Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. júní 2025 21:39 Alma Möller heilbrigðisráðherra og Anna Margrét Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Endósamtakanna. Samsett/Vilhelm/Endósamtökin Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum í ljósi þess að Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fækka niðurgreiddum aðgerðum einkarekinnar stofu vegna sjúkdómsins. Samtökin skora á Heilbrigðisráðuneytið að endurskoða ákvörðunina og óska eftir auknu samráði í mótun á þjónustu. Heilbrigðisráðuneytið gerði Sjúkratryggingum að gera samning við Klíníkina í Ármúla um að hundrað aðgerðir á konum með endómetríósu verði niðurgreiddar af Sjúkratryggingum. Það eru um helmingi færri aðgerðir á ári en Jón Ívar Einarsson, skurðlæknir hjá Klínikinni, hefur verið að framkvæma ár hvert. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hann ákvörðunina afturför í þjónustu kvenna með endómetríósu. Endósamtökin hafa sent út yfirlýsingu vegna málsins þar sem þau lýsa yfir þungum áhyggjum vegna málsins. „Nú þegar eru um 100 konur á bið eftir aðgerð hjá Klíníkinni og því er það alveg ljóst að þessi ákvörðun verður til þess að bið eftir nauðsynlegri þjónustu fólks með endómetríósu lengist og er það að mati Endósamtakanna algjörlega óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni Endósamtakanna. Jón Ívar sagði ástæðuna fyrir fækkun aðgerða vera styttri biðlista Landspítalans. Hann segist sjálfur framkvæma tvo þriðju aðgerða vegna endómetríósu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. „Í svari Landspítalans segir að aðgerðir séu aðeins lítill partur af meðferðinni við sjúkdómnum, en samtökin setja spurningarmerki við þau svör þar sem sjúkdómurinn er aðeins greindur með aðgerð. Það er vissulega rétt að hormónameðferð, sjúkraþjálfun og verkjameðferð eru gífurlega mikilvægar, en koma ekki í stað skurðaðgerðar,“ segir í yfirlýsingunni. Hópur sem verði út undan í heilbrigðiskerfinu Fulltrúar samtakanna hafa fundað með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og greint frá áhyggjum sínum af stöðum samninga. Þau hafa óskað eftir öðrum fundi með ráðherranum en ekkert svar borist. „Að þessi ákvörðun sé tekin án þess að hlustað sé á raddir þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda dregur úr trausti og er til þess fallið að auka vanlíðan og útilokun þeirra sem þurfa mest á þessari aðstoð að halda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá eru fulltrúar samtakanna ósáttir við að vera ekki hafðir í samráði þegar ákvarðanir eru teknar sem varða einstaklinga með endómetríósu. „Fólk með endó er hópur sem lengi hefur orðið út undan í heilbrigðiskerfinu og birtist það meðal annars í þeim langa tíma sem tekur að greina sjúkdóminn, en það getur tekið að meðaltali 7-10 ár að fá greiningu.“ Fyrst og fremst hafi samtökin þó áhyggjur af afleiðingu ákvörðunarinnar en með henni lengist biðtími eftir aðgerð til muna. „Með aukinni bið eftir nauðsynlegri aðgerð aukast líkur á að konur og fólk með endó lifi við skert lífsgæði, hljóti varanlegan skaða á líffærum, detti úr virkni í vinnu, námi og félagslífi og glími við ófrjósemi.“ Mikilvægt sé að konur fái greiningu fyrir 25 ára aldur en sé endómetríósa ekki meðhöndluð fyrir þann aldur geti hún valdið varanlegum skaða að sögn Jóns Ívars. Að auki fylgir sjúkdómnum gríðarlegur sársauki. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Kvenheilsa Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gerði Sjúkratryggingum að gera samning við Klíníkina í Ármúla um að hundrað aðgerðir á konum með endómetríósu verði niðurgreiddar af Sjúkratryggingum. Það eru um helmingi færri aðgerðir á ári en Jón Ívar Einarsson, skurðlæknir hjá Klínikinni, hefur verið að framkvæma ár hvert. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hann ákvörðunina afturför í þjónustu kvenna með endómetríósu. Endósamtökin hafa sent út yfirlýsingu vegna málsins þar sem þau lýsa yfir þungum áhyggjum vegna málsins. „Nú þegar eru um 100 konur á bið eftir aðgerð hjá Klíníkinni og því er það alveg ljóst að þessi ákvörðun verður til þess að bið eftir nauðsynlegri þjónustu fólks með endómetríósu lengist og er það að mati Endósamtakanna algjörlega óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni Endósamtakanna. Jón Ívar sagði ástæðuna fyrir fækkun aðgerða vera styttri biðlista Landspítalans. Hann segist sjálfur framkvæma tvo þriðju aðgerða vegna endómetríósu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. „Í svari Landspítalans segir að aðgerðir séu aðeins lítill partur af meðferðinni við sjúkdómnum, en samtökin setja spurningarmerki við þau svör þar sem sjúkdómurinn er aðeins greindur með aðgerð. Það er vissulega rétt að hormónameðferð, sjúkraþjálfun og verkjameðferð eru gífurlega mikilvægar, en koma ekki í stað skurðaðgerðar,“ segir í yfirlýsingunni. Hópur sem verði út undan í heilbrigðiskerfinu Fulltrúar samtakanna hafa fundað með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og greint frá áhyggjum sínum af stöðum samninga. Þau hafa óskað eftir öðrum fundi með ráðherranum en ekkert svar borist. „Að þessi ákvörðun sé tekin án þess að hlustað sé á raddir þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda dregur úr trausti og er til þess fallið að auka vanlíðan og útilokun þeirra sem þurfa mest á þessari aðstoð að halda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá eru fulltrúar samtakanna ósáttir við að vera ekki hafðir í samráði þegar ákvarðanir eru teknar sem varða einstaklinga með endómetríósu. „Fólk með endó er hópur sem lengi hefur orðið út undan í heilbrigðiskerfinu og birtist það meðal annars í þeim langa tíma sem tekur að greina sjúkdóminn, en það getur tekið að meðaltali 7-10 ár að fá greiningu.“ Fyrst og fremst hafi samtökin þó áhyggjur af afleiðingu ákvörðunarinnar en með henni lengist biðtími eftir aðgerð til muna. „Með aukinni bið eftir nauðsynlegri aðgerð aukast líkur á að konur og fólk með endó lifi við skert lífsgæði, hljóti varanlegan skaða á líffærum, detti úr virkni í vinnu, námi og félagslífi og glími við ófrjósemi.“ Mikilvægt sé að konur fái greiningu fyrir 25 ára aldur en sé endómetríósa ekki meðhöndluð fyrir þann aldur geti hún valdið varanlegum skaða að sögn Jóns Ívars. Að auki fylgir sjúkdómnum gríðarlegur sársauki.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Kvenheilsa Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira