Minni þorskafli kosti fleiri milljarða Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 13:17 Þorskur er verðmætasti nytjastofninn við Íslandsstrendur. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að minna aflamark þorsks fyrir næsta fiskveiðiár muni kosta þjóðarbúið allt að sjö milljarða króna í útflutningstekjum af þorski. Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. Í yfirlýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, vegna ráðgjafarinnar segir að gróflega megi áætla að þessi samdráttur kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Ráðlagður heildarafli í þorski hafi ekki verið minni frá fiskveiðiárinu 2012/2013 og sé 25 prósentum lægri en á fiskveiðiárinu 2019/2020, þegar heildaraflinn hafi hljóðað upp á 272.411 tonn. „Slíkur samdráttur á ekki lengri tíma er áskorun og hefur mikil áhrif á afkomu greinarinnar.“ Pólitísk óvissa ekki meiri í áratug Þá segir að náttúruleg óvissa sem fylgi nýtingu á náttúruauðlindum sé viðvarandi í fiskveiðum. Nærtækast sé að nefna ítrekaðan loðnubrest. Þá hafi pólitísk óvissa í kringum greinina ekki verið meiri í rúman áratug. Bæði hvað varðar boðaða tvöföldun á veiðigjaldi og hugmyndir um auknar heimildir til strandveiða. „Bæði þessi atriði eru til þess fallin að mola undan íslenska kerfinu til stjórnar á fiskveiðum. Það kerfi tók áratugi að byggja upp og hefur gert íslenskan sjávarútveg að fyrirmynd og einn þann hagkvæmasta í heimi.“ Að mati samtakanna sé ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna. Auk þess sé rétt að undirstrika það rækilega að alþjóðlegar vottanir, sem geri íslenskum fyrirtækjum kleift að selja afurðir um allan heim, byggist á því að veiðar séu sjálfbærar og í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Vilja samtal við stjórnvöld Í yfirlýsingunni segir og aftur skuli stjórnvöld hvött til þess að tryggja að hér við land fari fram öflugar og vandaðar hafrannsóknir. Nýting á fiskistofnum líði fyrir það að rannsóknum hefur ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti. „Í ljósi ráðlegginga Hafró eru stjórnvöld brýnd til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum vettvangi og hefja samtal við hagaðila um hvernig hægt sé að auka tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni.“ Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. Í yfirlýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, vegna ráðgjafarinnar segir að gróflega megi áætla að þessi samdráttur kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Ráðlagður heildarafli í þorski hafi ekki verið minni frá fiskveiðiárinu 2012/2013 og sé 25 prósentum lægri en á fiskveiðiárinu 2019/2020, þegar heildaraflinn hafi hljóðað upp á 272.411 tonn. „Slíkur samdráttur á ekki lengri tíma er áskorun og hefur mikil áhrif á afkomu greinarinnar.“ Pólitísk óvissa ekki meiri í áratug Þá segir að náttúruleg óvissa sem fylgi nýtingu á náttúruauðlindum sé viðvarandi í fiskveiðum. Nærtækast sé að nefna ítrekaðan loðnubrest. Þá hafi pólitísk óvissa í kringum greinina ekki verið meiri í rúman áratug. Bæði hvað varðar boðaða tvöföldun á veiðigjaldi og hugmyndir um auknar heimildir til strandveiða. „Bæði þessi atriði eru til þess fallin að mola undan íslenska kerfinu til stjórnar á fiskveiðum. Það kerfi tók áratugi að byggja upp og hefur gert íslenskan sjávarútveg að fyrirmynd og einn þann hagkvæmasta í heimi.“ Að mati samtakanna sé ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna. Auk þess sé rétt að undirstrika það rækilega að alþjóðlegar vottanir, sem geri íslenskum fyrirtækjum kleift að selja afurðir um allan heim, byggist á því að veiðar séu sjálfbærar og í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Vilja samtal við stjórnvöld Í yfirlýsingunni segir og aftur skuli stjórnvöld hvött til þess að tryggja að hér við land fari fram öflugar og vandaðar hafrannsóknir. Nýting á fiskistofnum líði fyrir það að rannsóknum hefur ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti. „Í ljósi ráðlegginga Hafró eru stjórnvöld brýnd til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum vettvangi og hefja samtal við hagaðila um hvernig hægt sé að auka tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni.“
Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira