„Mikilvægt skref“ að veita Bandaríkjunum aðgang að dönskum herstöðvum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 12:08 Þorgerður Katrín segir Dani stíga jákvætt skref. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Dani hafa stigið mikilvægt og jákvætt skref fyrir Atlantshafsbandalagið með því að lögleiða samning við Bandaríkin sem veitir þeim nær óhindraðan aðgang að dönskum herstöðvum. Lögleiðing samningsins var samþykkt með stórum meirihluta á danska þinginu í gær. Samkvæmt honum fær bandaríski herinn aðgang að flugherstöðvunum í Karup, Skydstrup og Álaborg en Karup er miðstöð danska flughersins. Samkvæmt dönskum miðlum munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir þeim hermönnum sem hafa viðveru í dönskum herstöðvum. Ólíkar meiningar Varnarsamningurinn var samþykktur í desember 2023 en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins og voru óvægin í gagnrýni sinni á hann. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, sagði samninginn svik við dönsku þjóðina og aðrir fulltrúar flokksins hafa sagt fullveldisafsalið sem felst í samningnum brjóta í bága við stjórnarskrá Danmerkur. „Mér finnst þetta jákvætt merki fyrir Atlantshafsbandalagið og samstarf bæði vina- og bandalagsþjóða. Varðandi Ísland er aðeins önnur staða núna,“ segir Þorgerður Katrín. Fleiri norrænir þjóðir hafa verið að gera álíka varnarsamstarfssamninga við Bandaríkin nýverið. Svíþjóð, Noregur og Finnland eru öll mislangt komin í lögleiðingaferli líks samnings. Samræming varna yfir Norðurlöndin Þorgerður Katrín segir það skýrt að í slíkum samningi felist samstarf sem er ekki einhliða. „Eftir að Bandaríkin fóru með herlið sitt 2006 þá byggir þetta á gagnkvæmni og við tökum að okkur að vera gestaríki. Bandaríkin geta komið hingað en þau geta ekki komið hingað fyrirvaralaust heldur bara eftir samtal. Þessar heimildir eru til staðar hér og það undirstrikar það að við erum í góðu samtali og samstarfi við Bandaríkin eiginlega á hverjum degi,“ segir hún. Ráðherrann segir að með samningunum sé verið að samræma varnarsamstarf Bandaríkjanna þvert yfir Norðurlöndin. Þá ítrekar hún að bandaríski herinn geti ekki komið sér fyrirvaralaust í samstarfslöndum heldur eigi að vera virkt samtal þjóðanna á milli. „Mér finnst þetta jákvætt fyrir Atlantshafsbandalagið að það er verið að klára ákveðna samfellu og Danir eru að taka mjög mikilvægt skref með því að lögleiða þetta en þetta er eitthvað sem við Íslendingar höfum þegar lögleitt,“ segir Þorgerður. Sterkari saman en í sundur Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði í gær að það væri afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkin, ekki síst á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Tekur þú undir með forsætisráðherranum? „Ég er sammála Mette í þessu. Ég hef lagt mikla áherslu á það að samtalið við Bandaríkin sé sterkt og gott eins og það hefur verið í gegnum tíðina. Það sjá allir að Bandaríkin og Evrópa eru sterkari saman en í sundur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Danmörk Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Lögleiðing samningsins var samþykkt með stórum meirihluta á danska þinginu í gær. Samkvæmt honum fær bandaríski herinn aðgang að flugherstöðvunum í Karup, Skydstrup og Álaborg en Karup er miðstöð danska flughersins. Samkvæmt dönskum miðlum munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir þeim hermönnum sem hafa viðveru í dönskum herstöðvum. Ólíkar meiningar Varnarsamningurinn var samþykktur í desember 2023 en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins og voru óvægin í gagnrýni sinni á hann. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, sagði samninginn svik við dönsku þjóðina og aðrir fulltrúar flokksins hafa sagt fullveldisafsalið sem felst í samningnum brjóta í bága við stjórnarskrá Danmerkur. „Mér finnst þetta jákvætt merki fyrir Atlantshafsbandalagið og samstarf bæði vina- og bandalagsþjóða. Varðandi Ísland er aðeins önnur staða núna,“ segir Þorgerður Katrín. Fleiri norrænir þjóðir hafa verið að gera álíka varnarsamstarfssamninga við Bandaríkin nýverið. Svíþjóð, Noregur og Finnland eru öll mislangt komin í lögleiðingaferli líks samnings. Samræming varna yfir Norðurlöndin Þorgerður Katrín segir það skýrt að í slíkum samningi felist samstarf sem er ekki einhliða. „Eftir að Bandaríkin fóru með herlið sitt 2006 þá byggir þetta á gagnkvæmni og við tökum að okkur að vera gestaríki. Bandaríkin geta komið hingað en þau geta ekki komið hingað fyrirvaralaust heldur bara eftir samtal. Þessar heimildir eru til staðar hér og það undirstrikar það að við erum í góðu samtali og samstarfi við Bandaríkin eiginlega á hverjum degi,“ segir hún. Ráðherrann segir að með samningunum sé verið að samræma varnarsamstarf Bandaríkjanna þvert yfir Norðurlöndin. Þá ítrekar hún að bandaríski herinn geti ekki komið sér fyrirvaralaust í samstarfslöndum heldur eigi að vera virkt samtal þjóðanna á milli. „Mér finnst þetta jákvætt fyrir Atlantshafsbandalagið að það er verið að klára ákveðna samfellu og Danir eru að taka mjög mikilvægt skref með því að lögleiða þetta en þetta er eitthvað sem við Íslendingar höfum þegar lögleitt,“ segir Þorgerður. Sterkari saman en í sundur Mette Frederiksen forsætisráðherra sagði í gær að það væri afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkin, ekki síst á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Tekur þú undir með forsætisráðherranum? „Ég er sammála Mette í þessu. Ég hef lagt mikla áherslu á það að samtalið við Bandaríkin sé sterkt og gott eins og það hefur verið í gegnum tíðina. Það sjá allir að Bandaríkin og Evrópa eru sterkari saman en í sundur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira