„Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. júní 2025 11:02 Tónlistarmaðurinn Khalid skein skært á Pride um helgina. Nicola Gell/Getty Images „Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride. Khalid skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018, hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og á að baki sér marga smelli. Má þar nefna lögin Young, Dumb & Broke og Better en hann er með fimmtíu milljón mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify. WorldPride er gríðarlega stór viðburður sem fólk hvaðan af úr heiminum sækir. Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti hátíðina í Bandaríkjunum síðastliðna helgi en gleðigangan var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. View this post on Instagram A post shared by Gaye Magazine® (@gayemagazine) Khalid var stærsta tónlistaratriði kvöldsins á sunnudaginn og var kraftmikill og tilfinningaríkur á sviðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram á Pride. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á Pride. Þið eruð að kalla fram sterkar tilfinningar hjá mér,“ sagði Khalid við áhorfendur og bætti við: „Mig langaði að þakka ykkur öllum innilega fyrir að taka svona vel á móti mér og styðja mig. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir mig og gerir mig svo hamingjusamann. Mér líður eins og ég sé kominn heim hér á þessu sviði.“ View this post on Instagram A post shared by Khalid (@thegr8khalid) Khalid birti sömuleiðis færslu á Instagram síðu sinni þar sem hann skrifar: „Mér finnst ég séður. Mér finnst ég samþykktur. Takk fyrir PRIDE.“ Hinsegin Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Khalid skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018, hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og á að baki sér marga smelli. Má þar nefna lögin Young, Dumb & Broke og Better en hann er með fimmtíu milljón mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify. WorldPride er gríðarlega stór viðburður sem fólk hvaðan af úr heiminum sækir. Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti hátíðina í Bandaríkjunum síðastliðna helgi en gleðigangan var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. View this post on Instagram A post shared by Gaye Magazine® (@gayemagazine) Khalid var stærsta tónlistaratriði kvöldsins á sunnudaginn og var kraftmikill og tilfinningaríkur á sviðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram á Pride. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á Pride. Þið eruð að kalla fram sterkar tilfinningar hjá mér,“ sagði Khalid við áhorfendur og bætti við: „Mig langaði að þakka ykkur öllum innilega fyrir að taka svona vel á móti mér og styðja mig. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir mig og gerir mig svo hamingjusamann. Mér líður eins og ég sé kominn heim hér á þessu sviði.“ View this post on Instagram A post shared by Khalid (@thegr8khalid) Khalid birti sömuleiðis færslu á Instagram síðu sinni þar sem hann skrifar: „Mér finnst ég séður. Mér finnst ég samþykktur. Takk fyrir PRIDE.“
Hinsegin Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira