Búa sig undir margmenni á Hengil Ultra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. júní 2025 12:02 Frá Hengilshlaupinu. Magnús Stefán Magnússon Utanvegahlaupið Hengill Ultra fer fram í fjórtánda sinn um helgina og hefjast leikar í dag. Skipuleggjendur búast við því að um fjögur þúsund manns muni leggja leið sína í Hveragerði þaðan sem fyrstu hlauparar leggja af stað í kvöld. Fyrstu hlaupararnir í utanvegahlaupinu Hengill Ultra munu leggja af stað úr miðbæ Hveragerðis klukkan sex í kvöld en líkt og síðustu ár verða fimm vegalengdir farnar, allt frá fimm og upp í 106 kílómetra. Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda, segir að 1173 manns séu skráðir til leiks í ár. „Þetta er lengsta vegalengdin sem leggur af stað á föstudegi til að geta klárað á laugardegi en svo er mannamótið, stærsti hlutinn er á morgun, byrjar eldsnemma og er allan daginn,“ segir Einar. 25 hlauparar munu halda í lengstu vegalengdina í dag, 106 kílómetrar, sem eru tveir hringir á brautinni. 120 manns munu svo ræsa í fyrramálið til að hlaupa 53 kílómetra. „Svo dregur til tíðinda í 26 kílómetra klúbbnum, sem er ekki mikil vegalengd miðað við hinar, en engu að síður gríðarlegt átak, þar erum við með danska kvennalandsliðið í utanvegahlaupum mætt til leiks til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið og þar erum við með sterkustu hlaupakonu á Íslandi Andreu Kolbeinsdóttur sem ætlar að reyna sig við þær og það verður einvígi helgarinnar.“ Ljóst sé að um eina fallegustu hlaupaleið landsins sé að ræða og segir Einar búast við því að hið minnsta fjögur þúsund manns leggi leið sína í Hveragerði um helgina. „Svo er þetta bara að þróast í stærsta mannamót Hvergerðinga, það er aldrei eins mikið af gestum í Hveragerði eins og í kringum Hengil Ultra því 1200 hlauparar kalla á annað eins af ættingjum og vinum og áhangendum. Við erum með risagötugrill, miðdegistónleika með Skítamóral, sölusýningu í íþróttahúsinu og svo um kvöldið er bara risapartý sem öll eru velkomin að koma í, með Helga Björns og Prettyboitjokko og ég veit ekki hvað og hvað, þannig þetta er bara allsherjar Hengilsfestival orðið.“ Hveragerði Hlaup Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Fyrstu hlaupararnir í utanvegahlaupinu Hengill Ultra munu leggja af stað úr miðbæ Hveragerðis klukkan sex í kvöld en líkt og síðustu ár verða fimm vegalengdir farnar, allt frá fimm og upp í 106 kílómetra. Einar Bárðarson, einn skipuleggjenda, segir að 1173 manns séu skráðir til leiks í ár. „Þetta er lengsta vegalengdin sem leggur af stað á föstudegi til að geta klárað á laugardegi en svo er mannamótið, stærsti hlutinn er á morgun, byrjar eldsnemma og er allan daginn,“ segir Einar. 25 hlauparar munu halda í lengstu vegalengdina í dag, 106 kílómetrar, sem eru tveir hringir á brautinni. 120 manns munu svo ræsa í fyrramálið til að hlaupa 53 kílómetra. „Svo dregur til tíðinda í 26 kílómetra klúbbnum, sem er ekki mikil vegalengd miðað við hinar, en engu að síður gríðarlegt átak, þar erum við með danska kvennalandsliðið í utanvegahlaupum mætt til leiks til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið og þar erum við með sterkustu hlaupakonu á Íslandi Andreu Kolbeinsdóttur sem ætlar að reyna sig við þær og það verður einvígi helgarinnar.“ Ljóst sé að um eina fallegustu hlaupaleið landsins sé að ræða og segir Einar búast við því að hið minnsta fjögur þúsund manns leggi leið sína í Hveragerði um helgina. „Svo er þetta bara að þróast í stærsta mannamót Hvergerðinga, það er aldrei eins mikið af gestum í Hveragerði eins og í kringum Hengil Ultra því 1200 hlauparar kalla á annað eins af ættingjum og vinum og áhangendum. Við erum með risagötugrill, miðdegistónleika með Skítamóral, sölusýningu í íþróttahúsinu og svo um kvöldið er bara risapartý sem öll eru velkomin að koma í, með Helga Björns og Prettyboitjokko og ég veit ekki hvað og hvað, þannig þetta er bara allsherjar Hengilsfestival orðið.“
Hveragerði Hlaup Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira