Segir óraunhæft að hann snúi aftur til Spurs í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2025 23:17 Mauricio Pochettino er þjálfari bandaríska landsliðsins í dag. John Dorton/ISI Photos/USSF/Getty Images Mauricio Pochettino, þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir það vera óraunhæft að hann snúi aftur til Tottenham Hotspur í sumar. Forráðamenn Tottenham Hotspur létu ástralska þjálfarann Ange Postecoglou fara frá liðinu á dögunum og félagið er því í þjálfaraleit. Pochettino stýrði Spurs á árunum 2014-2019 með góðum árangri og kom liðinu meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019. Eftir að Pochettino var látinn fara frá Spurs hefur félagið haft sex mismunandi stjóra, ef með eru taldi bráðabirgðastjórar. Í hvert skipti sem liðið skiptir um stjóra eftir brotthvarf Pochettino er Argentínumaðurinn, sem sjálfur hefur sagst vilja snúa aftur til félagsins, verið orðaður við starfið. Nú þegar Tottenham er enn eina ferðina í stjóraleit er Pochettino, eins og svo oft áður, orðaður við starfið. Argentínumaðurinn er hins vegar þjálfari bandaríska landsliðsins og segir óraunhæft að hann taki við sínu fyrrum félagi á þessari stundu. „Eins og staðan er núna er það ekki raunhæft,“ sagði hinn 53 ára gamli Pochettino á blaðamannafundi. „Sjáið hvar ég er. Sjáið hvar við erum núna. Svarið er augljóst.“ „Ég held að síðan ég yfirgaf félagið árið 2019 hafi nafnið mitt alltaf komið upp þegar þeir leita að nýjum stjóra. Ég hef lesið þessa orðróma. En það eru hundrað þjálfarar á lista, hafið ekki áhyggjur af því.“ „Ef eitthvað kemur upp í framtíðinni þá skulum við sjá til. En eins og staðan er núna er ég ótrúlega ánægður og við getum ekki verið að tala um þessa hluti.“ Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Sjá meira
Forráðamenn Tottenham Hotspur létu ástralska þjálfarann Ange Postecoglou fara frá liðinu á dögunum og félagið er því í þjálfaraleit. Pochettino stýrði Spurs á árunum 2014-2019 með góðum árangri og kom liðinu meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019. Eftir að Pochettino var látinn fara frá Spurs hefur félagið haft sex mismunandi stjóra, ef með eru taldi bráðabirgðastjórar. Í hvert skipti sem liðið skiptir um stjóra eftir brotthvarf Pochettino er Argentínumaðurinn, sem sjálfur hefur sagst vilja snúa aftur til félagsins, verið orðaður við starfið. Nú þegar Tottenham er enn eina ferðina í stjóraleit er Pochettino, eins og svo oft áður, orðaður við starfið. Argentínumaðurinn er hins vegar þjálfari bandaríska landsliðsins og segir óraunhæft að hann taki við sínu fyrrum félagi á þessari stundu. „Eins og staðan er núna er það ekki raunhæft,“ sagði hinn 53 ára gamli Pochettino á blaðamannafundi. „Sjáið hvar ég er. Sjáið hvar við erum núna. Svarið er augljóst.“ „Ég held að síðan ég yfirgaf félagið árið 2019 hafi nafnið mitt alltaf komið upp þegar þeir leita að nýjum stjóra. Ég hef lesið þessa orðróma. En það eru hundrað þjálfarar á lista, hafið ekki áhyggjur af því.“ „Ef eitthvað kemur upp í framtíðinni þá skulum við sjá til. En eins og staðan er núna er ég ótrúlega ánægður og við getum ekki verið að tala um þessa hluti.“
Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Sjá meira