Auðlindarentan heim í hérað Arna Lára Jónsdóttir skrifar 6. júní 2025 12:31 Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Verkefnin sem fengu styrk í ár eru fjölbreytt innviðaverkefni í þessum samfélögum á sviði brunavarna, skóla- og íþróttamannvirkja, vatns- og fráveituverkefni svo dæmi séu tekin. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að innheimta eigi réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Úthlutun fiskeldissjóðs er fyrirtaksdæmi um slíkt. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi úthlutunar fiskeldissjóðs í þá átt að sveitarfélögin þurfi ekki að skrifa umsóknir til sjóðsins heldur fái fullt vald yfir því að ákveða sjálf hvaða verkefni eru mikilvæg í þeirra samfélagi. Við verðum þó að gera meira. Ríkisstjórnin hyggur á frekari aðgerðir í þessum anda. Í því tilliti má nefna áform innviðaráðherra um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga sem eru til umsagnar í samráðsgátt. Þau fjalla um skattlagningu orkumannvirkja og afnám á undanþágu rafveitna frá fasteignamati. Auknar skatttekjur vegna orkumannvirkja munu styrkja fjárhagslega stöðu sveitarfélaga og gera þeim kleift að veita íbúum öfluga þjónustu og byggja upp innviði til framtíðar. Þar er markmiðið að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. orkuframleiðslu, geti skilað sér í ríkari mæli til nærsamfélagsins. Í undirbúningi er jafnframt frumvarp um auðlindagjald í ferðaþjónustu, sem getur verið breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið. Mikilvægt er að þær tekjur skili sér í uppbyggingu ferðamannastaða, til að styrkja innviði og þjónustu í greininni. Það er ekki hægt að tala um auðlindagjöld og nærsamfélög án þess að nefna hækkun veiðigjalda sem nú er til umræðu í þinginu. Skýrar fyrirætlanir eru um að þær tekjur sem koma vegna hækkunar veiðigjalda skili sér í bættum innviðum, og nú þegar hefur verið tilkynnt um þriggja milljarða króna aukafjárveitingu í viðhald vega strax á þessu ári og í fjármálaáætlun en gert ráð fyrir sjö milljörðum króna til viðbótar í vegbætur á árinu 2026 og svo aukum við í. Það skiptir máli hvaða sögu við ætlum að segja. Samfélög verða að fá að njóta auðlinda sinna í ríkari mæli. Mörg þessara svæða hafa glímt við fábreytt atvinnulíf, lélega innviði og þverrandi þjónustu í heimabyggð í gegnum árin. Með því að nærsamfélög njóti af auðlindum sínum er hægt að byggja upp sterk samfélög með öfluga og samkeppnishæfa innviði um land allt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingin Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Verkefnin sem fengu styrk í ár eru fjölbreytt innviðaverkefni í þessum samfélögum á sviði brunavarna, skóla- og íþróttamannvirkja, vatns- og fráveituverkefni svo dæmi séu tekin. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að innheimta eigi réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Úthlutun fiskeldissjóðs er fyrirtaksdæmi um slíkt. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi úthlutunar fiskeldissjóðs í þá átt að sveitarfélögin þurfi ekki að skrifa umsóknir til sjóðsins heldur fái fullt vald yfir því að ákveða sjálf hvaða verkefni eru mikilvæg í þeirra samfélagi. Við verðum þó að gera meira. Ríkisstjórnin hyggur á frekari aðgerðir í þessum anda. Í því tilliti má nefna áform innviðaráðherra um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga sem eru til umsagnar í samráðsgátt. Þau fjalla um skattlagningu orkumannvirkja og afnám á undanþágu rafveitna frá fasteignamati. Auknar skatttekjur vegna orkumannvirkja munu styrkja fjárhagslega stöðu sveitarfélaga og gera þeim kleift að veita íbúum öfluga þjónustu og byggja upp innviði til framtíðar. Þar er markmiðið að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. orkuframleiðslu, geti skilað sér í ríkari mæli til nærsamfélagsins. Í undirbúningi er jafnframt frumvarp um auðlindagjald í ferðaþjónustu, sem getur verið breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið. Mikilvægt er að þær tekjur skili sér í uppbyggingu ferðamannastaða, til að styrkja innviði og þjónustu í greininni. Það er ekki hægt að tala um auðlindagjöld og nærsamfélög án þess að nefna hækkun veiðigjalda sem nú er til umræðu í þinginu. Skýrar fyrirætlanir eru um að þær tekjur sem koma vegna hækkunar veiðigjalda skili sér í bættum innviðum, og nú þegar hefur verið tilkynnt um þriggja milljarða króna aukafjárveitingu í viðhald vega strax á þessu ári og í fjármálaáætlun en gert ráð fyrir sjö milljörðum króna til viðbótar í vegbætur á árinu 2026 og svo aukum við í. Það skiptir máli hvaða sögu við ætlum að segja. Samfélög verða að fá að njóta auðlinda sinna í ríkari mæli. Mörg þessara svæða hafa glímt við fábreytt atvinnulíf, lélega innviði og þverrandi þjónustu í heimabyggð í gegnum árin. Með því að nærsamfélög njóti af auðlindum sínum er hægt að byggja upp sterk samfélög með öfluga og samkeppnishæfa innviði um land allt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar