Minni þorskafli kosti fleiri milljarða Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 13:17 Þorskur er verðmætasti nytjastofninn við Íslandsstrendur. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að minna aflamark þorsks fyrir næsta fiskveiðiár muni kosta þjóðarbúið allt að sjö milljarða króna í útflutningstekjum af þorski. Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. Í yfirlýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, vegna ráðgjafarinnar segir að gróflega megi áætla að þessi samdráttur kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Ráðlagður heildarafli í þorski hafi ekki verið minni frá fiskveiðiárinu 2012/2013 og sé 25 prósentum lægri en á fiskveiðiárinu 2019/2020, þegar heildaraflinn hafi hljóðað upp á 272.411 tonn. „Slíkur samdráttur á ekki lengri tíma er áskorun og hefur mikil áhrif á afkomu greinarinnar.“ Pólitísk óvissa ekki meiri í áratug Þá segir að náttúruleg óvissa sem fylgi nýtingu á náttúruauðlindum sé viðvarandi í fiskveiðum. Nærtækast sé að nefna ítrekaðan loðnubrest. Þá hafi pólitísk óvissa í kringum greinina ekki verið meiri í rúman áratug. Bæði hvað varðar boðaða tvöföldun á veiðigjaldi og hugmyndir um auknar heimildir til strandveiða. „Bæði þessi atriði eru til þess fallin að mola undan íslenska kerfinu til stjórnar á fiskveiðum. Það kerfi tók áratugi að byggja upp og hefur gert íslenskan sjávarútveg að fyrirmynd og einn þann hagkvæmasta í heimi.“ Að mati samtakanna sé ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna. Auk þess sé rétt að undirstrika það rækilega að alþjóðlegar vottanir, sem geri íslenskum fyrirtækjum kleift að selja afurðir um allan heim, byggist á því að veiðar séu sjálfbærar og í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Vilja samtal við stjórnvöld Í yfirlýsingunni segir og aftur skuli stjórnvöld hvött til þess að tryggja að hér við land fari fram öflugar og vandaðar hafrannsóknir. Nýting á fiskistofnum líði fyrir það að rannsóknum hefur ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti. „Í ljósi ráðlegginga Hafró eru stjórnvöld brýnd til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum vettvangi og hefja samtal við hagaðila um hvernig hægt sé að auka tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni.“ Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. Í yfirlýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, vegna ráðgjafarinnar segir að gróflega megi áætla að þessi samdráttur kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Ráðlagður heildarafli í þorski hafi ekki verið minni frá fiskveiðiárinu 2012/2013 og sé 25 prósentum lægri en á fiskveiðiárinu 2019/2020, þegar heildaraflinn hafi hljóðað upp á 272.411 tonn. „Slíkur samdráttur á ekki lengri tíma er áskorun og hefur mikil áhrif á afkomu greinarinnar.“ Pólitísk óvissa ekki meiri í áratug Þá segir að náttúruleg óvissa sem fylgi nýtingu á náttúruauðlindum sé viðvarandi í fiskveiðum. Nærtækast sé að nefna ítrekaðan loðnubrest. Þá hafi pólitísk óvissa í kringum greinina ekki verið meiri í rúman áratug. Bæði hvað varðar boðaða tvöföldun á veiðigjaldi og hugmyndir um auknar heimildir til strandveiða. „Bæði þessi atriði eru til þess fallin að mola undan íslenska kerfinu til stjórnar á fiskveiðum. Það kerfi tók áratugi að byggja upp og hefur gert íslenskan sjávarútveg að fyrirmynd og einn þann hagkvæmasta í heimi.“ Að mati samtakanna sé ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna. Auk þess sé rétt að undirstrika það rækilega að alþjóðlegar vottanir, sem geri íslenskum fyrirtækjum kleift að selja afurðir um allan heim, byggist á því að veiðar séu sjálfbærar og í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Vilja samtal við stjórnvöld Í yfirlýsingunni segir og aftur skuli stjórnvöld hvött til þess að tryggja að hér við land fari fram öflugar og vandaðar hafrannsóknir. Nýting á fiskistofnum líði fyrir það að rannsóknum hefur ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti. „Í ljósi ráðlegginga Hafró eru stjórnvöld brýnd til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum vettvangi og hefja samtal við hagaðila um hvernig hægt sé að auka tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni.“
Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira