Segir að Postecoglou sé „goðsögn“ í sögu félagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2025 22:02 Son Heung-min, fyrirliði Tottenham Hotspur, sendi Ange Postecoglou hjartnæma kveðju á Instagram. Shaun Botterill/Getty Images Son Heung-min, fyrirliði Tottenham Hotspur, segir að þjálfarinn Ange Postecoglou sé goðsögn í sögu félagsins. Forráðamenn Spurs létu Postecoglou taka poka sinn í gær eftir afar slakt gengi í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Undir hans stjórn endaði liðið í 17. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með aðeins 38 stig. Postecoglou afrekaði þó eitthvað sem nöfn á borð við José Mourinho, Antonio Conte og Mauricio Pochettino mistókst. Undir hans stjórn fagnaði liðið sigri í Evrópudeildinni í vor og batt þar með enda á 17 ára langa titlaþurrð félagsins. Þrátt fyrir að hafa skilað Spurs langþráðum titli er Ange Postecoglou hins vegar nú atvinnulaus. Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, og aðrir forráðamenn Spurs hafa tekið ákvörðun um að leita á önnur mið eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hvort það muni skila betri árangri mun tíminn leiða í ljós, en ljóst er að leikmenn liðsins eru ekki sáttir með ákvörðun stjórnarinnar. Samkvæmt frétt The Telegraph eru leikmenn Spurs öskuillir og í uppreisnarhug eftir brottrekstur Ástralans. Einn þeirra sem mun koma til með að sakna Postecoglou, eða Stóra Ange, er Son Heung-min, fyrirliði liðsins. „Stjóri. Þú hefur komið félaginu á nýja braut. Þú hafðir trú á sjálfum þér, og okkur, frá fyrsta degi og hvikaðir aldrei frá þinni trú. Jafnvel þó aðrir hafi gert það,“ skrifaði Son á Instagram í dag. „Þú vissir allan tíman hvers við vorum megnugir. Þú fórst þínar eigin leiðir. Og þínar leiðir skilaði þessu félagi sínu besta kvöldi í áratugi. Við munum alltaf eiga þær minningar. Þú treystir mér fyrir fyrirliðabandinu. Einhver mesti heiður sem mér hefur hlotist á mínum ferli. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að læra af þinni leiðtogahæfni. Ég er betri leikmaður og betri manneskja vegna þín,“ bætti Son við áður en hann bætti við hjartnæmum lokaorðum. „Ange Postecoglou, þú munt alltaf vera goðsögn innan Tottenham Hotspur. Takk, félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Son HeungMin(손흥민)🇰🇷 (@hm_son7) Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sjá meira
Forráðamenn Spurs létu Postecoglou taka poka sinn í gær eftir afar slakt gengi í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Undir hans stjórn endaði liðið í 17. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með aðeins 38 stig. Postecoglou afrekaði þó eitthvað sem nöfn á borð við José Mourinho, Antonio Conte og Mauricio Pochettino mistókst. Undir hans stjórn fagnaði liðið sigri í Evrópudeildinni í vor og batt þar með enda á 17 ára langa titlaþurrð félagsins. Þrátt fyrir að hafa skilað Spurs langþráðum titli er Ange Postecoglou hins vegar nú atvinnulaus. Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, og aðrir forráðamenn Spurs hafa tekið ákvörðun um að leita á önnur mið eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hvort það muni skila betri árangri mun tíminn leiða í ljós, en ljóst er að leikmenn liðsins eru ekki sáttir með ákvörðun stjórnarinnar. Samkvæmt frétt The Telegraph eru leikmenn Spurs öskuillir og í uppreisnarhug eftir brottrekstur Ástralans. Einn þeirra sem mun koma til með að sakna Postecoglou, eða Stóra Ange, er Son Heung-min, fyrirliði liðsins. „Stjóri. Þú hefur komið félaginu á nýja braut. Þú hafðir trú á sjálfum þér, og okkur, frá fyrsta degi og hvikaðir aldrei frá þinni trú. Jafnvel þó aðrir hafi gert það,“ skrifaði Son á Instagram í dag. „Þú vissir allan tíman hvers við vorum megnugir. Þú fórst þínar eigin leiðir. Og þínar leiðir skilaði þessu félagi sínu besta kvöldi í áratugi. Við munum alltaf eiga þær minningar. Þú treystir mér fyrir fyrirliðabandinu. Einhver mesti heiður sem mér hefur hlotist á mínum ferli. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að læra af þinni leiðtogahæfni. Ég er betri leikmaður og betri manneskja vegna þín,“ bætti Son við áður en hann bætti við hjartnæmum lokaorðum. „Ange Postecoglou, þú munt alltaf vera goðsögn innan Tottenham Hotspur. Takk, félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Son HeungMin(손흥민)🇰🇷 (@hm_son7)
Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sjá meira