Minni þorskafli kosti fleiri milljarða Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 13:17 Þorskur er verðmætasti nytjastofninn við Íslandsstrendur. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að minna aflamark þorsks fyrir næsta fiskveiðiár muni kosta þjóðarbúið allt að sjö milljarða króna í útflutningstekjum af þorski. Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. Í yfirlýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, vegna ráðgjafarinnar segir að gróflega megi áætla að þessi samdráttur kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Ráðlagður heildarafli í þorski hafi ekki verið minni frá fiskveiðiárinu 2012/2013 og sé 25 prósentum lægri en á fiskveiðiárinu 2019/2020, þegar heildaraflinn hafi hljóðað upp á 272.411 tonn. „Slíkur samdráttur á ekki lengri tíma er áskorun og hefur mikil áhrif á afkomu greinarinnar.“ Pólitísk óvissa ekki meiri í áratug Þá segir að náttúruleg óvissa sem fylgi nýtingu á náttúruauðlindum sé viðvarandi í fiskveiðum. Nærtækast sé að nefna ítrekaðan loðnubrest. Þá hafi pólitísk óvissa í kringum greinina ekki verið meiri í rúman áratug. Bæði hvað varðar boðaða tvöföldun á veiðigjaldi og hugmyndir um auknar heimildir til strandveiða. „Bæði þessi atriði eru til þess fallin að mola undan íslenska kerfinu til stjórnar á fiskveiðum. Það kerfi tók áratugi að byggja upp og hefur gert íslenskan sjávarútveg að fyrirmynd og einn þann hagkvæmasta í heimi.“ Að mati samtakanna sé ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna. Auk þess sé rétt að undirstrika það rækilega að alþjóðlegar vottanir, sem geri íslenskum fyrirtækjum kleift að selja afurðir um allan heim, byggist á því að veiðar séu sjálfbærar og í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Vilja samtal við stjórnvöld Í yfirlýsingunni segir og aftur skuli stjórnvöld hvött til þess að tryggja að hér við land fari fram öflugar og vandaðar hafrannsóknir. Nýting á fiskistofnum líði fyrir það að rannsóknum hefur ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti. „Í ljósi ráðlegginga Hafró eru stjórnvöld brýnd til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum vettvangi og hefja samtal við hagaðila um hvernig hægt sé að auka tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni.“ Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. Í yfirlýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, vegna ráðgjafarinnar segir að gróflega megi áætla að þessi samdráttur kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Ráðlagður heildarafli í þorski hafi ekki verið minni frá fiskveiðiárinu 2012/2013 og sé 25 prósentum lægri en á fiskveiðiárinu 2019/2020, þegar heildaraflinn hafi hljóðað upp á 272.411 tonn. „Slíkur samdráttur á ekki lengri tíma er áskorun og hefur mikil áhrif á afkomu greinarinnar.“ Pólitísk óvissa ekki meiri í áratug Þá segir að náttúruleg óvissa sem fylgi nýtingu á náttúruauðlindum sé viðvarandi í fiskveiðum. Nærtækast sé að nefna ítrekaðan loðnubrest. Þá hafi pólitísk óvissa í kringum greinina ekki verið meiri í rúman áratug. Bæði hvað varðar boðaða tvöföldun á veiðigjaldi og hugmyndir um auknar heimildir til strandveiða. „Bæði þessi atriði eru til þess fallin að mola undan íslenska kerfinu til stjórnar á fiskveiðum. Það kerfi tók áratugi að byggja upp og hefur gert íslenskan sjávarútveg að fyrirmynd og einn þann hagkvæmasta í heimi.“ Að mati samtakanna sé ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna. Auk þess sé rétt að undirstrika það rækilega að alþjóðlegar vottanir, sem geri íslenskum fyrirtækjum kleift að selja afurðir um allan heim, byggist á því að veiðar séu sjálfbærar og í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Vilja samtal við stjórnvöld Í yfirlýsingunni segir og aftur skuli stjórnvöld hvött til þess að tryggja að hér við land fari fram öflugar og vandaðar hafrannsóknir. Nýting á fiskistofnum líði fyrir það að rannsóknum hefur ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti. „Í ljósi ráðlegginga Hafró eru stjórnvöld brýnd til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum vettvangi og hefja samtal við hagaðila um hvernig hægt sé að auka tekjur samfélagsins af sjávarauðlindinni.“
Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Sjá meira