert „að“ fötluðu fólki. Fötlun er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna, galli sem þarf að laga og alls ekki eitthvað sem réttlætir jaðarsetningu og útilokun. Fötlun verður til í samspili skerðinga og umhverfis sem tekur ekki mið af fjölbreytileika. Fatlað fólk hefur alla tíð verið jaðarsett og ósýnilegt og tók ekki þátt í að móta það samfélag sem það á loksins möguleika á að lifa og starfa í og njóta sjálfsagðra mannréttinda eins og allir aðrir. Fólk sem fær viðeigandi stuðning til að lifa lífinu á sínum eigin forsendum er ekki fatlað heima hjá sér – vegna þess að þar er umhverfi og stuðningur sem hentar þörfum þess. Það mætti segja að samfélagið sé í innviðaskuld við fatlað fólk. Og það er augljóslega óréttlátt að ætla fötluðu fólki að líða áfram fyrir þessa skuld sem stjórnvöld viðurkenndu fyrir níu árum með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það kostar peninga að reka samfélag. Við vitum það öll. Ég held að flest viljum við setja meiri peninga í samfélagið, ekki minni. Mannréttindi eru forsenda allra okkar lífsgæða og við viljum efla þau og verja. Já, ég ætla bara að gerast svo hástemmd að segja að mannréttindi séu forsenda mennskunnar. En í umræðunni um mannréttindi fatlaðs fólks er kostnaðurinn oftar en ekki settur í brennidepil – ekki mennskan. Eins og mannréttindi fatlaðs fólks sé íþyngjandi verkefni sem við getum ákveðið að sinna eða sinna ekki, ef og þegar við eigum peninga afgangs eftir að hafa borgað fyrir önnur verkefni. Mannréttindi fatlaðs fólks eru auðvitað óumdeilanleg enfaldlega vegna þess að fatlað fólk er fyrst og síðast manneskjur. Við tölum ekki í krónum og aurum um mannréttindi annarra hópa. Af hverju tölum við þá svoleiðis um fatlað fólk? Kannski vegna þess að við höfum enn ekki náð að uppræta rótgróin viðhorf sem jaðarsettu og útilokuðu fatlað fólk um aldir – viðhorf sem sannarlega mismuna. Kannski vegna þess að ómeðvitað teljum við að það sé ásættanlegt að undanskilja fatlað fólk þegar við útdeilum mannréttindum og lífsgæðum í samfélaginu af því að það er eitthvað “að” því. Þó lögin séu til staðar, og þó við höfum skrifað undir alþjóðasamning sem á að tryggja jafnrétti, þá höfum við ekki enn lært að skipuleggja samfélagið út frá fjölbreyttum þörfum eða endurforgangsraðað með mannréttindi allra að leiðarljósi. Við höfum ekki uppfært úrelta hugsun um fötlun og áttað okkur á því að það er samfélagið sem fatlar. Það er ekkert “að” fötluðu fólki. En það er eitthvað að samfélagi sem mismunar á grundvelli fötlunar. Og því þarf að breyta. Ef af því hlýst kostnaður er það ekki vandamál fatlaðs fólks – heldur stjórnvalda og samfélags sem bera ábyrgðina á lélegri frumhönnun. Getum við ekki sammælst um að allar manneskjur, óháð fötlun, eiga að vera hjartað í samfélaginu okkar? Að mannréttindi allra sé jafn mikils virði? Og hætt að setja verðmiða á mannréttindi eins hóps en borgað athugasemdalaust fyrir mannréttindi annarra? Er það ekki algjört prinsippmál í samfélagi sem við getum öll verið stolt af? Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er umræðan um kostnað og hver á að borga ráðandi. En spurningin ætti auðvitað frekar að vera: Hvers vegna hefur fatlað fólk þurft að bíða svona lengi eftir því að njóta sömu réttinda og aðrir? Grundvallaratriði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að það er ekkert „að“ fötluðu fólki. Fötlun er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna, galli sem þarf að laga og alls ekki eitthvað sem réttlætir jaðarsetningu og útilokun. Fötlun verður til í samspili skerðinga og umhverfis sem tekur ekki mið af fjölbreytileika. Fatlað fólk hefur alla tíð verið jaðarsett og ósýnilegt og tók ekki þátt í að móta það samfélag sem það á loksins möguleika á að lifa og starfa í og njóta sjálfsagðra mannréttinda eins og allir aðrir. Fólk sem fær viðeigandi stuðning til að lifa lífinu á sínum eigin forsendum er ekki fatlað heima hjá sér – vegna þess að þar er umhverfi og stuðningur sem hentar þörfum þess. Það mætti segja að samfélagið sé í innviðaskuld við fatlað fólk. Og það er augljóslega óréttlátt að ætla fötluðu fólki að líða áfram fyrir þessa skuld sem stjórnvöld viðurkenndu fyrir níu árum með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það kostar peninga að reka samfélag. Við vitum það öll. Ég held að flest viljum við setja meiri peninga í samfélagið, ekki minni. Mannréttindi eru forsenda allra okkar lífsgæða og við viljum efla þau og verja. Já, ég ætla bara að gerast svo hástemmd að segja að mannréttindi séu forsenda mennskunnar. En í umræðunni um mannréttindi fatlaðs fólks er kostnaðurinn oftar en ekki settur í brennidepil – ekki mennskan. Eins og mannréttindi fatlaðs fólks sé íþyngjandi verkefni sem við getum ákveðið að sinna eða sinna ekki, ef og þegar við eigum peninga afgangs eftir að hafa borgað fyrir önnur verkefni. Mannréttindi fatlaðs fólks eru auðvitað óumdeilanleg enfaldlega vegna þess að fatlað fólk er fyrst og síðast manneskjur. Við tölum ekki í krónum og aurum um mannréttindi annarra hópa. Af hverju tölum við þá svoleiðis um fatlað fólk? Kannski vegna þess að við höfum enn ekki náð að uppræta rótgróin viðhorf sem jaðarsettu og útilokuðu fatlað fólk um aldir – viðhorf sem sannarlega mismuna. Kannski vegna þess að ómeðvitað teljum við að það sé ásættanlegt að undanskilja fatlað fólk þegar við útdeilum mannréttindum og lífsgæðum í samfélaginu af því að það er eitthvað “að” því. Þó lögin séu til staðar, og þó við höfum skrifað undir alþjóðasamning sem á að tryggja jafnrétti, þá höfum við ekki enn lært að skipuleggja samfélagið út frá fjölbreyttum þörfum eða endurforgangsraðað með mannréttindi allra að leiðarljósi. Við höfum ekki uppfært úrelta hugsun um fötlun og áttað okkur á því að það er samfélagið sem fatlar. Það er ekkert “að” fötluðu fólki. En það er eitthvað að samfélagi sem mismunar á grundvelli fötlunar. Og því þarf að breyta. Ef af því hlýst kostnaður er það ekki vandamál fatlaðs fólks – heldur stjórnvalda og samfélags sem bera ábyrgðina á lélegri frumhönnun. Getum við ekki sammælst um að allar manneskjur, óháð fötlun, eiga að vera hjartað í samfélaginu okkar? Að mannréttindi allra sé jafn mikils virði? Og hætt að setja verðmiða á mannréttindi eins hóps en borgað athugasemdalaust fyrir mannréttindi annarra? Er það ekki algjört prinsippmál í samfélagi sem við getum öll verið stolt af? Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar