Segir að Postecoglou sé „goðsögn“ í sögu félagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2025 22:02 Son Heung-min, fyrirliði Tottenham Hotspur, sendi Ange Postecoglou hjartnæma kveðju á Instagram. Shaun Botterill/Getty Images Son Heung-min, fyrirliði Tottenham Hotspur, segir að þjálfarinn Ange Postecoglou sé goðsögn í sögu félagsins. Forráðamenn Spurs létu Postecoglou taka poka sinn í gær eftir afar slakt gengi í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Undir hans stjórn endaði liðið í 17. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með aðeins 38 stig. Postecoglou afrekaði þó eitthvað sem nöfn á borð við José Mourinho, Antonio Conte og Mauricio Pochettino mistókst. Undir hans stjórn fagnaði liðið sigri í Evrópudeildinni í vor og batt þar með enda á 17 ára langa titlaþurrð félagsins. Þrátt fyrir að hafa skilað Spurs langþráðum titli er Ange Postecoglou hins vegar nú atvinnulaus. Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, og aðrir forráðamenn Spurs hafa tekið ákvörðun um að leita á önnur mið eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hvort það muni skila betri árangri mun tíminn leiða í ljós, en ljóst er að leikmenn liðsins eru ekki sáttir með ákvörðun stjórnarinnar. Samkvæmt frétt The Telegraph eru leikmenn Spurs öskuillir og í uppreisnarhug eftir brottrekstur Ástralans. Einn þeirra sem mun koma til með að sakna Postecoglou, eða Stóra Ange, er Son Heung-min, fyrirliði liðsins. „Stjóri. Þú hefur komið félaginu á nýja braut. Þú hafðir trú á sjálfum þér, og okkur, frá fyrsta degi og hvikaðir aldrei frá þinni trú. Jafnvel þó aðrir hafi gert það,“ skrifaði Son á Instagram í dag. „Þú vissir allan tíman hvers við vorum megnugir. Þú fórst þínar eigin leiðir. Og þínar leiðir skilaði þessu félagi sínu besta kvöldi í áratugi. Við munum alltaf eiga þær minningar. Þú treystir mér fyrir fyrirliðabandinu. Einhver mesti heiður sem mér hefur hlotist á mínum ferli. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að læra af þinni leiðtogahæfni. Ég er betri leikmaður og betri manneskja vegna þín,“ bætti Son við áður en hann bætti við hjartnæmum lokaorðum. „Ange Postecoglou, þú munt alltaf vera goðsögn innan Tottenham Hotspur. Takk, félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Son HeungMin(손흥민)🇰🇷 (@hm_son7) Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Sjá meira
Forráðamenn Spurs létu Postecoglou taka poka sinn í gær eftir afar slakt gengi í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Undir hans stjórn endaði liðið í 17. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með aðeins 38 stig. Postecoglou afrekaði þó eitthvað sem nöfn á borð við José Mourinho, Antonio Conte og Mauricio Pochettino mistókst. Undir hans stjórn fagnaði liðið sigri í Evrópudeildinni í vor og batt þar með enda á 17 ára langa titlaþurrð félagsins. Þrátt fyrir að hafa skilað Spurs langþráðum titli er Ange Postecoglou hins vegar nú atvinnulaus. Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, og aðrir forráðamenn Spurs hafa tekið ákvörðun um að leita á önnur mið eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hvort það muni skila betri árangri mun tíminn leiða í ljós, en ljóst er að leikmenn liðsins eru ekki sáttir með ákvörðun stjórnarinnar. Samkvæmt frétt The Telegraph eru leikmenn Spurs öskuillir og í uppreisnarhug eftir brottrekstur Ástralans. Einn þeirra sem mun koma til með að sakna Postecoglou, eða Stóra Ange, er Son Heung-min, fyrirliði liðsins. „Stjóri. Þú hefur komið félaginu á nýja braut. Þú hafðir trú á sjálfum þér, og okkur, frá fyrsta degi og hvikaðir aldrei frá þinni trú. Jafnvel þó aðrir hafi gert það,“ skrifaði Son á Instagram í dag. „Þú vissir allan tíman hvers við vorum megnugir. Þú fórst þínar eigin leiðir. Og þínar leiðir skilaði þessu félagi sínu besta kvöldi í áratugi. Við munum alltaf eiga þær minningar. Þú treystir mér fyrir fyrirliðabandinu. Einhver mesti heiður sem mér hefur hlotist á mínum ferli. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að læra af þinni leiðtogahæfni. Ég er betri leikmaður og betri manneskja vegna þín,“ bætti Son við áður en hann bætti við hjartnæmum lokaorðum. „Ange Postecoglou, þú munt alltaf vera goðsögn innan Tottenham Hotspur. Takk, félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Son HeungMin(손흥민)🇰🇷 (@hm_son7)
Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Sjá meira