„Auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2025 12:31 Valur er ríkjandi bikarmeistari og stefnir á að halda titlinum í bikarskápnum á Hlíðarenda. visir / anton brink Kvennalið Vals í fótbolta hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið en þjálfarinn Kristján Guðmundsson segir það ekki hafa áhrif á undirbúning ríkjandi bikarmeistaranna fyrir átta liða úrslita leikinn gegn Þrótti á Hlíðarenda í kvöld. Þó liðinu þyrsti sannarlega í sigur. „Við horfum bara á þetta alveg í sitthvoru lagi, bikarleikir eru alveg sér og við fléttum deildinni ekkert inn í undirbúning fyrir bikarleiki, það er allt annar undirbúningur. En að sjálfsögðu viljum við fara að fá sigur inn í leikina okkar, frammistaðan í undanförnum leikjum hefur alveg boðið upp á það að vinna, en það hefur ekki tekist. Þannig að auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Með bikarinn á Hlíðarenda og vilja halda honum þar Valur er ríkjandi bikarmeistari og sigursælasta lið í sögu keppninnar, eftir sigur í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki á síðasta ári. Sigurhefðin er rík á Hlíðarenda. „Vissulega og það er einn af styrkleikum Valsliðsins og félagsins, það er hefðin. Við erum með bikarinn inni í skáp hjá okkur og viljum halda honum þar. Það ásamt því að vilja fá sigur fljótlega gerir okkur einbeitt fyrir kvöldið“ sagði Kristján. Töpuðu gegn Þrótti í deildinni Valur tók á móti Þrótti í deildarleik fyrir rétt rúmum mánuði síðan og tapaði 1-3 eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleik. „Það var skemmtilegur leikur að því leiti að hann snerist á örfáum mínútum. Við áttum mjög góðan leik fyrsta hálftímann, skorum okkar mark þar og hefðum kannski átt að bæta fleirum við. Svo fáum við á okkur tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem gjörsamlega breyttu öllu og við náðum okkur ekki eftir það… En við erum búin að aðskilja hann alveg frá og höfum ekkert rætt þann leik í undirbúningnum. Við erum búin að mæta þeim tvisvar á þessu ári, unnum fyrri leikinn og töpuðum þessum. Við aðskiljum þetta algjörlega en fundum að Þróttarliðið er gríðarlega sterkt“ sagði Kristján. Mikið um meiðsli Kristján hefur ekki getað valið milli allra sinna leikmanna á þessu tímabili, töluvert hefur verið um meiðsli hjá liðinu og landsleikjahléið dugði ekki til að endurheimta allar sem hafa verið tæpar. „Því miður þá eru ekki margar sem komu til baka. Helena Ósk kom til baka eftir höfuðhögg… Aðrar eru enn frá, Jasmín Erla er alveg frá eftir leikinn á móti Breiðablik, líklega fram í ágúst. Anna Rakel meiddist á æfingu fyrir seinasta leik og er frá ennþá, við vitum ekki alveg hversu lengi, erum að bíða eftir niðurstöðu úr mynd. Elín Metta er að glíma við gömul meiðsli og verður allavega ekki með í kvöld. Sóley Edda er að koma til baka, kom aðeins inn á í seinasta leik. Ágústa María er meidd líka og Guðrún Elísabet hefur ekkert spilað á tímabilinu… En við erum ekkert að bera það fyrir okkur, það er bara hluti af þessum leik“ sagði Kristján að lokum. Leikur Vals og Þróttar í Mjólkurbikarnum fer fram á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Við horfum bara á þetta alveg í sitthvoru lagi, bikarleikir eru alveg sér og við fléttum deildinni ekkert inn í undirbúning fyrir bikarleiki, það er allt annar undirbúningur. En að sjálfsögðu viljum við fara að fá sigur inn í leikina okkar, frammistaðan í undanförnum leikjum hefur alveg boðið upp á það að vinna, en það hefur ekki tekist. Þannig að auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Með bikarinn á Hlíðarenda og vilja halda honum þar Valur er ríkjandi bikarmeistari og sigursælasta lið í sögu keppninnar, eftir sigur í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki á síðasta ári. Sigurhefðin er rík á Hlíðarenda. „Vissulega og það er einn af styrkleikum Valsliðsins og félagsins, það er hefðin. Við erum með bikarinn inni í skáp hjá okkur og viljum halda honum þar. Það ásamt því að vilja fá sigur fljótlega gerir okkur einbeitt fyrir kvöldið“ sagði Kristján. Töpuðu gegn Þrótti í deildinni Valur tók á móti Þrótti í deildarleik fyrir rétt rúmum mánuði síðan og tapaði 1-3 eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleik. „Það var skemmtilegur leikur að því leiti að hann snerist á örfáum mínútum. Við áttum mjög góðan leik fyrsta hálftímann, skorum okkar mark þar og hefðum kannski átt að bæta fleirum við. Svo fáum við á okkur tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem gjörsamlega breyttu öllu og við náðum okkur ekki eftir það… En við erum búin að aðskilja hann alveg frá og höfum ekkert rætt þann leik í undirbúningnum. Við erum búin að mæta þeim tvisvar á þessu ári, unnum fyrri leikinn og töpuðum þessum. Við aðskiljum þetta algjörlega en fundum að Þróttarliðið er gríðarlega sterkt“ sagði Kristján. Mikið um meiðsli Kristján hefur ekki getað valið milli allra sinna leikmanna á þessu tímabili, töluvert hefur verið um meiðsli hjá liðinu og landsleikjahléið dugði ekki til að endurheimta allar sem hafa verið tæpar. „Því miður þá eru ekki margar sem komu til baka. Helena Ósk kom til baka eftir höfuðhögg… Aðrar eru enn frá, Jasmín Erla er alveg frá eftir leikinn á móti Breiðablik, líklega fram í ágúst. Anna Rakel meiddist á æfingu fyrir seinasta leik og er frá ennþá, við vitum ekki alveg hversu lengi, erum að bíða eftir niðurstöðu úr mynd. Elín Metta er að glíma við gömul meiðsli og verður allavega ekki með í kvöld. Sóley Edda er að koma til baka, kom aðeins inn á í seinasta leik. Ágústa María er meidd líka og Guðrún Elísabet hefur ekkert spilað á tímabilinu… En við erum ekkert að bera það fyrir okkur, það er bara hluti af þessum leik“ sagði Kristján að lokum. Leikur Vals og Þróttar í Mjólkurbikarnum fer fram á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira