„Auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2025 12:31 Valur er ríkjandi bikarmeistari og stefnir á að halda titlinum í bikarskápnum á Hlíðarenda. visir / anton brink Kvennalið Vals í fótbolta hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið en þjálfarinn Kristján Guðmundsson segir það ekki hafa áhrif á undirbúning ríkjandi bikarmeistaranna fyrir átta liða úrslita leikinn gegn Þrótti á Hlíðarenda í kvöld. Þó liðinu þyrsti sannarlega í sigur. „Við horfum bara á þetta alveg í sitthvoru lagi, bikarleikir eru alveg sér og við fléttum deildinni ekkert inn í undirbúning fyrir bikarleiki, það er allt annar undirbúningur. En að sjálfsögðu viljum við fara að fá sigur inn í leikina okkar, frammistaðan í undanförnum leikjum hefur alveg boðið upp á það að vinna, en það hefur ekki tekist. Þannig að auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Með bikarinn á Hlíðarenda og vilja halda honum þar Valur er ríkjandi bikarmeistari og sigursælasta lið í sögu keppninnar, eftir sigur í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki á síðasta ári. Sigurhefðin er rík á Hlíðarenda. „Vissulega og það er einn af styrkleikum Valsliðsins og félagsins, það er hefðin. Við erum með bikarinn inni í skáp hjá okkur og viljum halda honum þar. Það ásamt því að vilja fá sigur fljótlega gerir okkur einbeitt fyrir kvöldið“ sagði Kristján. Töpuðu gegn Þrótti í deildinni Valur tók á móti Þrótti í deildarleik fyrir rétt rúmum mánuði síðan og tapaði 1-3 eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleik. „Það var skemmtilegur leikur að því leiti að hann snerist á örfáum mínútum. Við áttum mjög góðan leik fyrsta hálftímann, skorum okkar mark þar og hefðum kannski átt að bæta fleirum við. Svo fáum við á okkur tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem gjörsamlega breyttu öllu og við náðum okkur ekki eftir það… En við erum búin að aðskilja hann alveg frá og höfum ekkert rætt þann leik í undirbúningnum. Við erum búin að mæta þeim tvisvar á þessu ári, unnum fyrri leikinn og töpuðum þessum. Við aðskiljum þetta algjörlega en fundum að Þróttarliðið er gríðarlega sterkt“ sagði Kristján. Mikið um meiðsli Kristján hefur ekki getað valið milli allra sinna leikmanna á þessu tímabili, töluvert hefur verið um meiðsli hjá liðinu og landsleikjahléið dugði ekki til að endurheimta allar sem hafa verið tæpar. „Því miður þá eru ekki margar sem komu til baka. Helena Ósk kom til baka eftir höfuðhögg… Aðrar eru enn frá, Jasmín Erla er alveg frá eftir leikinn á móti Breiðablik, líklega fram í ágúst. Anna Rakel meiddist á æfingu fyrir seinasta leik og er frá ennþá, við vitum ekki alveg hversu lengi, erum að bíða eftir niðurstöðu úr mynd. Elín Metta er að glíma við gömul meiðsli og verður allavega ekki með í kvöld. Sóley Edda er að koma til baka, kom aðeins inn á í seinasta leik. Ágústa María er meidd líka og Guðrún Elísabet hefur ekkert spilað á tímabilinu… En við erum ekkert að bera það fyrir okkur, það er bara hluti af þessum leik“ sagði Kristján að lokum. Leikur Vals og Þróttar í Mjólkurbikarnum fer fram á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira
„Við horfum bara á þetta alveg í sitthvoru lagi, bikarleikir eru alveg sér og við fléttum deildinni ekkert inn í undirbúning fyrir bikarleiki, það er allt annar undirbúningur. En að sjálfsögðu viljum við fara að fá sigur inn í leikina okkar, frammistaðan í undanförnum leikjum hefur alveg boðið upp á það að vinna, en það hefur ekki tekist. Þannig að auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Með bikarinn á Hlíðarenda og vilja halda honum þar Valur er ríkjandi bikarmeistari og sigursælasta lið í sögu keppninnar, eftir sigur í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki á síðasta ári. Sigurhefðin er rík á Hlíðarenda. „Vissulega og það er einn af styrkleikum Valsliðsins og félagsins, það er hefðin. Við erum með bikarinn inni í skáp hjá okkur og viljum halda honum þar. Það ásamt því að vilja fá sigur fljótlega gerir okkur einbeitt fyrir kvöldið“ sagði Kristján. Töpuðu gegn Þrótti í deildinni Valur tók á móti Þrótti í deildarleik fyrir rétt rúmum mánuði síðan og tapaði 1-3 eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleik. „Það var skemmtilegur leikur að því leiti að hann snerist á örfáum mínútum. Við áttum mjög góðan leik fyrsta hálftímann, skorum okkar mark þar og hefðum kannski átt að bæta fleirum við. Svo fáum við á okkur tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem gjörsamlega breyttu öllu og við náðum okkur ekki eftir það… En við erum búin að aðskilja hann alveg frá og höfum ekkert rætt þann leik í undirbúningnum. Við erum búin að mæta þeim tvisvar á þessu ári, unnum fyrri leikinn og töpuðum þessum. Við aðskiljum þetta algjörlega en fundum að Þróttarliðið er gríðarlega sterkt“ sagði Kristján. Mikið um meiðsli Kristján hefur ekki getað valið milli allra sinna leikmanna á þessu tímabili, töluvert hefur verið um meiðsli hjá liðinu og landsleikjahléið dugði ekki til að endurheimta allar sem hafa verið tæpar. „Því miður þá eru ekki margar sem komu til baka. Helena Ósk kom til baka eftir höfuðhögg… Aðrar eru enn frá, Jasmín Erla er alveg frá eftir leikinn á móti Breiðablik, líklega fram í ágúst. Anna Rakel meiddist á æfingu fyrir seinasta leik og er frá ennþá, við vitum ekki alveg hversu lengi, erum að bíða eftir niðurstöðu úr mynd. Elín Metta er að glíma við gömul meiðsli og verður allavega ekki með í kvöld. Sóley Edda er að koma til baka, kom aðeins inn á í seinasta leik. Ágústa María er meidd líka og Guðrún Elísabet hefur ekkert spilað á tímabilinu… En við erum ekkert að bera það fyrir okkur, það er bara hluti af þessum leik“ sagði Kristján að lokum. Leikur Vals og Þróttar í Mjólkurbikarnum fer fram á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira