Skaut fast á umboðsmann Gyökeres: „Hótanir og kúgun virka ekki á mig“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 13:02 Viktor Gyökeres hefur fagnað miklum fjölda marka í búningi Sporting Lissabon en vill núna færa sig til. Getty/Maciej Rogowski Myndast hefur stór gjá á milli annars vegar framherjans eftirsótta Viktors Gyökeres og umboðsmanns hans, og hins vegar forráðamanna portúgalska félagsins Sporting Lissabon. Svíinn virðist ætla að reyna allt til að knýja fram sölu í sumar. Stóru miðlarnir í Portúgal, Record og A Bola, hafa fjallað um mál Gyökeres sem telur sig hafa verið svikinn af forráðamönnum Sporting. Þessi 27 ára Svíi hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting og varð markakóngur í Portúgal annað árið í röð í vetur, með heil 39 mörk, og varð Sporting tvöfaldur meistari. Gyökeres er sagður hafa talið heiðursmannasamkomulag í gildi um að hann gæti farið frá Sporting í sumar fyrir 60 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Nú hefur Frederico Varandas, forseti Sporting, tjáð sig opinberlega og sagt það hreina og klára lygi sem komin sé frá umboðsmanni Gyökeres. Sá umboðsmaður, Hasan Cetinkaya, sé ekki að hjálpa neinum með hátterni sínu. Samþykkti að krefjast ekki hundrað milljóna evra „Ferlið hófst í lok síðasta tímabils. Við urðum meistarar og áttum frábært tímabil. Í félagaskiptaglugganum kom í ljós að Viktor yrði áfram í Sporting því við fengum ekki eitt einasta tilboð í hann,“ sagði Varandas og hélt áfram: „Þegar tímabilið hófst [síðasta haust] hafði umboðsmaður hans, af ýmsum ástæðum, samband við Hugo Viana [fyrrverandi yfirmann íþróttamála hjá Sporting] nokkrum sinnum og spurði hvort við gætum bætt við bónus í samninginn ef hann skoraði ákveðinn fjölda marka. Ég gaf leyfi fyrir því innan skynsamlegra marka. Ein af stærstu áhyggjum umboðsmannsins var að vita hvort við myndum svo krefjast allra 100 milljóna evranna í uppsagnarákvæðinu á næsta ári. Viana átti í viðræðum við umboðsmanninn á nokkrum fundum þar sem umboðsmaðurinn sjálfur bað um að forsetinn yrði viðstaddur til að taka lokaákvörðun. Bónusinn fyrir ákveðinn fjölda marka virtist sanngjarna. Á þessum fundi, þar sem ég sem forseti var viðstaddur ásamt umboðsmanninum og Viana, án Viktors, reyndi umboðsmaðurinn að fá í gegn ákveðna tryggingu. Við ákváðum að Sporting myndi ekki krefjast uppsagnarákvæðisins í lok þessa tímabils, sérstaklega þar sem hann yrði þá 27 ára og enginn 27 ára leikmaður yfirgefur Portúgal fyrir 100 milljónir evra. Við vissum líka að Viktor vildi fara til félags þar sem hann gæti keppt í Meistaradeildinni og erum með heilbrigða skynsemi. Þannig að við lofuðum að krefjast ekki 100 milljóna evra,“ sagði Varandas. Ekki séns að hann fari fyrir 60 + 10 Að sögn forsetans var hins vegar aldrei samið um neina ákveðna upphæð í þessu sambandi. Umboðsmaðurinn vildi festa 60 eða 70 milljónir evra en Varandas sagði engan tilgang í því. Margt gæti breyst á einu tímabili og alveg óvíst hvaða upphæð myndi passa að því loknu. Málið hafi ekki verið frekar rætt en að ljóst sé að Gyökeres muni ekki fara frá Sporting nema fyrir upphæð sem sé við hæfi. „Hótanir, fjárkúgun og móðganir virka ekki á mig. Ég get fullvissað ykkur um að Viktor Gyökeres fer ekki fyrir 60+10 milljónir evra, því ég hef aldrei lofað því. Leikurinn sem umboðsmaðurinn er að spila gerir bara illt verra. Sporting hefur ekki fengið nein tilboð í Gyökeres hingað til. Hann er frábær leikmaður en það hafa engin tilboð borist í dag. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Sporting,“ sagði Varandas. Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Stóru miðlarnir í Portúgal, Record og A Bola, hafa fjallað um mál Gyökeres sem telur sig hafa verið svikinn af forráðamönnum Sporting. Þessi 27 ára Svíi hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting og varð markakóngur í Portúgal annað árið í röð í vetur, með heil 39 mörk, og varð Sporting tvöfaldur meistari. Gyökeres er sagður hafa talið heiðursmannasamkomulag í gildi um að hann gæti farið frá Sporting í sumar fyrir 60 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Nú hefur Frederico Varandas, forseti Sporting, tjáð sig opinberlega og sagt það hreina og klára lygi sem komin sé frá umboðsmanni Gyökeres. Sá umboðsmaður, Hasan Cetinkaya, sé ekki að hjálpa neinum með hátterni sínu. Samþykkti að krefjast ekki hundrað milljóna evra „Ferlið hófst í lok síðasta tímabils. Við urðum meistarar og áttum frábært tímabil. Í félagaskiptaglugganum kom í ljós að Viktor yrði áfram í Sporting því við fengum ekki eitt einasta tilboð í hann,“ sagði Varandas og hélt áfram: „Þegar tímabilið hófst [síðasta haust] hafði umboðsmaður hans, af ýmsum ástæðum, samband við Hugo Viana [fyrrverandi yfirmann íþróttamála hjá Sporting] nokkrum sinnum og spurði hvort við gætum bætt við bónus í samninginn ef hann skoraði ákveðinn fjölda marka. Ég gaf leyfi fyrir því innan skynsamlegra marka. Ein af stærstu áhyggjum umboðsmannsins var að vita hvort við myndum svo krefjast allra 100 milljóna evranna í uppsagnarákvæðinu á næsta ári. Viana átti í viðræðum við umboðsmanninn á nokkrum fundum þar sem umboðsmaðurinn sjálfur bað um að forsetinn yrði viðstaddur til að taka lokaákvörðun. Bónusinn fyrir ákveðinn fjölda marka virtist sanngjarna. Á þessum fundi, þar sem ég sem forseti var viðstaddur ásamt umboðsmanninum og Viana, án Viktors, reyndi umboðsmaðurinn að fá í gegn ákveðna tryggingu. Við ákváðum að Sporting myndi ekki krefjast uppsagnarákvæðisins í lok þessa tímabils, sérstaklega þar sem hann yrði þá 27 ára og enginn 27 ára leikmaður yfirgefur Portúgal fyrir 100 milljónir evra. Við vissum líka að Viktor vildi fara til félags þar sem hann gæti keppt í Meistaradeildinni og erum með heilbrigða skynsemi. Þannig að við lofuðum að krefjast ekki 100 milljóna evra,“ sagði Varandas. Ekki séns að hann fari fyrir 60 + 10 Að sögn forsetans var hins vegar aldrei samið um neina ákveðna upphæð í þessu sambandi. Umboðsmaðurinn vildi festa 60 eða 70 milljónir evra en Varandas sagði engan tilgang í því. Margt gæti breyst á einu tímabili og alveg óvíst hvaða upphæð myndi passa að því loknu. Málið hafi ekki verið frekar rætt en að ljóst sé að Gyökeres muni ekki fara frá Sporting nema fyrir upphæð sem sé við hæfi. „Hótanir, fjárkúgun og móðganir virka ekki á mig. Ég get fullvissað ykkur um að Viktor Gyökeres fer ekki fyrir 60+10 milljónir evra, því ég hef aldrei lofað því. Leikurinn sem umboðsmaðurinn er að spila gerir bara illt verra. Sporting hefur ekki fengið nein tilboð í Gyökeres hingað til. Hann er frábær leikmaður en það hafa engin tilboð borist í dag. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Sporting,“ sagði Varandas.
Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira