Blikar hentu nágrönnunum út og gripu síðasta farseðilinn Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 21:49 Agla María Albertsdóttir skoraði eitt marka Blika í kvöld. Liðið er nú komið í undanúrslit líkt og FH, ÍBV og Valur. vísir/Ernir Breiðablik varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta með sigri í sögulegum grannaslag við HK á Kópavogsvelli, 5-1. Þetta var í fyrsta sinn sem Kópavogsliðin mætast í kvennaflokki, án þess að HK tefli fram sameiginlegu liði með öðru félagi, en svo fór að Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur. HK er þó á réttri leið með að skapa fleiri Kópavogsslagi þar sem liðið er á toppi Lengjudeildarinnar eftir sex umferðir. Auk Breiðabliks verða FH, Valur og Lengjudeildarlið ÍBV í skálinni þegar dregið verður til undanúrslita en þau fara svo fram í lok júlí. Bikarúrslitaleikurinn sjálfur verður svo 16. ágúst. Birta með tvö og stoðsendingu fyrir hlé Breiðablik byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og sýndi strax yfirburði sína. Edith Kristín Kristjánsdóttir kom sér í dauðafæri og Andrea Rut Bjarnadóttir átti bylmingsskot í þverslá áður en fyrsta markið kom þegar Birta Georgsdóttir skoraði á tólftu mínútu, eftir að hún nýtti sér mistök í vörn HK. HK fékk ekki mörg færi en eftir eitt þeirra brunuðu Blikar fram og refsuðu með öðru marki sem hin efnilega Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði eftir þríhyrningsspil við Birtu. Staðan þá orðin 2-0 eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Skömmu síðar skoraði Birta svo sitt annað mark, eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur, og eflaust margir haldið að úrslitin væru hreinlega ráðin. HK náði hins vegar að svara fyrir sig og Loma McNeese gerði það þegar hún skoraði rétt um mínútu síðar, með skoti af vítateigslínunni, og var staðan 3-1 í hálfleik. Sextán ára innsiglaði sigurinn Agla María kom Blikum aftur þremur mörkum yfir eftir korters leik í seinni hálfleik með góðu skoti og eftir það var aldrei spurning hvernig færi. Hin 16 ára Edith Kristín, sem hafði verið afar dugleg við að koma sér í færi, skoraði svo fimmta mark Breiðabliks með skalla af stuttu færi á 67. mínútu. Mörk Blika hefðu hæglega getað orðið fleiri en það breytir engu um að liðið er nú komið áfram í undanúrslit. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik HK Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Kópavogsliðin mætast í kvennaflokki, án þess að HK tefli fram sameiginlegu liði með öðru félagi, en svo fór að Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur. HK er þó á réttri leið með að skapa fleiri Kópavogsslagi þar sem liðið er á toppi Lengjudeildarinnar eftir sex umferðir. Auk Breiðabliks verða FH, Valur og Lengjudeildarlið ÍBV í skálinni þegar dregið verður til undanúrslita en þau fara svo fram í lok júlí. Bikarúrslitaleikurinn sjálfur verður svo 16. ágúst. Birta með tvö og stoðsendingu fyrir hlé Breiðablik byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og sýndi strax yfirburði sína. Edith Kristín Kristjánsdóttir kom sér í dauðafæri og Andrea Rut Bjarnadóttir átti bylmingsskot í þverslá áður en fyrsta markið kom þegar Birta Georgsdóttir skoraði á tólftu mínútu, eftir að hún nýtti sér mistök í vörn HK. HK fékk ekki mörg færi en eftir eitt þeirra brunuðu Blikar fram og refsuðu með öðru marki sem hin efnilega Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði eftir þríhyrningsspil við Birtu. Staðan þá orðin 2-0 eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Skömmu síðar skoraði Birta svo sitt annað mark, eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur, og eflaust margir haldið að úrslitin væru hreinlega ráðin. HK náði hins vegar að svara fyrir sig og Loma McNeese gerði það þegar hún skoraði rétt um mínútu síðar, með skoti af vítateigslínunni, og var staðan 3-1 í hálfleik. Sextán ára innsiglaði sigurinn Agla María kom Blikum aftur þremur mörkum yfir eftir korters leik í seinni hálfleik með góðu skoti og eftir það var aldrei spurning hvernig færi. Hin 16 ára Edith Kristín, sem hafði verið afar dugleg við að koma sér í færi, skoraði svo fimmta mark Breiðabliks með skalla af stuttu færi á 67. mínútu. Mörk Blika hefðu hæglega getað orðið fleiri en það breytir engu um að liðið er nú komið áfram í undanúrslit.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik HK Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn