Fer frá City eftir aðeins tvo leiki en tólf titla á sex árum Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 12:45 Scott Carson á margfalt fleiri titla með Manchester City heldur en leiki spilaða. Ryan Crockett/DeFodi Images via Getty Images Einn þekktasti þriðji markmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sannarlega sá sigursælasti, Scott Carson, er á förum frá Manchester City. Hann spilaði aðeins tvo leiki fyrir félagið en vann tólf titla síðustu sex árin. Carson gekk fyrst til liðs við Manchester City að láni árið 2019, samdi síðan formlega við félagið árið 2021 og hefur verið þriðji markmaður liðsins síðustu sex ár. Á þeim tíma hefur hann aðeins spilað tvo leiki, hann stóð í rammanum í 4-3 sigri gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og kom inn á sem varamaður seinustu 17 mínúturnar í markalausu jafntefli gegn Sporting í Meistaradeildinni árið 2022. Þrátt fyrir lítinn sem engan leiktíma hefur Carson ávallt verið gríðarlega vel metinn í herbúðum City og þjálfarinn Pep Guardiola hefur hrósað honum í hástert fyrir fagmennsku. Scott Carson vann Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og FA bikarinn árið 2023. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Til merkis um það má nefna að þrátt fyrir að Carson hafi aldrei uppfyllt leikjafjöldann sem þarf til að vera verðlaunaður með medalíu hefur City alltaf tekið frá eina af aukamedalíunum og gefið honum. Alls hefur Carson því unnið tólf titla með Manchester City síðustu sex árin, ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn í tvígang, FA bikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Félagið tilkynnti hins vegar í morgun að hann væri á förum. Talið er að City muni sækjast eftir Marcus Bettinelli frá Chelsea til að taka stöðu þriðja markmanns á eftir Ederson og Stefan Ortega. After six seasons with the Club, Scott Carson will leave Manchester City when his contract expires this summer.We would like to thank Scott for his hard work and dedication and wish him the very best of luck for the future 🩵— Manchester City (@ManCity) June 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Carson gekk fyrst til liðs við Manchester City að láni árið 2019, samdi síðan formlega við félagið árið 2021 og hefur verið þriðji markmaður liðsins síðustu sex ár. Á þeim tíma hefur hann aðeins spilað tvo leiki, hann stóð í rammanum í 4-3 sigri gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og kom inn á sem varamaður seinustu 17 mínúturnar í markalausu jafntefli gegn Sporting í Meistaradeildinni árið 2022. Þrátt fyrir lítinn sem engan leiktíma hefur Carson ávallt verið gríðarlega vel metinn í herbúðum City og þjálfarinn Pep Guardiola hefur hrósað honum í hástert fyrir fagmennsku. Scott Carson vann Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og FA bikarinn árið 2023. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Til merkis um það má nefna að þrátt fyrir að Carson hafi aldrei uppfyllt leikjafjöldann sem þarf til að vera verðlaunaður með medalíu hefur City alltaf tekið frá eina af aukamedalíunum og gefið honum. Alls hefur Carson því unnið tólf titla með Manchester City síðustu sex árin, ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn í tvígang, FA bikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Félagið tilkynnti hins vegar í morgun að hann væri á förum. Talið er að City muni sækjast eftir Marcus Bettinelli frá Chelsea til að taka stöðu þriðja markmanns á eftir Ederson og Stefan Ortega. After six seasons with the Club, Scott Carson will leave Manchester City when his contract expires this summer.We would like to thank Scott for his hard work and dedication and wish him the very best of luck for the future 🩵— Manchester City (@ManCity) June 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira