Þegar neyðin er mest er Caruso næst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2025 20:47 Alex Caruso kann vel við sig í bláu. Joshua Gateley/Getty Images Fimm ár eru síðan Vísir fjallaði um óvænt hlutverk Alex Caruso á leið Los Angeles Lakers að NBA-meistaratitlinum í körfubolta. Nú er hann máttarstólpi í einu besta liði NBA. Hlutverk hins fjölhæfa Caruso hjá Oklahoma City Thunder er engan veginn jafn óvænt og það fyrir fimm árum síðan þegar hann var þó 26 ára gamall. Síðan Caruso varð meistari með Lakers hefur hann verið einn besti varnarmaður deildarinnar og gæti verið að hann landi sínum öðrum meistaratitli áður en langt um líður. Hinn 31 árs gamli Caruso hefur rakað af sér það litla hár sem var á höfði hans þegar hann skaust fram á sjónarsviðið með Lakers, bónar skallann og spilar með blátt svitaband um höfuðið en eitt breytist aldrei. Hann er enn að leggja bestu leikmenn andstæðingsins hverju sinni í einelti. Segja má að Caruso sé snúinn aftur heim en það var góð frammistaða með Oklahoma City Blue, G-deildarliði OKC, sem hann vakti athygli NBA-liða eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu. Hann endaði hjá Lakers og þar var það gríðarlegur dugnaður og ótrúlega hátt orkustig, sérstaklega varnarlega, sem skilaði honum samning og meistaratitli. Á óskiljanlegan hátt ákvað Lakers að senda Caruso til Chicago Bulls árið 2021 en sem betur fer fyrir OKC og NBA-deildina í heild sinni gekk hann til liðs við OKC á síðasta ári. Eftir tap gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í ár vann OKC öruggan sigur í öðrum leik liðanna og er staðan því jöfn 1-1 fyrir þriðja leik sem fram fer í kvöld. Í sigrinum þar sem Shai Gilgeous-Alexander stal fyrirsögnunum gerði Caruso þó nokkuð sem hann gerir sjaldan, hann skoraði fjöldann allan af stigum. Venjulega leyfir hann öðrum að njóta sín en þegar neyðin er mest er Caruso næst. Hann skoraði alls 20 stig, annað skiptið sem hann afrekar það í úrslitakeppninni eftir að gera það núll sinnum í deildarkeppninni. „Hann er einn af þessum leikmönnum sem þú veist að mætir með „það“ á hverju einasta kvöldi. Skiptir engu hvort hann er 22. ára gamall eða þrítugur. Hann mætir með „það.“ Mér finnst eins og það smiti út frá sér til liðsins. Svo býr hann yfir þessum eiginleika að lesa leikinn og átta sig samstundis á hvað er að gerast. Hann kemur þeim upplýsingum svo áleiðis til okkar hinna,“ sagði Chet Holmgren eftir sigurinn á Indiana í leik tvö. Upphitun fyrir þriðja leik OKC og Pacers um NBA-meistaratitilinn hefst á miðnætti. Hálftíma síðar, klukkan 00.30, hefst svo þriðji leikur einvígisins. Körfubolti NBA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Hlutverk hins fjölhæfa Caruso hjá Oklahoma City Thunder er engan veginn jafn óvænt og það fyrir fimm árum síðan þegar hann var þó 26 ára gamall. Síðan Caruso varð meistari með Lakers hefur hann verið einn besti varnarmaður deildarinnar og gæti verið að hann landi sínum öðrum meistaratitli áður en langt um líður. Hinn 31 árs gamli Caruso hefur rakað af sér það litla hár sem var á höfði hans þegar hann skaust fram á sjónarsviðið með Lakers, bónar skallann og spilar með blátt svitaband um höfuðið en eitt breytist aldrei. Hann er enn að leggja bestu leikmenn andstæðingsins hverju sinni í einelti. Segja má að Caruso sé snúinn aftur heim en það var góð frammistaða með Oklahoma City Blue, G-deildarliði OKC, sem hann vakti athygli NBA-liða eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu. Hann endaði hjá Lakers og þar var það gríðarlegur dugnaður og ótrúlega hátt orkustig, sérstaklega varnarlega, sem skilaði honum samning og meistaratitli. Á óskiljanlegan hátt ákvað Lakers að senda Caruso til Chicago Bulls árið 2021 en sem betur fer fyrir OKC og NBA-deildina í heild sinni gekk hann til liðs við OKC á síðasta ári. Eftir tap gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í ár vann OKC öruggan sigur í öðrum leik liðanna og er staðan því jöfn 1-1 fyrir þriðja leik sem fram fer í kvöld. Í sigrinum þar sem Shai Gilgeous-Alexander stal fyrirsögnunum gerði Caruso þó nokkuð sem hann gerir sjaldan, hann skoraði fjöldann allan af stigum. Venjulega leyfir hann öðrum að njóta sín en þegar neyðin er mest er Caruso næst. Hann skoraði alls 20 stig, annað skiptið sem hann afrekar það í úrslitakeppninni eftir að gera það núll sinnum í deildarkeppninni. „Hann er einn af þessum leikmönnum sem þú veist að mætir með „það“ á hverju einasta kvöldi. Skiptir engu hvort hann er 22. ára gamall eða þrítugur. Hann mætir með „það.“ Mér finnst eins og það smiti út frá sér til liðsins. Svo býr hann yfir þessum eiginleika að lesa leikinn og átta sig samstundis á hvað er að gerast. Hann kemur þeim upplýsingum svo áleiðis til okkar hinna,“ sagði Chet Holmgren eftir sigurinn á Indiana í leik tvö. Upphitun fyrir þriðja leik OKC og Pacers um NBA-meistaratitilinn hefst á miðnætti. Hálftíma síðar, klukkan 00.30, hefst svo þriðji leikur einvígisins.
Körfubolti NBA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira